Innlent

Matthías Máni enn í einangrun - verður kærður fyrir vopnalagabrot og þjófnað

Margrét Frímannsdóttir, forstöðumaður Litla Hrauns, vill ekki segja til um það hvort að hann hafi fengið að hitta ættingja sína yfir hátíðarnar. „Það get ég ekki gefið upp," sagði hún í samtali við fréttastofu í dag.
Margrét Frímannsdóttir, forstöðumaður Litla Hrauns, vill ekki segja til um það hvort að hann hafi fengið að hitta ættingja sína yfir hátíðarnar. „Það get ég ekki gefið upp," sagði hún í samtali við fréttastofu í dag.
Matthías Máni Erlingsson, sem strauk af Litla Hrauni um miðjan síðasta mánuð, situr enn í einangrun og verður í fimm daga í viðbót. Hann gaf sig fram við lögreglu á aðfangadag eftir að hafa verið á flótta í um viku.

Margrét Frímannsdóttir, forstöðumaður Litla Hrauns, vill ekki segja til um það hvort að hann hafi fengið að hitta ættingja sína yfir hátíðarnar. „Það get ég ekki gefið upp," sagði hún í samtali við fréttastofu í dag.

Matthías Máni var úrskurðaður í tveggja vikna einangrun á Litla Hrauni en hann var yfirheyrður á milli jóla og nýárs. Þar lýsti hann því hvernig hann fór um Suðurlandið, meðal annars á fjórhjóli.

Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Selfossi, segir að hann megi eiga von á því að verða kærður fyrir nokkur brot. „Það eru þá innbrotin í sumarbústaðina, nytjastuldur á fjórhjólinu, sem og eignaspjöll og vopnalagabrot," segir hann.

Rannsókn lögreglu er nánast lokið og verður málið sent til Ríkissaksóknara sem tekur ákvörðun um það hvort að gefin verði út ákæra.

„Við erum að fara í gegnum þetta og leggja mat á tjónið," segir hann að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×