Kyngja því ekki ef göngin verða skorin niður í haust Kristján Már Unnarsson skrifar 16. apríl 2013 20:30 Tékkneski verktakinn Metrostav ásamt Suðurverki áttu lægsta boð í Norðfjarðargöng, 9,3 milljarða króna. Þetta er stærsta verk sem Vegagerðin ræðst í eftir hrun og vonast vegamálastjóri til að hægt verði að komast í gegn fyrir lok árs 2016. Gömlu Oddsskarðsgöngin þykja barn síns tíma, eru einbreið, liggja í 630 metra hæð yfir sjávarmáli og vegurinn að þeim beggja vegna þykir háskalegur, sérstaklega að vetrarlagi. Nýjum Norðfjarðargöngum, milli Eskifjarðar og Neskaupstaðar, er ætlað að koma í staðinn en þau verða sjö og hálfur kílómetri að lengd. Þetta er langstærsta verk á vegaáætlun frá hruni og því ríkti eftirvænting í höfuðstöðvum Vegagerðarinnar þegar tilboð voru opnuð. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á rúma 9,5 milljarða króna en lægsta boð reyndist vera frá Metrostav og Suðurverki, upp á tæpa 9,3 milljarða, eða 97 prósent af kostnaðaráætlun. Hin tvö tilboðin reyndust bæði yfir kostnaðaráætlun. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir þetta viðsættanlegt, að fá eitt tilboð undir og tvö rétt yfir, og í takti við væntingar Vegagerðarinnar, þótt menn vonist alltaf til að fá heldur lægri tilboð. Ráðamenn Fjarðabyggðar voru meðal þeirra sem óskuðu lægstbjóðandum til hamingju. Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, segir að nú sé þessi löngu brýna framkvæmd að skella á. „Þannig að við erum glaðir og kátir," segir Jón Björn. Vegamálastjóri reiknar með að framkvæmdir hefjist í haust og að verkið taki þrjú til fjögur ár. „Seint á árinu 2016, þá erum við að vonast til þess að það verði hægt að komast í gegn," segir Hreinn. En óttast Austfirðingar að verkið verði skorið niður í haust, eins og iðulega gerist þegar ný ríkisstjórn sest að völdum? „Við kyngjum því ekki. Og ég hef enga trú á öðru en að þetta haldi áfram. Þetta er komið á þann stað að framkvæmdir hefjist í haust," segir forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar. Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Allir farþegarnir látnir Erlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Tékkneski verktakinn Metrostav ásamt Suðurverki áttu lægsta boð í Norðfjarðargöng, 9,3 milljarða króna. Þetta er stærsta verk sem Vegagerðin ræðst í eftir hrun og vonast vegamálastjóri til að hægt verði að komast í gegn fyrir lok árs 2016. Gömlu Oddsskarðsgöngin þykja barn síns tíma, eru einbreið, liggja í 630 metra hæð yfir sjávarmáli og vegurinn að þeim beggja vegna þykir háskalegur, sérstaklega að vetrarlagi. Nýjum Norðfjarðargöngum, milli Eskifjarðar og Neskaupstaðar, er ætlað að koma í staðinn en þau verða sjö og hálfur kílómetri að lengd. Þetta er langstærsta verk á vegaáætlun frá hruni og því ríkti eftirvænting í höfuðstöðvum Vegagerðarinnar þegar tilboð voru opnuð. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á rúma 9,5 milljarða króna en lægsta boð reyndist vera frá Metrostav og Suðurverki, upp á tæpa 9,3 milljarða, eða 97 prósent af kostnaðaráætlun. Hin tvö tilboðin reyndust bæði yfir kostnaðaráætlun. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir þetta viðsættanlegt, að fá eitt tilboð undir og tvö rétt yfir, og í takti við væntingar Vegagerðarinnar, þótt menn vonist alltaf til að fá heldur lægri tilboð. Ráðamenn Fjarðabyggðar voru meðal þeirra sem óskuðu lægstbjóðandum til hamingju. Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, segir að nú sé þessi löngu brýna framkvæmd að skella á. „Þannig að við erum glaðir og kátir," segir Jón Björn. Vegamálastjóri reiknar með að framkvæmdir hefjist í haust og að verkið taki þrjú til fjögur ár. „Seint á árinu 2016, þá erum við að vonast til þess að það verði hægt að komast í gegn," segir Hreinn. En óttast Austfirðingar að verkið verði skorið niður í haust, eins og iðulega gerist þegar ný ríkisstjórn sest að völdum? „Við kyngjum því ekki. Og ég hef enga trú á öðru en að þetta haldi áfram. Þetta er komið á þann stað að framkvæmdir hefjist í haust," segir forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar.
Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Allir farþegarnir látnir Erlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira