Olíustarfsemin byrjar á morgun - borpallur 2017 Kristján Már Unnarsson skrifar 3. janúar 2013 18:42 Morgundagurinn markar upphafið að olíuævintýri Íslendinga, að mati leitarstjóra Valiant Petroleum, sem segir allar rannsóknir benda til þess að Íslendingar verði olíuþjóð. Hann telur að fyrsti borpallurinn komi á Jan Mayen-svæðið á árunum 2017 til 2018. Fáir þekkja Drekasvæðið betur en Norðmaðurinn Terje Hagevang. Hann mun stýra olíuleitinni fyrir hönd Valiant-hópsins og segir það stór tímamót þegar leyfin verða gefin út á morgun, rétt eins og upphafið á norska ævintýrinu. „Hann er mjög mikilvægur," segir Terje Hagevang um útgáfudaginn á morgun „..rétt eins og þegar olíustarfsemi hófst í Noregi 1965-66. Hún er hafin og á sér framtíð á sviði olíu- og gasvinnslu á íslensku hafsvæði. Það er ég sannfærður um. Þetta ræsir starfsemina." Fyrir fjórum árum opinberaði Hagevang það mat sitt að Jan Mayen-svæðið væru álíka auðugt og Noregshaf og hann segir nýjar rannsóknir hafa styrkt þá trú sína. „Þekking okkar byggð á endurvarpsmælingum og sýnum sýnir að aðstæður eru fyrir hendi fyrir olíu- og gasvinnslu og bergrannsóknir sýna virkt jarðolíukerfi þar. Allt er þar sem þarf til að finna olíu og gas." En hvenær telur hann að fyrsti borpallurinn komi á Jan Mayen-svæðið? „Árið 2017-18." -Eftir fimm sex ár? „Um það bil en kannski hefst borun ekki Íslandsmegin heldur Noregsmegin." -Hvers vegna, heldurðu? „Skattakerfið vegna olíuleitar er mun betra í Noregi," svarar Terje Hagevang. Viðtalið í heild sinni má sjá í Klinkinu. Tengdar fréttir Norski olíumálaráðherrann kemur vegna Drekaleyfanna Olíumálaráðherra Noregs kemur til Íslands í næstu viku, ásamt tíu manna sendinefnd, til að vera við athöfn þegar fyrstu olíuvinnsluleyfin í íslenskri lögsögu verða gefin út. Noregur er fimmta mesta olíuútflutningsríki jarðar, þar er olíuiðnaðurinn mikilvægasta atvinnugreinin, og embætti olíumálaráðherrans eitt það áhrifamesta í landinu. 28. desember 2012 18:44 Norðmenn gera Ísland að olíuríki með sögulegum sáttmála Noregur ætlar að gera Ísland að olíuríki. Íslendingum hjálpað til að verða ríkir. Svo segir í fyrirsögn í frétt á viðskiptasíðu Verdens gang, útbreiddasta blaðs Noregs, í dag í tilefni væntanlegrar undirritunar samnings þjóðanna í næstu viku um þátttöku Noregs í olíuleit í lögsögu Íslands. Samningnum er lýst sem sögulegum fyrir Noreg þar sem með honum muni norska ríkið í fyrsta sinn taka þátt í olíuleit utan eigin lögsögu. 28. desember 2012 22:41 Gleðitíðindi olíugeirans á nýju ári verða af Jan Mayen-svæðinu Norskir fjölmiðlar lýsa samningnum sem innsiglaður verður með Íslandsheimsókn olíumálaráðherra Noregs á morgun sem sögulegum viðburði. Einn kunnasti olíuráðgjafi Norðmanna spáir því í áramótapistli að ein gleðilegustu tíðindi olíugeirans á nýju ári verði af Jan Mayen-svæðinu. Olíu- og orkumálaráðherra Noregs, Ola Borten Moe, er væntanlegur til Íslands síðdegis á morgun til að vera við athöfn á Ráðherrabústaðnum á föstudag þegar fyrstu olíuleitarleyfin á Drekasvæðinu verða formlega undirrituð en bæði Stórþingið og ríkisstjórn Noregs samþykktu fyrir jól þátttöku ríkisolíufélagsins Petoro í verkefninu. 2. janúar 2013 18:45 Olíumálaráðherrann væntanlegur til landsins síðdegis Olíumálaráðherra Noregs, Ola Borten Moe, er væntanlegur til Íslands síðdegis til að vera við athöfn í Ráðherrabústaðnum á morgun, þegar tvö fyrstu olíusérleyfin á Drekasvæðinu verða undirrituð. 3. janúar 2013 12:53 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Innlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Fimm látnir og tvö hundruð særðir Erlent Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Erlent „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Erlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Fleiri fréttir Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sjá meira
Morgundagurinn markar upphafið að olíuævintýri Íslendinga, að mati leitarstjóra Valiant Petroleum, sem segir allar rannsóknir benda til þess að Íslendingar verði olíuþjóð. Hann telur að fyrsti borpallurinn komi á Jan Mayen-svæðið á árunum 2017 til 2018. Fáir þekkja Drekasvæðið betur en Norðmaðurinn Terje Hagevang. Hann mun stýra olíuleitinni fyrir hönd Valiant-hópsins og segir það stór tímamót þegar leyfin verða gefin út á morgun, rétt eins og upphafið á norska ævintýrinu. „Hann er mjög mikilvægur," segir Terje Hagevang um útgáfudaginn á morgun „..rétt eins og þegar olíustarfsemi hófst í Noregi 1965-66. Hún er hafin og á sér framtíð á sviði olíu- og gasvinnslu á íslensku hafsvæði. Það er ég sannfærður um. Þetta ræsir starfsemina." Fyrir fjórum árum opinberaði Hagevang það mat sitt að Jan Mayen-svæðið væru álíka auðugt og Noregshaf og hann segir nýjar rannsóknir hafa styrkt þá trú sína. „Þekking okkar byggð á endurvarpsmælingum og sýnum sýnir að aðstæður eru fyrir hendi fyrir olíu- og gasvinnslu og bergrannsóknir sýna virkt jarðolíukerfi þar. Allt er þar sem þarf til að finna olíu og gas." En hvenær telur hann að fyrsti borpallurinn komi á Jan Mayen-svæðið? „Árið 2017-18." -Eftir fimm sex ár? „Um það bil en kannski hefst borun ekki Íslandsmegin heldur Noregsmegin." -Hvers vegna, heldurðu? „Skattakerfið vegna olíuleitar er mun betra í Noregi," svarar Terje Hagevang. Viðtalið í heild sinni má sjá í Klinkinu.
Tengdar fréttir Norski olíumálaráðherrann kemur vegna Drekaleyfanna Olíumálaráðherra Noregs kemur til Íslands í næstu viku, ásamt tíu manna sendinefnd, til að vera við athöfn þegar fyrstu olíuvinnsluleyfin í íslenskri lögsögu verða gefin út. Noregur er fimmta mesta olíuútflutningsríki jarðar, þar er olíuiðnaðurinn mikilvægasta atvinnugreinin, og embætti olíumálaráðherrans eitt það áhrifamesta í landinu. 28. desember 2012 18:44 Norðmenn gera Ísland að olíuríki með sögulegum sáttmála Noregur ætlar að gera Ísland að olíuríki. Íslendingum hjálpað til að verða ríkir. Svo segir í fyrirsögn í frétt á viðskiptasíðu Verdens gang, útbreiddasta blaðs Noregs, í dag í tilefni væntanlegrar undirritunar samnings þjóðanna í næstu viku um þátttöku Noregs í olíuleit í lögsögu Íslands. Samningnum er lýst sem sögulegum fyrir Noreg þar sem með honum muni norska ríkið í fyrsta sinn taka þátt í olíuleit utan eigin lögsögu. 28. desember 2012 22:41 Gleðitíðindi olíugeirans á nýju ári verða af Jan Mayen-svæðinu Norskir fjölmiðlar lýsa samningnum sem innsiglaður verður með Íslandsheimsókn olíumálaráðherra Noregs á morgun sem sögulegum viðburði. Einn kunnasti olíuráðgjafi Norðmanna spáir því í áramótapistli að ein gleðilegustu tíðindi olíugeirans á nýju ári verði af Jan Mayen-svæðinu. Olíu- og orkumálaráðherra Noregs, Ola Borten Moe, er væntanlegur til Íslands síðdegis á morgun til að vera við athöfn á Ráðherrabústaðnum á föstudag þegar fyrstu olíuleitarleyfin á Drekasvæðinu verða formlega undirrituð en bæði Stórþingið og ríkisstjórn Noregs samþykktu fyrir jól þátttöku ríkisolíufélagsins Petoro í verkefninu. 2. janúar 2013 18:45 Olíumálaráðherrann væntanlegur til landsins síðdegis Olíumálaráðherra Noregs, Ola Borten Moe, er væntanlegur til Íslands síðdegis til að vera við athöfn í Ráðherrabústaðnum á morgun, þegar tvö fyrstu olíusérleyfin á Drekasvæðinu verða undirrituð. 3. janúar 2013 12:53 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Innlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Fimm látnir og tvö hundruð særðir Erlent Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Erlent „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Erlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Fleiri fréttir Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sjá meira
Norski olíumálaráðherrann kemur vegna Drekaleyfanna Olíumálaráðherra Noregs kemur til Íslands í næstu viku, ásamt tíu manna sendinefnd, til að vera við athöfn þegar fyrstu olíuvinnsluleyfin í íslenskri lögsögu verða gefin út. Noregur er fimmta mesta olíuútflutningsríki jarðar, þar er olíuiðnaðurinn mikilvægasta atvinnugreinin, og embætti olíumálaráðherrans eitt það áhrifamesta í landinu. 28. desember 2012 18:44
Norðmenn gera Ísland að olíuríki með sögulegum sáttmála Noregur ætlar að gera Ísland að olíuríki. Íslendingum hjálpað til að verða ríkir. Svo segir í fyrirsögn í frétt á viðskiptasíðu Verdens gang, útbreiddasta blaðs Noregs, í dag í tilefni væntanlegrar undirritunar samnings þjóðanna í næstu viku um þátttöku Noregs í olíuleit í lögsögu Íslands. Samningnum er lýst sem sögulegum fyrir Noreg þar sem með honum muni norska ríkið í fyrsta sinn taka þátt í olíuleit utan eigin lögsögu. 28. desember 2012 22:41
Gleðitíðindi olíugeirans á nýju ári verða af Jan Mayen-svæðinu Norskir fjölmiðlar lýsa samningnum sem innsiglaður verður með Íslandsheimsókn olíumálaráðherra Noregs á morgun sem sögulegum viðburði. Einn kunnasti olíuráðgjafi Norðmanna spáir því í áramótapistli að ein gleðilegustu tíðindi olíugeirans á nýju ári verði af Jan Mayen-svæðinu. Olíu- og orkumálaráðherra Noregs, Ola Borten Moe, er væntanlegur til Íslands síðdegis á morgun til að vera við athöfn á Ráðherrabústaðnum á föstudag þegar fyrstu olíuleitarleyfin á Drekasvæðinu verða formlega undirrituð en bæði Stórþingið og ríkisstjórn Noregs samþykktu fyrir jól þátttöku ríkisolíufélagsins Petoro í verkefninu. 2. janúar 2013 18:45
Olíumálaráðherrann væntanlegur til landsins síðdegis Olíumálaráðherra Noregs, Ola Borten Moe, er væntanlegur til Íslands síðdegis til að vera við athöfn í Ráðherrabústaðnum á morgun, þegar tvö fyrstu olíusérleyfin á Drekasvæðinu verða undirrituð. 3. janúar 2013 12:53