Sport

Áritar ekki bók sína vegna hótana

Michael Vick spilar með Philadelphia Eagles í dag.
Michael Vick spilar með Philadelphia Eagles í dag.
Það verður ekkert af því að NFL-leikstjórnandinn Michael Vick áriti bók sína víða um Bandaríkin. Ástæðan er hótanir um ofbeldi sem hafa bæði borist honum og bókabúðunum þar sem Vick átti að árita.

Vick er nýbúinn að gefa út bókina "Finally free" eða loksins frjáls. Vick á skrautlega fortíð en hann sat í fangelsi í eitt og hálft ár fyrir ólöglegt hundaat.

Það fór fram á búgarði í hans eigu. Afar illa var komið fram við hundana og þeim meðal annars drekkt á meðan öðrum var lógað með rafmagni.

Þá var Vick tekjuhæsti íþróttamaður Bandaríkjanna en hann var valinn fyrstur í nýliðavalinu á sínum tíma.

Vick hefur gengið vel að endurbyggja ímynda sína frá því hann slapp úr fangelsi árið 2009. Hann hefur unnið með dýravinum og flutt marga fyrirlestra um rétta meðferð á dýrum.

Engu að síður er enn stór hópur sem getur ekki fyrirgefið honum fyrir hundaatið á sínum tíma.

Útgefandi bókarinnar segir að það sé ástæðulaust að setja fólk í hættu. Það verði að taka hótanirnar alvarlega og því verður ekkert af því að hann áriti bókina fyrir áhugasama.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×