Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Valur 78-70 | Keflavík í úrslit Stefán Árni Pálsson í Keflavík skrifar 16. apríl 2013 14:41 Keflavík vann frábæran sigur, 78-70, á Val í oddaleik undanúrslita Dominos-deildar kvenna í körfubolta. Liðin höfðu bæði unnið tvo útileiki fyrir leikinn í kvöld og kom loksins heimasigur hjá Keflavík. Liðið mætir því KR í úrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn. Keflavík byrjaði leikinn betur og komst í 10-5 í upphafi leiksins. Þær voru ákveðnari og sýndu á köflum fínan sóknarleik. Þegar leið á fjórðunginn komust Valsstelpurnar meira í takt við leikinn og sóknarleikur þeirra fór að ganga betur. Leikhlutinn var spennandi og var staðan 18-16 eftir fyrstu tíu mínútur leiksins. Pálína Gunnlaugsdóttir, leikmaður Keflavíkur, setti niður þriggja stigakörfu um leið og leiktíminn rann út í fyrsta fjórðungnum og fór Keflavík í leikhlé með mikinn meðbyr. Valur byrjaði annan leikhluta betur og komst fljótlega yfir 21-18 en Keflvíkingar komu sterkir til baka í kjölfarið og náðu í raun strax aftur að ná tökum á leiknum. Um tíma í öðrum leikhluta gekk ekkert upp hjá Val en flest allt hjá Keflavík. Staðan var allt í einu orðin 29-21 og heimastúlkur í góðum málum. Valsarar neituðu að leggja árar í bát og komust aftur í takt við leikinn en á þeim kafla var Jaleesa Butler mögnuð fyrir Val. Staðan í hálfleik var 33-30 fyrir Keflavík og allt galopið. Valur byrjaði síðari hálfleikinn mikið mun betur en Keflavík en þær gerðu sjö stig í röð og breyttu stöðunni í 37-33 sér í vil. Keflvíkingar brugðu þá á það ráð að taka leikhlé sem skilaði sér heldur betur en þá var komið að þeim að gera sjö stig í röð. Á einu augabragði var staðan orðin 40-39 fyrir heimastúlkum. Valur náði frábærum kafla rétt undir lok þriðja leikhlutans og voru allt í einu komnar með tíu stiga forskot 54-44 þegar loka leikhlutinn var eftir. Valsarar héldu áfram að spila sinn leik í upphafi fjórðaleikhlutans en heimastúlkur nálguðust þær hægt og rólega. Þegar fjórðungurinn var hálfnaður munaði aðeins einu stigi 59-58 og rosaleg spenna í Keflavík. Bryndís Guðmundsdóttir átti hreint magnaðan fjórða leikhluta og skoraði til að mynda átta stig í röð um miðjan fjórðunginn. Bryndís hélt áfram að leika eins og enginn væri morgundagurinn og skoraði alls 24 stig í leiknum. Keflavík var sterkari á lokasprettinum og vann að lokum magnaðan sigur 78-70. Bryndís Guðmundsdóttir var frábær í liði Keflavíkur og gerði 24 stig. Jaleesa Butler var með 21 fyrir Val.Keflavík-Valur 78-70 (18-16, 15-14, 11-24, 34-16)Keflavík: Bryndís Guðmundsdóttir 24/10 fráköst, Pálína Gunnlaugsdóttir 20/9 fráköst/5 stoðsendingar, Jessica Ann Jenkins 16/7 fráköst/8 stoðsendingar, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 11/9 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 4, Ingunn Embla Kristínardóttir 2, Sara Rún Hinriksdóttir 1/6 fráköst, Katrín Fríða Jóhannsdóttir 0, Telma Lind Ásgeirsdóttir 0, Bríet Sif Hinriksdóttir 0, Lovísa Falsdóttir 0, Ingibjörg Jakobsdóttir 0.Valur: Jaleesa Butler 21/13 fráköst/3 varin skot, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 14/15 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 12/6 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 9, Þórunn Bjarnadóttir 7/7 fráköst, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 5, María Björnsdóttir 2, Sóllilja Bjarnadóttir 0, Ragnheiður Benónísdóttir 0, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 0, Kristín Óladóttir 0, Elsa Rún Karlsdóttir 0. Bryndís: Það kom ekki til greina að tapa enn einum heimaleiknum„Við töluðum bara saman milli þriðja og fjórða leikhluta og ákváðum að spýta bara í lófana og klára þennan leik,“ sagði Bryndís Guðmundsdóttir, leikmaður Keflavíkur, eftir sigurinn. „Það kom bara ekki til greina að tapa þriðja heimaleiknum í röð. Þetta er sennilega besti leikur sem ég hef spilað í deildinni. Ég fór bara að taka opnu skotin fyrst þær leyfðu mér það, ég er ekkert besta skytta í heiminum en þetta gekk í kvöld.“ „Við vorum að leyfa þeim allt of mikið að ýta okkur út úr kerfum og í fjórða leikhlutanum brugðum við á það ráð að gera það sama við Valsarana.“ „Mér líst bara rosalega vel á að mæta KR, það verður hörku rimma og ég sé það alveg fara í fimm leiki.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Bryndísi hér að ofan. Ágúst: Villuvandræði okkar fóru með leikinn„Við erum að spila virkilega vel í kvöld en lentum í villuvandræðum í fjórða leikhlutanum og það hafði mikið að segja,“ sagði Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals, eftir tapið í kvöld. „Við missum Kristrúnu og Unnu útaf í fjórða leikhlutanum og það var alltof stór biti.“ „Þetta er gríðarlega svekkjandi þar sem við erum gríðarlega nálægt því að klára þetta einvígi í Valsheimilinu og það hefði verið frábært.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Ágúst með því að ýta hér. Pálína: Áhorfendur okkar voru frábærir í kvöld„Svona er bara körfuboltinn, það getur allt gerst,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir, leikmaður Keflavíkur, eftir sigurinn. „Ég held að þessi leikur hafi verið frábær skemmtun og virkilega gaman að spila hér í kvöld.“ „Við vorum nokkuð slakar fyrstu þrjá leikhlutana og mér fannst í raun stelpurnar vera orðnar hálf vonlausar, en þá tók Sigurður (Ingimundarson) leikhlé og eftir það gekk þetta allt saman.“ „Áhorfendur voru frábærir og studdu okkur gríðarlega, svo sannarlega sjötti maðurinn á vellinum. Við erum ekkert farnar að hugsa út í úrslitaeinvígið, vildum bara klára þetta dæmi.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Bein textalýsing frá leiknum í kvöld: Leik lokið: Keflavík vinnur hér frábæran sigur 78-70 í mögnuðum oddaleik. Liðið mætir KR í úslitum Íslandsmótsins.40.mín: Keflavík er hreinlega að að klára þennan leik hér. Staðan 73-66 þegar 30 sekúndur eru eftir.39. mín: Pálína Gunnlaugsdóttir setur hér niður enn einn þristinn fyrir Keflavík. Staðan er 67-64 fyrir Keflavík.38.mín: Enn eitt stigið frá Bryndísi sem kemur Keflavík yfir 64-62. Ótrúlegur leikur hjá henni.36. mín: Bryndís Guðmundsdóttir er gjörsamlega að fara á köstum hér. Hún hefur gert átta stig í röð fyrir Keflavík og er staðan 62-60 fyrir Val.35. mín: Bryndís var að skora aðra þriggja stigakörfu og nú munar aðeins þremur stigum 59-56. Magnaður leikur hjá Bryndísi.34.mín: Bryndís Guðmundsdóttir, leikmaður Keflavíkur, setur einnig niður þriggja stigakörfu og er staðan núna 58-53. Þetta er ennþá gríðarlega spennandi leikur.33. mín: Jessica Ann Jenkins að setja niður þrist fyrir Keflavík og er munurinn núna sex stig 56-50.32. mín: Keflvíkingar neita að gefast upp og hafa minnkað muninn í 7 stig 54-47.3. leikhluta lokið: Eftir frábæran endasprett hjá Val í leikhlutanum er staðan 54-44 og útlitið flott hjá Hlíðarendastúlkum.27. mín: Það er allt í járnum þessa stundina og staðan er 45-44 fyrir Val.24. mín: Þessi íþrótt er oft kölluð íþrótt áhlaupa og það sannar sig hér. Keflavík er allt einu komið yfir á ný 40-39. Sjö stig í röð frá þeim. Frábær leikur hér í Keflavík.23. mín: Kristrún Sigurjónsdóttir, leikmaður Vals, var að setja niður frábæran þrist og koma Val í 37-33 en Valur hefur gert sjö stig gegn engu hjá Keflavík í síðari hálfleiknum.22. mín: Valsarar gera fjögur fyrstu stig síðari hálfleiksins og breyta stöðunni í 34-33.Hálfleikur: Valsstúlkur komu til baka undir lok hálfleiksins og er staðan 33-30 fyrir Keflavík þegar stúlkurnar ganga til búningsherbergja.18. mín: Núna gengur akkúrat ekkert hjá Val og allt hjá Keflavík. Gestirnir hafa ekki skorað stig í langan tíma og er staðan 29-21.16. mín: Það er gaman að sjá hversu margir áhorfendur eru í höllinni og láta þeir vel í sér heyra. Keflvíkingar eru mun fleiri og það heyrist. Oddaleikur sem er að standa undir væntingum hingað til. Staðan 24-21. 14. mín: Liðin skiptast á að hafa yfirhöndina. Núna er staðan orðin 22-21 fyrir heimamenn.12. mín: Valsstúlkur eru komnar yfir 21-18. Sóknarleikur þeirra er farinn að ganga eins og smurð vél.1. leikhluta lokið: Þessi leikur heldur áfram að vera spennandi. Nokkuð mörg mistök að líta dagsins ljós en það má skrifast á spennustig. Staðan er 18-16 fyrir heimastúlkur. Pálína Gunnlaugsdóttir setti niður flautuþrist um leik og bjallan gall. Flottur endir.6. mín: Valsmenn eru að koma til baka og staðan er núna 10-7.3. mín: Keflavík gerir hér fjögur fyrstu stigin í leiknum og er staðan 4-0.1. mín: Þá er leikurinn farinn af stað og Keflvíkingar gera tvö fyrstu stigin.Fyrir leik: Hvorugt liðið hefur unnið heimaleik í þessu einvígi en Valsstúlkur hafa tvívegis unnið hér í Keflavík og Keflvíkingar unnið báða leikina í Vodafone-höllinni. Það er spurning hvort heimavöllurinn skilið því einhverju í kvöld fyrir Keflavík.Fyrir leik: Hér allt klárt fyrir þennan oddaleik og fín stemmning í húsinu. Dominos-deild kvenna Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
Keflavík vann frábæran sigur, 78-70, á Val í oddaleik undanúrslita Dominos-deildar kvenna í körfubolta. Liðin höfðu bæði unnið tvo útileiki fyrir leikinn í kvöld og kom loksins heimasigur hjá Keflavík. Liðið mætir því KR í úrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn. Keflavík byrjaði leikinn betur og komst í 10-5 í upphafi leiksins. Þær voru ákveðnari og sýndu á köflum fínan sóknarleik. Þegar leið á fjórðunginn komust Valsstelpurnar meira í takt við leikinn og sóknarleikur þeirra fór að ganga betur. Leikhlutinn var spennandi og var staðan 18-16 eftir fyrstu tíu mínútur leiksins. Pálína Gunnlaugsdóttir, leikmaður Keflavíkur, setti niður þriggja stigakörfu um leið og leiktíminn rann út í fyrsta fjórðungnum og fór Keflavík í leikhlé með mikinn meðbyr. Valur byrjaði annan leikhluta betur og komst fljótlega yfir 21-18 en Keflvíkingar komu sterkir til baka í kjölfarið og náðu í raun strax aftur að ná tökum á leiknum. Um tíma í öðrum leikhluta gekk ekkert upp hjá Val en flest allt hjá Keflavík. Staðan var allt í einu orðin 29-21 og heimastúlkur í góðum málum. Valsarar neituðu að leggja árar í bát og komust aftur í takt við leikinn en á þeim kafla var Jaleesa Butler mögnuð fyrir Val. Staðan í hálfleik var 33-30 fyrir Keflavík og allt galopið. Valur byrjaði síðari hálfleikinn mikið mun betur en Keflavík en þær gerðu sjö stig í röð og breyttu stöðunni í 37-33 sér í vil. Keflvíkingar brugðu þá á það ráð að taka leikhlé sem skilaði sér heldur betur en þá var komið að þeim að gera sjö stig í röð. Á einu augabragði var staðan orðin 40-39 fyrir heimastúlkum. Valur náði frábærum kafla rétt undir lok þriðja leikhlutans og voru allt í einu komnar með tíu stiga forskot 54-44 þegar loka leikhlutinn var eftir. Valsarar héldu áfram að spila sinn leik í upphafi fjórðaleikhlutans en heimastúlkur nálguðust þær hægt og rólega. Þegar fjórðungurinn var hálfnaður munaði aðeins einu stigi 59-58 og rosaleg spenna í Keflavík. Bryndís Guðmundsdóttir átti hreint magnaðan fjórða leikhluta og skoraði til að mynda átta stig í röð um miðjan fjórðunginn. Bryndís hélt áfram að leika eins og enginn væri morgundagurinn og skoraði alls 24 stig í leiknum. Keflavík var sterkari á lokasprettinum og vann að lokum magnaðan sigur 78-70. Bryndís Guðmundsdóttir var frábær í liði Keflavíkur og gerði 24 stig. Jaleesa Butler var með 21 fyrir Val.Keflavík-Valur 78-70 (18-16, 15-14, 11-24, 34-16)Keflavík: Bryndís Guðmundsdóttir 24/10 fráköst, Pálína Gunnlaugsdóttir 20/9 fráköst/5 stoðsendingar, Jessica Ann Jenkins 16/7 fráköst/8 stoðsendingar, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 11/9 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 4, Ingunn Embla Kristínardóttir 2, Sara Rún Hinriksdóttir 1/6 fráköst, Katrín Fríða Jóhannsdóttir 0, Telma Lind Ásgeirsdóttir 0, Bríet Sif Hinriksdóttir 0, Lovísa Falsdóttir 0, Ingibjörg Jakobsdóttir 0.Valur: Jaleesa Butler 21/13 fráköst/3 varin skot, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 14/15 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 12/6 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 9, Þórunn Bjarnadóttir 7/7 fráköst, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 5, María Björnsdóttir 2, Sóllilja Bjarnadóttir 0, Ragnheiður Benónísdóttir 0, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 0, Kristín Óladóttir 0, Elsa Rún Karlsdóttir 0. Bryndís: Það kom ekki til greina að tapa enn einum heimaleiknum„Við töluðum bara saman milli þriðja og fjórða leikhluta og ákváðum að spýta bara í lófana og klára þennan leik,“ sagði Bryndís Guðmundsdóttir, leikmaður Keflavíkur, eftir sigurinn. „Það kom bara ekki til greina að tapa þriðja heimaleiknum í röð. Þetta er sennilega besti leikur sem ég hef spilað í deildinni. Ég fór bara að taka opnu skotin fyrst þær leyfðu mér það, ég er ekkert besta skytta í heiminum en þetta gekk í kvöld.“ „Við vorum að leyfa þeim allt of mikið að ýta okkur út úr kerfum og í fjórða leikhlutanum brugðum við á það ráð að gera það sama við Valsarana.“ „Mér líst bara rosalega vel á að mæta KR, það verður hörku rimma og ég sé það alveg fara í fimm leiki.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Bryndísi hér að ofan. Ágúst: Villuvandræði okkar fóru með leikinn„Við erum að spila virkilega vel í kvöld en lentum í villuvandræðum í fjórða leikhlutanum og það hafði mikið að segja,“ sagði Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals, eftir tapið í kvöld. „Við missum Kristrúnu og Unnu útaf í fjórða leikhlutanum og það var alltof stór biti.“ „Þetta er gríðarlega svekkjandi þar sem við erum gríðarlega nálægt því að klára þetta einvígi í Valsheimilinu og það hefði verið frábært.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Ágúst með því að ýta hér. Pálína: Áhorfendur okkar voru frábærir í kvöld„Svona er bara körfuboltinn, það getur allt gerst,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir, leikmaður Keflavíkur, eftir sigurinn. „Ég held að þessi leikur hafi verið frábær skemmtun og virkilega gaman að spila hér í kvöld.“ „Við vorum nokkuð slakar fyrstu þrjá leikhlutana og mér fannst í raun stelpurnar vera orðnar hálf vonlausar, en þá tók Sigurður (Ingimundarson) leikhlé og eftir það gekk þetta allt saman.“ „Áhorfendur voru frábærir og studdu okkur gríðarlega, svo sannarlega sjötti maðurinn á vellinum. Við erum ekkert farnar að hugsa út í úrslitaeinvígið, vildum bara klára þetta dæmi.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Bein textalýsing frá leiknum í kvöld: Leik lokið: Keflavík vinnur hér frábæran sigur 78-70 í mögnuðum oddaleik. Liðið mætir KR í úslitum Íslandsmótsins.40.mín: Keflavík er hreinlega að að klára þennan leik hér. Staðan 73-66 þegar 30 sekúndur eru eftir.39. mín: Pálína Gunnlaugsdóttir setur hér niður enn einn þristinn fyrir Keflavík. Staðan er 67-64 fyrir Keflavík.38.mín: Enn eitt stigið frá Bryndísi sem kemur Keflavík yfir 64-62. Ótrúlegur leikur hjá henni.36. mín: Bryndís Guðmundsdóttir er gjörsamlega að fara á köstum hér. Hún hefur gert átta stig í röð fyrir Keflavík og er staðan 62-60 fyrir Val.35. mín: Bryndís var að skora aðra þriggja stigakörfu og nú munar aðeins þremur stigum 59-56. Magnaður leikur hjá Bryndísi.34.mín: Bryndís Guðmundsdóttir, leikmaður Keflavíkur, setur einnig niður þriggja stigakörfu og er staðan núna 58-53. Þetta er ennþá gríðarlega spennandi leikur.33. mín: Jessica Ann Jenkins að setja niður þrist fyrir Keflavík og er munurinn núna sex stig 56-50.32. mín: Keflvíkingar neita að gefast upp og hafa minnkað muninn í 7 stig 54-47.3. leikhluta lokið: Eftir frábæran endasprett hjá Val í leikhlutanum er staðan 54-44 og útlitið flott hjá Hlíðarendastúlkum.27. mín: Það er allt í járnum þessa stundina og staðan er 45-44 fyrir Val.24. mín: Þessi íþrótt er oft kölluð íþrótt áhlaupa og það sannar sig hér. Keflavík er allt einu komið yfir á ný 40-39. Sjö stig í röð frá þeim. Frábær leikur hér í Keflavík.23. mín: Kristrún Sigurjónsdóttir, leikmaður Vals, var að setja niður frábæran þrist og koma Val í 37-33 en Valur hefur gert sjö stig gegn engu hjá Keflavík í síðari hálfleiknum.22. mín: Valsarar gera fjögur fyrstu stig síðari hálfleiksins og breyta stöðunni í 34-33.Hálfleikur: Valsstúlkur komu til baka undir lok hálfleiksins og er staðan 33-30 fyrir Keflavík þegar stúlkurnar ganga til búningsherbergja.18. mín: Núna gengur akkúrat ekkert hjá Val og allt hjá Keflavík. Gestirnir hafa ekki skorað stig í langan tíma og er staðan 29-21.16. mín: Það er gaman að sjá hversu margir áhorfendur eru í höllinni og láta þeir vel í sér heyra. Keflvíkingar eru mun fleiri og það heyrist. Oddaleikur sem er að standa undir væntingum hingað til. Staðan 24-21. 14. mín: Liðin skiptast á að hafa yfirhöndina. Núna er staðan orðin 22-21 fyrir heimamenn.12. mín: Valsstúlkur eru komnar yfir 21-18. Sóknarleikur þeirra er farinn að ganga eins og smurð vél.1. leikhluta lokið: Þessi leikur heldur áfram að vera spennandi. Nokkuð mörg mistök að líta dagsins ljós en það má skrifast á spennustig. Staðan er 18-16 fyrir heimastúlkur. Pálína Gunnlaugsdóttir setti niður flautuþrist um leik og bjallan gall. Flottur endir.6. mín: Valsmenn eru að koma til baka og staðan er núna 10-7.3. mín: Keflavík gerir hér fjögur fyrstu stigin í leiknum og er staðan 4-0.1. mín: Þá er leikurinn farinn af stað og Keflvíkingar gera tvö fyrstu stigin.Fyrir leik: Hvorugt liðið hefur unnið heimaleik í þessu einvígi en Valsstúlkur hafa tvívegis unnið hér í Keflavík og Keflvíkingar unnið báða leikina í Vodafone-höllinni. Það er spurning hvort heimavöllurinn skilið því einhverju í kvöld fyrir Keflavík.Fyrir leik: Hér allt klárt fyrir þennan oddaleik og fín stemmning í húsinu.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum