Þóra segir Guðríði fara með rangt mál Tinni Sveinsson skrifar 30. ágúst 2013 15:38 Þóra Tómasdóttir, ritstjóri Nýs lífs. Þóra Tómasdóttir, ritstjóri Nýs lífs, hefur sent frá sér athugasemdir við yfirlýsingu Guðríðar Jónsdóttur, sem birtist hér á Vísi fyrr í dag. Þóra vísar því á bug að annarleg sjónarmið hafi legið að baki birtingu viðtals við Guðnýju Rós Vilhjálmsdóttur í nýjasta tölublaði Nýs lífs. „Ég skil gagnrýni þína þannig, Guðríður, að blaðamennska mín væri að þínu mati siðlegri ef Guðný fengi ekki að segja sína hlið málsins og þið gætuð setið ein að túlkun atburðarins í fjölmiðlum. Guðný Rós hefur málfrelsi eins og aðrir og hefur fullan rétt til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri,“ segir Þóra meðal annars. „Guðríður segir mig ekki hafa haft samband við þau Egil fyrir útkomu blaðsins. Það er rangt. Ég hringdi í Egil fyrir útkomu blaðsins, sagði honum frá umfjölluninni og gaf honum kost á að koma með athugasemdir,“ segir hún ennfremur. Yfirlýsingu Þóru má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:Athugasemdir við yfirlýsingu Guðríðar Jónsdóttur, unnustu fjölmiðlamannsins Egils Einarssonar, sem birt var í fjölmiðlum fyrr í dag. Guðríður sakar mig um að stunda siðlausa blaðamennsku í umfjöllun minni í Nýju lífi sem kom út í gær. Í blaðinu lýsir Guðný Rós Vilhjálmsdóttir kynnum sínum af Guðríði og Agli kvöld eitt í nóvember fyrir tveimur árum og ástæðum þess að hún kærði þau í kjölfarið fyrir nauðgun. Auk þess skrifaði ég fimm blaðsíðna umfjöllun um atburðarásina. Guðríður segir mig skorta áhuga á þeirra hlið málsins. Það er rangt. Meginuppistaða þeirrar greinar eru yfirlýsingar sem Egill Einarsson hefur sent fjölmiðlum um málið. Þær eru ýmist birtar í heild sinni eða aðalatriðin dregin fram. Í umfjölluninni var því gerð grein fyrir hans hlið á málinu. Guðríður segir mig ekki hafa haft samband við þau Egil fyrir útkomu blaðsins. Það er rangt. Ég hringdi í Egil fyrir útkomu blaðsins, sagði honum frá umfjölluninni og gaf honum kost á að koma með athugasemdir. Undanfarin tvö ár hefur Egill ítrekað tjáð sig um málið í fjölmiðlum. Hann hefur sent frá sér fimm fréttatilkynningar og rætt það í forsíðuviðtali Monitors sem kemur út með Morgunblaðinu. Guðný Rós hefur hvergi tjáð sig um málið fyrr en nú í Nýju lífi. Ég skil gagnrýni þína þannig, Guðríður, að blaðamennska mín væri að þínu mati siðlegri ef Guðný fengi ekki að segja sína hlið málsins og þið gætuð setið ein að túlkun atburðarins í fjölmiðlum. Guðný Rós hefur málfrelsi eins og aðrir og hefur fullan rétt til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Ég hnaut um orðalag í yfirlýsingu þinni sem ég tel vekja áleitnar spurningar. Þú segir: „Hún grét ekki eða sýndi nein önnur merki um að líða illa fyrr en alveg undir lokin þegar hún ákvað skyndilega að fara ...“ Umfjöllun Nýs lífs um málið á fullt erindi við almenning og ég vísa því á bug að annarleg sjónarmið hafi legið þar að baki.Þóra Tómasdóttir,ritstjóri Nýs lífs. Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Þóra Tómasdóttir, ritstjóri Nýs lífs, hefur sent frá sér athugasemdir við yfirlýsingu Guðríðar Jónsdóttur, sem birtist hér á Vísi fyrr í dag. Þóra vísar því á bug að annarleg sjónarmið hafi legið að baki birtingu viðtals við Guðnýju Rós Vilhjálmsdóttur í nýjasta tölublaði Nýs lífs. „Ég skil gagnrýni þína þannig, Guðríður, að blaðamennska mín væri að þínu mati siðlegri ef Guðný fengi ekki að segja sína hlið málsins og þið gætuð setið ein að túlkun atburðarins í fjölmiðlum. Guðný Rós hefur málfrelsi eins og aðrir og hefur fullan rétt til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri,“ segir Þóra meðal annars. „Guðríður segir mig ekki hafa haft samband við þau Egil fyrir útkomu blaðsins. Það er rangt. Ég hringdi í Egil fyrir útkomu blaðsins, sagði honum frá umfjölluninni og gaf honum kost á að koma með athugasemdir,“ segir hún ennfremur. Yfirlýsingu Þóru má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:Athugasemdir við yfirlýsingu Guðríðar Jónsdóttur, unnustu fjölmiðlamannsins Egils Einarssonar, sem birt var í fjölmiðlum fyrr í dag. Guðríður sakar mig um að stunda siðlausa blaðamennsku í umfjöllun minni í Nýju lífi sem kom út í gær. Í blaðinu lýsir Guðný Rós Vilhjálmsdóttir kynnum sínum af Guðríði og Agli kvöld eitt í nóvember fyrir tveimur árum og ástæðum þess að hún kærði þau í kjölfarið fyrir nauðgun. Auk þess skrifaði ég fimm blaðsíðna umfjöllun um atburðarásina. Guðríður segir mig skorta áhuga á þeirra hlið málsins. Það er rangt. Meginuppistaða þeirrar greinar eru yfirlýsingar sem Egill Einarsson hefur sent fjölmiðlum um málið. Þær eru ýmist birtar í heild sinni eða aðalatriðin dregin fram. Í umfjölluninni var því gerð grein fyrir hans hlið á málinu. Guðríður segir mig ekki hafa haft samband við þau Egil fyrir útkomu blaðsins. Það er rangt. Ég hringdi í Egil fyrir útkomu blaðsins, sagði honum frá umfjölluninni og gaf honum kost á að koma með athugasemdir. Undanfarin tvö ár hefur Egill ítrekað tjáð sig um málið í fjölmiðlum. Hann hefur sent frá sér fimm fréttatilkynningar og rætt það í forsíðuviðtali Monitors sem kemur út með Morgunblaðinu. Guðný Rós hefur hvergi tjáð sig um málið fyrr en nú í Nýju lífi. Ég skil gagnrýni þína þannig, Guðríður, að blaðamennska mín væri að þínu mati siðlegri ef Guðný fengi ekki að segja sína hlið málsins og þið gætuð setið ein að túlkun atburðarins í fjölmiðlum. Guðný Rós hefur málfrelsi eins og aðrir og hefur fullan rétt til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Ég hnaut um orðalag í yfirlýsingu þinni sem ég tel vekja áleitnar spurningar. Þú segir: „Hún grét ekki eða sýndi nein önnur merki um að líða illa fyrr en alveg undir lokin þegar hún ákvað skyndilega að fara ...“ Umfjöllun Nýs lífs um málið á fullt erindi við almenning og ég vísa því á bug að annarleg sjónarmið hafi legið þar að baki.Þóra Tómasdóttir,ritstjóri Nýs lífs.
Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira