Kínverjar leiða umsókn um 3ja leyfið á Drekasvæðinu Kristján Már Unnarsson skrifar 4. júní 2013 18:30 Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC hefur óskað eftir að komast í olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Þessi olíurisi varð í dag formlegur aðili að umsókn Eykons Energy um þriðja leitar- og vinnsluleyfið, sem íslensk stjórnvöld hyggjast úthluta. Ráðamenn Eykons segjast hafa átt frumkvæði að því að fá Kínverjana. Þegar fyrstu leyfunum á Drekasvæðið var úthlutað í byrjun ársins fengu aðeins tveir af þremur umsækjendum leyfi. Þriðja umsóknin, frá Eykon Energy, fór í bið þar til fyrirtækið hefði fengið samstarfsaðila sem hefði bolmagn til að ráðast í olíuleit. Sá aðili er nú fundinn; China National Offshore Oil Corporation, þekkt sem CNOOC („sínúkk") í vestrænum olíugeira. Orkustofnun var formlega tilkynnt í dag um að CNOOC yrði leiðandi aðili í umsókn Eykons. Gunnlaugur Jónsson, framkvæmdastjóri Eykons Energy, segir þetta gjörbreyta Drekaverkefninu. „Þetta félag hefur mjög mikla burði til að gera hvað sem er á sviði olíuleitar og vinnslu, hefur mikla reynslu og er mjög virt í geiranum. Þannig að þetta í raun gjörbreytir stöðunni," segir Gunnlaugur í viðtali í fréttum Stöðvar 2. CNOOC er þriðja stærsta olíufélag Kínverja, talið 34. stærsta olíufélag heims, og með um eitthundrað þúsund starfsmenn. Gunnlaugur segir markaðsverðmæti félagsins um 80 milljarðar bandaríkjadollara, sem samsvarar um 10 þúsund milljörðum íslenskra króna. Athygli vekur að umsókn kínverska félagsins er kynnt aðeins sex vikum eftir að forsætis- og utanríkisráðherra Íslands voru í opinberri heimsókn í Kína þar sem fríverslunarsamningur milli ríkjanna var undirritaður. En er þetta pólitísk ákvörðun hjá Kínverjum að vilja í olíuleit á Drekasvæðinu? „Það held ég ekki. Við leituðum til þessa félags um samstarf. Þannig að það eru Íslendingar sem leita til kínversks félags, sem er að meirihluta í eigu kínverska ríkisins," svarar Gunnlaugur. Hann kveðst þó ekki útiloka að heimsóknir íslenskra ráðamanna til Kína hafi haft áhrif, en segir þá Eykons-menn ekki hafa haft samband við félagið í gegnum stjórnmálamenn. „En það er aldrei að vita nema tengsl landanna hafi haft einhver áhrif á þær móttökur sem við fengum." Þá kveðst hann ekki óttast hugsanlega umræðu á alþjóðvettvangi um að Kínverjar séu með þessu að seilast til áhrifa á Norðurslóðum. „Það fer gjarnan slík umræða í gang. Það er ekki alslæmt ef svo er vegna þess að það vekur kannski bara meiri áhuga á svæðinu. Það sem við þurfum Íslendingar til þess að sanna að olía sé til staðar er meiri áhugi á þessu svæði. Þannig að ég held að það geti verið gott," segir framkvæmdastjóri Eykons Energy. Frá heimsókn Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra til Kína í apríl. Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira
Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC hefur óskað eftir að komast í olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Þessi olíurisi varð í dag formlegur aðili að umsókn Eykons Energy um þriðja leitar- og vinnsluleyfið, sem íslensk stjórnvöld hyggjast úthluta. Ráðamenn Eykons segjast hafa átt frumkvæði að því að fá Kínverjana. Þegar fyrstu leyfunum á Drekasvæðið var úthlutað í byrjun ársins fengu aðeins tveir af þremur umsækjendum leyfi. Þriðja umsóknin, frá Eykon Energy, fór í bið þar til fyrirtækið hefði fengið samstarfsaðila sem hefði bolmagn til að ráðast í olíuleit. Sá aðili er nú fundinn; China National Offshore Oil Corporation, þekkt sem CNOOC („sínúkk") í vestrænum olíugeira. Orkustofnun var formlega tilkynnt í dag um að CNOOC yrði leiðandi aðili í umsókn Eykons. Gunnlaugur Jónsson, framkvæmdastjóri Eykons Energy, segir þetta gjörbreyta Drekaverkefninu. „Þetta félag hefur mjög mikla burði til að gera hvað sem er á sviði olíuleitar og vinnslu, hefur mikla reynslu og er mjög virt í geiranum. Þannig að þetta í raun gjörbreytir stöðunni," segir Gunnlaugur í viðtali í fréttum Stöðvar 2. CNOOC er þriðja stærsta olíufélag Kínverja, talið 34. stærsta olíufélag heims, og með um eitthundrað þúsund starfsmenn. Gunnlaugur segir markaðsverðmæti félagsins um 80 milljarðar bandaríkjadollara, sem samsvarar um 10 þúsund milljörðum íslenskra króna. Athygli vekur að umsókn kínverska félagsins er kynnt aðeins sex vikum eftir að forsætis- og utanríkisráðherra Íslands voru í opinberri heimsókn í Kína þar sem fríverslunarsamningur milli ríkjanna var undirritaður. En er þetta pólitísk ákvörðun hjá Kínverjum að vilja í olíuleit á Drekasvæðinu? „Það held ég ekki. Við leituðum til þessa félags um samstarf. Þannig að það eru Íslendingar sem leita til kínversks félags, sem er að meirihluta í eigu kínverska ríkisins," svarar Gunnlaugur. Hann kveðst þó ekki útiloka að heimsóknir íslenskra ráðamanna til Kína hafi haft áhrif, en segir þá Eykons-menn ekki hafa haft samband við félagið í gegnum stjórnmálamenn. „En það er aldrei að vita nema tengsl landanna hafi haft einhver áhrif á þær móttökur sem við fengum." Þá kveðst hann ekki óttast hugsanlega umræðu á alþjóðvettvangi um að Kínverjar séu með þessu að seilast til áhrifa á Norðurslóðum. „Það fer gjarnan slík umræða í gang. Það er ekki alslæmt ef svo er vegna þess að það vekur kannski bara meiri áhuga á svæðinu. Það sem við þurfum Íslendingar til þess að sanna að olía sé til staðar er meiri áhugi á þessu svæði. Þannig að ég held að það geti verið gott," segir framkvæmdastjóri Eykons Energy. Frá heimsókn Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra til Kína í apríl.
Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira