Sport

NY Giants kostaði bílasala 48 milljónir króna

Bílasalinn kann Eli Manning, leikstjórnanda Giants, eflaust litlar þakkir fyrir sína hörmulega frammistöðu um síðustu helgi.
Bílasalinn kann Eli Manning, leikstjórnanda Giants, eflaust litlar þakkir fyrir sína hörmulega frammistöðu um síðustu helgi.
Bílasali í Seattle er í vondum málum eftir að auglýsingabrella sprakk í andlitið á honum í kjölfar 23-0 sigurs Seattle Seahawks á NY Giants.

Í von um að fá sem mest fólk á bílasöluna lofaði bílasalinn tólf viðskiptavinum 4 milljónum króna ef Seattle myndi ekki fá á sig stig gegn Giants.

Hann gerði aldrei ráð fyrir því að slíkt myndi gerast. Seattle fór í langt ferðalag og var að spila á útivelli. Það gerðist samt.

Hann verður nú að greiða heppnum viðskiptavinum einar 48 milljónir króna og var dregið hverjir duttu í lukkupotinn í dag.

"Þetta er alger bilun. Ég átti aldrei von á því að ég yrði að gefa þessa peninga," sagði bílasalinn í losti.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×