Íslenski boltinn

Hrikaleg mistök íslensks markvarðar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Skjáskot

Markverði Kormáks/Hvatar urðu á slæm mistök í viðureign gegn Stál-Úlfi í 4. deild karla á dögunum.

Rúben filipe Vasques Narciso átti þá skot utan af velli sem fór í varnarmann og stefndi fram hjá. Benjamín Freyr Oddsson, markvörður gestanna, reyndi að koma í veg fyrir að boltinn færi aftur fyrir endamörk og úr yrði hornspyrna.

Því miður fyrir Benjamín Frey rann hann til á gervigrasinu, missti boltann frá sér og Karol Stempinski átti ekki í miklum erfiðleikum með að setja boltann í tómt netið.

Stál-Úlfur vann 4-1 sigur í leiknum. Atvikið má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×