Er það von um "elefant" sem lokkar á Drekann? Kristján Már Unnarsson skrifar 5. janúar 2013 11:19 Ola Borten Moe í Ráðherrabústaðnum í gær. Mynd/Baldur Hrafnkell Jónsson. Olíumálaráðherra Noregs, Ola Borten Moe, er í viðtali við Aftenbladet í Stavanger spurður um hvort hann telji að „elefant" sé á Drekasvæðinu. Hugtakið „elefant", eða fíll, er það sem norski olíugeirinn notar um risalindir, eftir stærsta landdýri jarðar, en það eru olíusvæði eins og Ekofisk, Statfjord, Troll, Gullfaks og Mjallhvít. Hugtakið „flóðhestur" er svo notað um lindir af næstu stærð þar fyrir neðan. Blaðamaður Aftenbladet úr olíuborginni Stavanger, sem var í hópi þeirra sem fylgdu olíumálaráðherranum til Íslands, sá ástæðu til að spyrja hvort hann vonaðist eftir „elefant" á Drekanum, en lengi hefur verið orðrómur um að rannsóknargögn gefi sterkar vísbendingar um að þar megi finna slíkar auðlindir. Svar ráðherrans er að það yrði ánægjulegt fyrir Ísland, og einnig ánægjulegt fyrir Noreg. Frétt Stavanger Aftenblad birtist undir fyrirsögninni „Hér er skálað fyrir stórum olíufundi". Svar jarðfræðingsins Terje Hagevangs, leitarstjóra Valiant, sem talinn er manna fróðastur um Drekasvæðið, gefur einnig til að kynna að hann telji líkur á „elefant". Hagevang segir í frétt blaðsins að svæðið lofi mjög góðu. „Hér sjáum við möguleika á stórfundi." Blaðið hefur eftir honum að bergmálsmælingar sýni skýr merki um mikið af kolvetnum undir hafsbotninum. Dæmið af 6,7% hlut Norsk Hydro í Ekofisk-svæðinu er stundum notað um þann gríðarlega hagnað sem risaolíulindir gefa af sér. Þessi litli hlutur er mesta gróðalind í sögu Norsk Hydro. Það er því ekki endilega greiðasemi við Íslendinga sem skýrir þá ákvörðun norskra stjórnvalda og ríkisolíufélagsins Petoro að nýta sér 25% þátttökurétt í vinnsluleyfum á Drekasvæðinu. Fjórðungshlutur í „elefant" er einfaldlega ávísun á mikil auðævi, og fílarnir gætu reynst fleiri en einn og fleiri en tveir. Enda sagði Ola Borten Moe í frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi: „Þetta lofar góður og felur í sér ágóðavon. Þetta gæti einnig orðið jákvæð verðmætasköpun fyrir Noreg." Tengdar fréttir Vonast til að olíuframleiðslan hefjist eftir 7-8 ár Olíuframleiðsla á landgrunni Íslands gæti hafist eftir sjö til átta ár og fyrsti borpallurinn komið eftir þrjú til fjögur ár. Þetta segir forstjóri skoska olíufélagsins Faroe Petroleum, sem nú er orðinn rétthafi fyrsta olíuvinnsluleyfis í lögsögu Íslands. Olíumálaráðherra Noregs segir leyfisútgáfuna í dag sögulegan viðburð. Norski olíumálaráðherrann Ola Borten Moe mætti í Ráðherrabústaðinn klukkan níu í morgun ásamt fylgdarliði til fundar við Steingrím J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra og áttu fulltrúar ríkjanna klukkustundarlangan fund áður en kom að stóru stundinni. 4. janúar 2013 18:37 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
Olíumálaráðherra Noregs, Ola Borten Moe, er í viðtali við Aftenbladet í Stavanger spurður um hvort hann telji að „elefant" sé á Drekasvæðinu. Hugtakið „elefant", eða fíll, er það sem norski olíugeirinn notar um risalindir, eftir stærsta landdýri jarðar, en það eru olíusvæði eins og Ekofisk, Statfjord, Troll, Gullfaks og Mjallhvít. Hugtakið „flóðhestur" er svo notað um lindir af næstu stærð þar fyrir neðan. Blaðamaður Aftenbladet úr olíuborginni Stavanger, sem var í hópi þeirra sem fylgdu olíumálaráðherranum til Íslands, sá ástæðu til að spyrja hvort hann vonaðist eftir „elefant" á Drekanum, en lengi hefur verið orðrómur um að rannsóknargögn gefi sterkar vísbendingar um að þar megi finna slíkar auðlindir. Svar ráðherrans er að það yrði ánægjulegt fyrir Ísland, og einnig ánægjulegt fyrir Noreg. Frétt Stavanger Aftenblad birtist undir fyrirsögninni „Hér er skálað fyrir stórum olíufundi". Svar jarðfræðingsins Terje Hagevangs, leitarstjóra Valiant, sem talinn er manna fróðastur um Drekasvæðið, gefur einnig til að kynna að hann telji líkur á „elefant". Hagevang segir í frétt blaðsins að svæðið lofi mjög góðu. „Hér sjáum við möguleika á stórfundi." Blaðið hefur eftir honum að bergmálsmælingar sýni skýr merki um mikið af kolvetnum undir hafsbotninum. Dæmið af 6,7% hlut Norsk Hydro í Ekofisk-svæðinu er stundum notað um þann gríðarlega hagnað sem risaolíulindir gefa af sér. Þessi litli hlutur er mesta gróðalind í sögu Norsk Hydro. Það er því ekki endilega greiðasemi við Íslendinga sem skýrir þá ákvörðun norskra stjórnvalda og ríkisolíufélagsins Petoro að nýta sér 25% þátttökurétt í vinnsluleyfum á Drekasvæðinu. Fjórðungshlutur í „elefant" er einfaldlega ávísun á mikil auðævi, og fílarnir gætu reynst fleiri en einn og fleiri en tveir. Enda sagði Ola Borten Moe í frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi: „Þetta lofar góður og felur í sér ágóðavon. Þetta gæti einnig orðið jákvæð verðmætasköpun fyrir Noreg."
Tengdar fréttir Vonast til að olíuframleiðslan hefjist eftir 7-8 ár Olíuframleiðsla á landgrunni Íslands gæti hafist eftir sjö til átta ár og fyrsti borpallurinn komið eftir þrjú til fjögur ár. Þetta segir forstjóri skoska olíufélagsins Faroe Petroleum, sem nú er orðinn rétthafi fyrsta olíuvinnsluleyfis í lögsögu Íslands. Olíumálaráðherra Noregs segir leyfisútgáfuna í dag sögulegan viðburð. Norski olíumálaráðherrann Ola Borten Moe mætti í Ráðherrabústaðinn klukkan níu í morgun ásamt fylgdarliði til fundar við Steingrím J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra og áttu fulltrúar ríkjanna klukkustundarlangan fund áður en kom að stóru stundinni. 4. janúar 2013 18:37 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
Vonast til að olíuframleiðslan hefjist eftir 7-8 ár Olíuframleiðsla á landgrunni Íslands gæti hafist eftir sjö til átta ár og fyrsti borpallurinn komið eftir þrjú til fjögur ár. Þetta segir forstjóri skoska olíufélagsins Faroe Petroleum, sem nú er orðinn rétthafi fyrsta olíuvinnsluleyfis í lögsögu Íslands. Olíumálaráðherra Noregs segir leyfisútgáfuna í dag sögulegan viðburð. Norski olíumálaráðherrann Ola Borten Moe mætti í Ráðherrabústaðinn klukkan níu í morgun ásamt fylgdarliði til fundar við Steingrím J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra og áttu fulltrúar ríkjanna klukkustundarlangan fund áður en kom að stóru stundinni. 4. janúar 2013 18:37