Gleðitíðindi olíugeirans á nýju ári verða af Jan Mayen-svæðinu Kristján Már Unnarsson skrifar 2. janúar 2013 18:45 Norskir fjölmiðlar lýsa samningnum sem innsiglaður verður með Íslandsheimsókn olíumálaráðherra Noregs á morgun sem sögulegum viðburði. Einn kunnasti olíuráðgjafi Norðmanna spáir því í áramótapistli að ein gleðilegustu tíðindi olíugeirans á nýju ári verði af Jan Mayen-svæðinu. Olíu- og orkumálaráðherra Noregs, Ola Borten Moe, er væntanlegur til Íslands síðdegis á morgun til að vera við athöfn í Ráðherrabústaðnum á föstudag þegar fyrstu olíuleitarleyfin á Drekasvæðinu verða formlega undirrituð en bæði Stórþingið og ríkisstjórn Noregs samþykktu fyrir jól þátttöku ríkisolíufélagsins Petoro í verkefninu. Í Noregi hefur þessi aðild norska ríkisins og Íslandsferð olíumálaráðherrans þegar vakið athygli þarlendra fjölmiðla. Stærsta dagblaðið, Verdens Gang, sagði í fyrirsögn, undir mynd af ráðherranum á borpalli, að Noregur ætlaði að gera Ísland að olíuríki. Íslandi yrði hjálpað til að verða ríkt. Norskir fjölmiðlar lýsa þessu sem sögulegum olíusamningi við Ísland, með honum muni norska ríkið í fyrsta sinn taka þátt í olíuleit utan eigin lögsögu. Einn helsti ráðgjafi og dálkahöfundur Noregs um olíugeirann, Hans Henrik Ramm, spáir því í áramótapistli, undir fyrirsögninni „Sjaldan leiðinlegur dagur í olíugeiranum", að meðal gleðilegustu tíðinda á nýju ári verði áætlun Olíustofnunar Noregs um verðmæti olíu- og gaslinda á Jan Mayen-svæðinu. Þótt sú áætlun verði háð mikilli óvissu verði engu að síður mjög spennandi að sjá á hvaða bili það auðlindamat muni liggja. Þá segir Hans Henrik Ramm að norska ríkisstjórnin muni leggja frumvarp fyrir Stórþingið í vor um að Norðmenn opni fyrir olíuleit á sínum hluta Jan Mayen-svæðisins og spáir því að það verði samþykkt með miklum meirihluta. Hann telur þó að olíufélög muni fara rólega af stað og að þau muni fyrst vilja sjá hvað gerist í leitinni Íslandsmegin. Íslensku sérleyfin verði staðfest í byrjun ársins og síðan muni taka tíma að koma hljóðbylgjumælingum þar af stað. Ramm hefur gegnt stöðu aðstoðarolíumálaráðherra Noregs, setið í borgarstjórn Oslóar og á Stórþinginu sem varaþingmaður, og verið pólitískur ráðgjafi fjármálaráðuneytis Noregs í olíumálum. Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Norskir fjölmiðlar lýsa samningnum sem innsiglaður verður með Íslandsheimsókn olíumálaráðherra Noregs á morgun sem sögulegum viðburði. Einn kunnasti olíuráðgjafi Norðmanna spáir því í áramótapistli að ein gleðilegustu tíðindi olíugeirans á nýju ári verði af Jan Mayen-svæðinu. Olíu- og orkumálaráðherra Noregs, Ola Borten Moe, er væntanlegur til Íslands síðdegis á morgun til að vera við athöfn í Ráðherrabústaðnum á föstudag þegar fyrstu olíuleitarleyfin á Drekasvæðinu verða formlega undirrituð en bæði Stórþingið og ríkisstjórn Noregs samþykktu fyrir jól þátttöku ríkisolíufélagsins Petoro í verkefninu. Í Noregi hefur þessi aðild norska ríkisins og Íslandsferð olíumálaráðherrans þegar vakið athygli þarlendra fjölmiðla. Stærsta dagblaðið, Verdens Gang, sagði í fyrirsögn, undir mynd af ráðherranum á borpalli, að Noregur ætlaði að gera Ísland að olíuríki. Íslandi yrði hjálpað til að verða ríkt. Norskir fjölmiðlar lýsa þessu sem sögulegum olíusamningi við Ísland, með honum muni norska ríkið í fyrsta sinn taka þátt í olíuleit utan eigin lögsögu. Einn helsti ráðgjafi og dálkahöfundur Noregs um olíugeirann, Hans Henrik Ramm, spáir því í áramótapistli, undir fyrirsögninni „Sjaldan leiðinlegur dagur í olíugeiranum", að meðal gleðilegustu tíðinda á nýju ári verði áætlun Olíustofnunar Noregs um verðmæti olíu- og gaslinda á Jan Mayen-svæðinu. Þótt sú áætlun verði háð mikilli óvissu verði engu að síður mjög spennandi að sjá á hvaða bili það auðlindamat muni liggja. Þá segir Hans Henrik Ramm að norska ríkisstjórnin muni leggja frumvarp fyrir Stórþingið í vor um að Norðmenn opni fyrir olíuleit á sínum hluta Jan Mayen-svæðisins og spáir því að það verði samþykkt með miklum meirihluta. Hann telur þó að olíufélög muni fara rólega af stað og að þau muni fyrst vilja sjá hvað gerist í leitinni Íslandsmegin. Íslensku sérleyfin verði staðfest í byrjun ársins og síðan muni taka tíma að koma hljóðbylgjumælingum þar af stað. Ramm hefur gegnt stöðu aðstoðarolíumálaráðherra Noregs, setið í borgarstjórn Oslóar og á Stórþinginu sem varaþingmaður, og verið pólitískur ráðgjafi fjármálaráðuneytis Noregs í olíumálum.
Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira