Éljagangur var um sunnan- og vestanvert landið í nótt og er þæfingsfærð eða jafnvel þungfært á sumum sveitavegum í þessum landshlutum.
Annars er snjóþekja og hálka á vegum um allt land og Veðurstofan býst við slæmu ferðaveðri á sunnanverðu landinu síðdegis og á norðanverðu landinu í kvöld.
Þá varar Vegagerðin og Náttúrustofa Austurlands við tveimur hreindýrahópum, sem halda sig við veginn á Háreiksstaðaleið. Ekið var á hreindýrahóp þar eystra í síðustu viku og drápust nokkur dýr.
Búist við slæmu ferðaveðri síðdegis
Gissur Sigurðsson skrifar
