Armstrong: Ferillinn minn var ein stór lygi 18. janúar 2013 09:27 Armstrong einbeittur í viðtalinu hjá Oprah. vísir/getty Það var mikið áhorf á þátt Oprah Winfrey í nótt er hjólreiðakappinn Lance Armstrong var í viðtali hjá henni og játaði ólöglega lyfjanotkun í fyrsta skipti. Armstrong sagði að ferill sinn væri ein stór lygi. Hann hefði verið á ólöglegum lyfjum í öll skiptin er hann vann Tour de France. Armstrong viðurkenndi að hafa byrjað að nota ólögleg efni í kringum 1995. Hann vildi ekki viðurkenna að skipulögð lyfjanotkun liðsins sem hann keppti með væri sú fullkomnasta frá upphafi en sagði þó að hún væri mjög slæm. Þó ekki eins slæm og hjá Austur-Þýskalandi og Sovétríkjunum á sínum tíma. Þessi fallna hetja viðurkenndi einnig að hafa lagt aðra félaga sína í einelti en hefði þó aldrei hótað að reka neinn úr liðinu ef hann vildi ekki nota ólögleg efni. Armstrong virkaði stressaður framan af viðtalinu en róaðist síðan og svaraði öllum spurningum af yfirvegun. Hann sagðist hafa litið á notkun þessara lyfja á eins sjálfsagðan hátt og að hafa loft í dekkjunum og vatn í brúsanum. Hann vildi þó ekki nafngreina aðra sem notuðu ólögleg lyf. Þó svo Armstrong hafi axlað fulla ábyrgð á lyfjanotkun sinni þá hélt hann því fram að hún hefði verið nauðsynleg svo hann gæti keppt á jafnréttisgrundvelli við aðra. Það væru allir á lyfjum. Hann átti endurkomu árið 2009 og 2010 og segist hafa keppt án allra lyfja á þeim tíma.Nokkrar lykilsetningar frá Armstrong í viðtalinu: - "Af hverju núna? Það er eðlileg spurning. Ég á ekki frábært svar. Ég er að stíga allt of seint fram." - "Ég lít á ferilinn minn sem eina stóra lygi. Ég veit hver sannleikurinn er og hann er ekki í takti við það sem ég hélt áður fram." - "Þessi saga var fullkomin svo lengi. Maður kemst yfir veikleikann og vinnur Tour de France sjö sinnum. Mín saga var goðsagnakennd og fullkomin. Hún var ekki sönn." - "Það er ekki satt að ég hafi notað lyf árið 2009. Ég notaði síðast ólögleg efni árið 2005." - "Ég á þetta skilið. Ég lít ekki í kringum mig og segi Oprah, það er verið að fara virkilega illa með mig hérna. Mér fannst það vera þannig áður. Það er aftur á móti liðin tíð." - "Skilgreiningin á svindli er að gera eitthvað til að ná forskoti á andstæðinginn. Ég leit ekki þannig á mína lyfjanotkun. Hún var til þess að geta keppt á jafnréttisgrundvelli." - "Ég fann ekki upp þennan lyfjakúltúr í hjólreiðum en ég gerði ekkert til þess að stöðva hann heldur. Þar liggja mín mistök." - "Ég sé eftir því að hafa komið aftur í íþróttina. Ég sæti ekki hér ef ég hefði sleppt því." Erlendar Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Hætt eftir drónaskandalinn Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Sjá meira
Það var mikið áhorf á þátt Oprah Winfrey í nótt er hjólreiðakappinn Lance Armstrong var í viðtali hjá henni og játaði ólöglega lyfjanotkun í fyrsta skipti. Armstrong sagði að ferill sinn væri ein stór lygi. Hann hefði verið á ólöglegum lyfjum í öll skiptin er hann vann Tour de France. Armstrong viðurkenndi að hafa byrjað að nota ólögleg efni í kringum 1995. Hann vildi ekki viðurkenna að skipulögð lyfjanotkun liðsins sem hann keppti með væri sú fullkomnasta frá upphafi en sagði þó að hún væri mjög slæm. Þó ekki eins slæm og hjá Austur-Þýskalandi og Sovétríkjunum á sínum tíma. Þessi fallna hetja viðurkenndi einnig að hafa lagt aðra félaga sína í einelti en hefði þó aldrei hótað að reka neinn úr liðinu ef hann vildi ekki nota ólögleg efni. Armstrong virkaði stressaður framan af viðtalinu en róaðist síðan og svaraði öllum spurningum af yfirvegun. Hann sagðist hafa litið á notkun þessara lyfja á eins sjálfsagðan hátt og að hafa loft í dekkjunum og vatn í brúsanum. Hann vildi þó ekki nafngreina aðra sem notuðu ólögleg lyf. Þó svo Armstrong hafi axlað fulla ábyrgð á lyfjanotkun sinni þá hélt hann því fram að hún hefði verið nauðsynleg svo hann gæti keppt á jafnréttisgrundvelli við aðra. Það væru allir á lyfjum. Hann átti endurkomu árið 2009 og 2010 og segist hafa keppt án allra lyfja á þeim tíma.Nokkrar lykilsetningar frá Armstrong í viðtalinu: - "Af hverju núna? Það er eðlileg spurning. Ég á ekki frábært svar. Ég er að stíga allt of seint fram." - "Ég lít á ferilinn minn sem eina stóra lygi. Ég veit hver sannleikurinn er og hann er ekki í takti við það sem ég hélt áður fram." - "Þessi saga var fullkomin svo lengi. Maður kemst yfir veikleikann og vinnur Tour de France sjö sinnum. Mín saga var goðsagnakennd og fullkomin. Hún var ekki sönn." - "Það er ekki satt að ég hafi notað lyf árið 2009. Ég notaði síðast ólögleg efni árið 2005." - "Ég á þetta skilið. Ég lít ekki í kringum mig og segi Oprah, það er verið að fara virkilega illa með mig hérna. Mér fannst það vera þannig áður. Það er aftur á móti liðin tíð." - "Skilgreiningin á svindli er að gera eitthvað til að ná forskoti á andstæðinginn. Ég leit ekki þannig á mína lyfjanotkun. Hún var til þess að geta keppt á jafnréttisgrundvelli." - "Ég fann ekki upp þennan lyfjakúltúr í hjólreiðum en ég gerði ekkert til þess að stöðva hann heldur. Þar liggja mín mistök." - "Ég sé eftir því að hafa komið aftur í íþróttina. Ég sæti ekki hér ef ég hefði sleppt því."
Erlendar Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Hætt eftir drónaskandalinn Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Sjá meira