Er það von um "elefant" sem lokkar á Drekann? Kristján Már Unnarsson skrifar 5. janúar 2013 11:19 Ola Borten Moe í Ráðherrabústaðnum í gær. Mynd/Baldur Hrafnkell Jónsson. Olíumálaráðherra Noregs, Ola Borten Moe, er í viðtali við Aftenbladet í Stavanger spurður um hvort hann telji að „elefant" sé á Drekasvæðinu. Hugtakið „elefant", eða fíll, er það sem norski olíugeirinn notar um risalindir, eftir stærsta landdýri jarðar, en það eru olíusvæði eins og Ekofisk, Statfjord, Troll, Gullfaks og Mjallhvít. Hugtakið „flóðhestur" er svo notað um lindir af næstu stærð þar fyrir neðan. Blaðamaður Aftenbladet úr olíuborginni Stavanger, sem var í hópi þeirra sem fylgdu olíumálaráðherranum til Íslands, sá ástæðu til að spyrja hvort hann vonaðist eftir „elefant" á Drekanum, en lengi hefur verið orðrómur um að rannsóknargögn gefi sterkar vísbendingar um að þar megi finna slíkar auðlindir. Svar ráðherrans er að það yrði ánægjulegt fyrir Ísland, og einnig ánægjulegt fyrir Noreg. Frétt Stavanger Aftenblad birtist undir fyrirsögninni „Hér er skálað fyrir stórum olíufundi". Svar jarðfræðingsins Terje Hagevangs, leitarstjóra Valiant, sem talinn er manna fróðastur um Drekasvæðið, gefur einnig til að kynna að hann telji líkur á „elefant". Hagevang segir í frétt blaðsins að svæðið lofi mjög góðu. „Hér sjáum við möguleika á stórfundi." Blaðið hefur eftir honum að bergmálsmælingar sýni skýr merki um mikið af kolvetnum undir hafsbotninum. Dæmið af 6,7% hlut Norsk Hydro í Ekofisk-svæðinu er stundum notað um þann gríðarlega hagnað sem risaolíulindir gefa af sér. Þessi litli hlutur er mesta gróðalind í sögu Norsk Hydro. Það er því ekki endilega greiðasemi við Íslendinga sem skýrir þá ákvörðun norskra stjórnvalda og ríkisolíufélagsins Petoro að nýta sér 25% þátttökurétt í vinnsluleyfum á Drekasvæðinu. Fjórðungshlutur í „elefant" er einfaldlega ávísun á mikil auðævi, og fílarnir gætu reynst fleiri en einn og fleiri en tveir. Enda sagði Ola Borten Moe í frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi: „Þetta lofar góður og felur í sér ágóðavon. Þetta gæti einnig orðið jákvæð verðmætasköpun fyrir Noreg." Tengdar fréttir Vonast til að olíuframleiðslan hefjist eftir 7-8 ár Olíuframleiðsla á landgrunni Íslands gæti hafist eftir sjö til átta ár og fyrsti borpallurinn komið eftir þrjú til fjögur ár. Þetta segir forstjóri skoska olíufélagsins Faroe Petroleum, sem nú er orðinn rétthafi fyrsta olíuvinnsluleyfis í lögsögu Íslands. Olíumálaráðherra Noregs segir leyfisútgáfuna í dag sögulegan viðburð. Norski olíumálaráðherrann Ola Borten Moe mætti í Ráðherrabústaðinn klukkan níu í morgun ásamt fylgdarliði til fundar við Steingrím J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra og áttu fulltrúar ríkjanna klukkustundarlangan fund áður en kom að stóru stundinni. 4. janúar 2013 18:37 Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Olíumálaráðherra Noregs, Ola Borten Moe, er í viðtali við Aftenbladet í Stavanger spurður um hvort hann telji að „elefant" sé á Drekasvæðinu. Hugtakið „elefant", eða fíll, er það sem norski olíugeirinn notar um risalindir, eftir stærsta landdýri jarðar, en það eru olíusvæði eins og Ekofisk, Statfjord, Troll, Gullfaks og Mjallhvít. Hugtakið „flóðhestur" er svo notað um lindir af næstu stærð þar fyrir neðan. Blaðamaður Aftenbladet úr olíuborginni Stavanger, sem var í hópi þeirra sem fylgdu olíumálaráðherranum til Íslands, sá ástæðu til að spyrja hvort hann vonaðist eftir „elefant" á Drekanum, en lengi hefur verið orðrómur um að rannsóknargögn gefi sterkar vísbendingar um að þar megi finna slíkar auðlindir. Svar ráðherrans er að það yrði ánægjulegt fyrir Ísland, og einnig ánægjulegt fyrir Noreg. Frétt Stavanger Aftenblad birtist undir fyrirsögninni „Hér er skálað fyrir stórum olíufundi". Svar jarðfræðingsins Terje Hagevangs, leitarstjóra Valiant, sem talinn er manna fróðastur um Drekasvæðið, gefur einnig til að kynna að hann telji líkur á „elefant". Hagevang segir í frétt blaðsins að svæðið lofi mjög góðu. „Hér sjáum við möguleika á stórfundi." Blaðið hefur eftir honum að bergmálsmælingar sýni skýr merki um mikið af kolvetnum undir hafsbotninum. Dæmið af 6,7% hlut Norsk Hydro í Ekofisk-svæðinu er stundum notað um þann gríðarlega hagnað sem risaolíulindir gefa af sér. Þessi litli hlutur er mesta gróðalind í sögu Norsk Hydro. Það er því ekki endilega greiðasemi við Íslendinga sem skýrir þá ákvörðun norskra stjórnvalda og ríkisolíufélagsins Petoro að nýta sér 25% þátttökurétt í vinnsluleyfum á Drekasvæðinu. Fjórðungshlutur í „elefant" er einfaldlega ávísun á mikil auðævi, og fílarnir gætu reynst fleiri en einn og fleiri en tveir. Enda sagði Ola Borten Moe í frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi: „Þetta lofar góður og felur í sér ágóðavon. Þetta gæti einnig orðið jákvæð verðmætasköpun fyrir Noreg."
Tengdar fréttir Vonast til að olíuframleiðslan hefjist eftir 7-8 ár Olíuframleiðsla á landgrunni Íslands gæti hafist eftir sjö til átta ár og fyrsti borpallurinn komið eftir þrjú til fjögur ár. Þetta segir forstjóri skoska olíufélagsins Faroe Petroleum, sem nú er orðinn rétthafi fyrsta olíuvinnsluleyfis í lögsögu Íslands. Olíumálaráðherra Noregs segir leyfisútgáfuna í dag sögulegan viðburð. Norski olíumálaráðherrann Ola Borten Moe mætti í Ráðherrabústaðinn klukkan níu í morgun ásamt fylgdarliði til fundar við Steingrím J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra og áttu fulltrúar ríkjanna klukkustundarlangan fund áður en kom að stóru stundinni. 4. janúar 2013 18:37 Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Vonast til að olíuframleiðslan hefjist eftir 7-8 ár Olíuframleiðsla á landgrunni Íslands gæti hafist eftir sjö til átta ár og fyrsti borpallurinn komið eftir þrjú til fjögur ár. Þetta segir forstjóri skoska olíufélagsins Faroe Petroleum, sem nú er orðinn rétthafi fyrsta olíuvinnsluleyfis í lögsögu Íslands. Olíumálaráðherra Noregs segir leyfisútgáfuna í dag sögulegan viðburð. Norski olíumálaráðherrann Ola Borten Moe mætti í Ráðherrabústaðinn klukkan níu í morgun ásamt fylgdarliði til fundar við Steingrím J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra og áttu fulltrúar ríkjanna klukkustundarlangan fund áður en kom að stóru stundinni. 4. janúar 2013 18:37