Erlent

Dómari lýsir yfir sakleysi fyrir hönd grunaðs bíómorðingja

James Holmes í réttarsalnum.
James Holmes í réttarsalnum. Mynd/AP
Dómari í Colorado-fylki Bandaríkjanna hefur lýst yfir sakleysi fyrir hönd James Holmes, sem er ákærður fyrir tólf morð í kvikmyndahúsi í fyrra.

Morðin voru framin á miðnætursýningu myndarinnar The Dark Knight Rises í nágrenni borgarinnar Denver, og gæti Holmes átt yfir höfði sér dauðadóm eða lífstíðarfangelsi, verði hann sakfelldur.

Segja verjendur Holmes hann ekki tilbúinn til að lýsa yfir sekt eða sakleysi, en talið er að hann muni reyna að verða úrskurðaður ósakhæfur vegna geðveiki. Því tekur dómarinn þessa ákvörðun fyrir hönd ákærða uns hann hefur ákveðið sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×