Walter Mitty ómetanleg landkynning fyrir Ísland Stefán Árni Pálsson skrifar 17. desember 2013 14:44 Frá blaðamannaferðinni á Íslandi. Myndir: Daði Guðjónsson Kvikmyndin The secret life of Walter Mitty var á dögunum forsýnd hér á landi en bandaríski leikarinn Ben Stiller, fer með aðalhlutverk í myndinni og leikstýrir henni einnig. Myndin verður frumsýnd á jóladag í Bandaríkjunum og 3. janúar hér á Íslandi. Tökur á gamanmynd Bens Stiller, The Secret Life of Walter Mitty, fóru að stórum hluta fram á Íslandi þar á meðal í Grundafirði, á Seyðisfirði og í Stykkishólmi. Meðal leikara sem fara með hlutverk í myndinni eru Ben Stiller, Ólafur Darri, Gunnar Helgason, Sean Penn, Shirley MacLaine og Kristen Wiig. The Secret Life of Walter Mitty er byggð á samnefndri gamanmynd frá árinu 1947 og fjallar um draumóramanninn Mitty sem framkallar ljósmyndir fyrir tímaritið Life. Í fréttatilkynningu frá Íslandsstofu kemur fram að myndin sé ómetanleg landkynning fyrir Ísland. The secret life of Walter Mitty er jólamynd kvikmyndaversins 20 th Century Fox í ár og er því mikið lagt í markaðssetningu hennar og því gríðarlegt tækifæri í landkynningu fyrir Íslendinga. Fram kemur í fréttatilkynningu Íslandsstofu: „Íslandsstofa hefur, undir formerkjum Inspired by Iceland, unnið að því í náinni samvinnu við 20 th Century Fox og erlenda fjömiðla að kynna land og þjóð í tengslum við frumsýningu myndarinnar. Íslandsstofa átti í samstarfi við Fox Studios á forsýningu kvikmyndarinnar í París 9. desember s.l. að viðstöddum fulltrúum frá um 50 frönskum fjölmiðlum. Samhliða var efnt til spurningaleikja um Ísland í Frakklandi í samstarfi við m.a. National Géographic (vefsíða og sjónvarp), Canal+ (sjónvarp) og RTL (útvarp) þar sem ferðir til Íslands voru veittar í vinning." Íslandsstofa mun hafa skipulagt blaðamannaferð til landsliðsins þar sem áhrifamiklir fjölmiðlar frá Bandaríkjunum heimsóttu tökustaði myndarinnar og kynntu sér Ísland. Hópurinn hafi farið í liðinni viku á á Suð-Austurland en þar á meðal voru sjónvarpsstöðvarnar Fox, CBS, NBC og VH1 en Sue Warde, markaðsstjóri 20th Century Fox, var með í för og var hún yfir sig ánægð með heimsóknina. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Sjá meira
Kvikmyndin The secret life of Walter Mitty var á dögunum forsýnd hér á landi en bandaríski leikarinn Ben Stiller, fer með aðalhlutverk í myndinni og leikstýrir henni einnig. Myndin verður frumsýnd á jóladag í Bandaríkjunum og 3. janúar hér á Íslandi. Tökur á gamanmynd Bens Stiller, The Secret Life of Walter Mitty, fóru að stórum hluta fram á Íslandi þar á meðal í Grundafirði, á Seyðisfirði og í Stykkishólmi. Meðal leikara sem fara með hlutverk í myndinni eru Ben Stiller, Ólafur Darri, Gunnar Helgason, Sean Penn, Shirley MacLaine og Kristen Wiig. The Secret Life of Walter Mitty er byggð á samnefndri gamanmynd frá árinu 1947 og fjallar um draumóramanninn Mitty sem framkallar ljósmyndir fyrir tímaritið Life. Í fréttatilkynningu frá Íslandsstofu kemur fram að myndin sé ómetanleg landkynning fyrir Ísland. The secret life of Walter Mitty er jólamynd kvikmyndaversins 20 th Century Fox í ár og er því mikið lagt í markaðssetningu hennar og því gríðarlegt tækifæri í landkynningu fyrir Íslendinga. Fram kemur í fréttatilkynningu Íslandsstofu: „Íslandsstofa hefur, undir formerkjum Inspired by Iceland, unnið að því í náinni samvinnu við 20 th Century Fox og erlenda fjömiðla að kynna land og þjóð í tengslum við frumsýningu myndarinnar. Íslandsstofa átti í samstarfi við Fox Studios á forsýningu kvikmyndarinnar í París 9. desember s.l. að viðstöddum fulltrúum frá um 50 frönskum fjölmiðlum. Samhliða var efnt til spurningaleikja um Ísland í Frakklandi í samstarfi við m.a. National Géographic (vefsíða og sjónvarp), Canal+ (sjónvarp) og RTL (útvarp) þar sem ferðir til Íslands voru veittar í vinning." Íslandsstofa mun hafa skipulagt blaðamannaferð til landsliðsins þar sem áhrifamiklir fjölmiðlar frá Bandaríkjunum heimsóttu tökustaði myndarinnar og kynntu sér Ísland. Hópurinn hafi farið í liðinni viku á á Suð-Austurland en þar á meðal voru sjónvarpsstöðvarnar Fox, CBS, NBC og VH1 en Sue Warde, markaðsstjóri 20th Century Fox, var með í för og var hún yfir sig ánægð með heimsóknina.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Sjá meira