Innlent

Björt framtíð sækir í sig veðrið

BBI skrifar
Vinstri grænir hafa ekki verið minni í tæp tíu ár ef miðað er við nýjan þjóðarpúls Gallup. Flokkurinn mælist með 9,1 % fylgi og næði því einungis sex mönnum inn á þing en tapar átta þingmönnum frá síðustu kosningum.

Samtals tapa stjórnarflokkarnir fimmtán þingmönnum, því Samfylkingin mælist aðeins með 19,1% og tapar þar með sjö þingmönnum. Samfylkingin myndi aðeins ná þrettán mönnum inn á þing.

Það er hins vegar stjórnmálaaflið Björt Framtíð sem sækir í sig veðrið samkvæmt könnuninni. Flokkurinn mælist með 12,3% fylgi og næði því níu mönnum inn á þing. Fyrir einum mánuði mældist flokkurinn aðeins með um 8% fylgi.

Samkvæmt könuninni á Sjálfstæðisflokkurinn mestu gengi að fanga því hann mælist með 36,3% fylgi og næði 26 mönnum inn á þing.

Þetta kemur fram í frétt Ríkisútvarpsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×