Viðskipti innlent

Veiking krónunnar þrátt fyrir höft „alvarleg“

Magnús Halldórsson skrifar
Haraldur Flosi Tryggvason.
Haraldur Flosi Tryggvason.
Miklir hagsmunir eru undir ef krónan heldur áfram að veikjast, eins og hún hefur gert að undanförnu. Stjórnarformaður Orkuveitunnar segir afar óheppilegt að búa við þann óstöðugleika sem einkennir gjaldeyrismarkað hér, þrátt fyrir höft, en Orkuveitan er eitt þeirra fyrirtækja sem á mikið undir því að krónan veikist ekki, vegna mikilla skulda í erlendri mynt.

Á síðustu vikum hefur gengi íslensku krónunnar verið að veikjast jafnt og þétt. Eins og fréttastofa hefur greint frá, veiktist gengið sérstaklega milli jóla og nýárs, eða um tæplega þrjú prósent á fimm viðskiptadögum. Seðlabankinn vann gegn veikingunni með inngripum upp á sex milljónir evra, eða ríflega milljarð króna.

Þrátt fyrir inngrip seðlabankans á Gamlársdag, þá hefur gengi krónunnar gagnvart evru haldist áfram að veikjast og, en samkvæmt opinberu gengi Seðlabanka Íslands er nú hægt að fá 171,4 krónur fyrir hverja evru. Um mitt síðasta ár var hægt að fá 157 krónur fyrir hverja evru.

Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður Orkuveitunnar, segir það vera alvarlegt mál hver mikill óstöðugleiki er á gjaldeyrismarkaði þrátt fyrir höftin, en Orkuveitan á mikla hagsmuni af því að krónan styrkist, en skuldir fyrirtækisins í erlentum myntum, hækka um milljarða í krónum talið fyrir hvert prósentustig sem krónan fellur í verði, en tekjur fyrirtækisins eru að mestu í krónum.

„Það er almennt talað, mjög óheppilegt fyrir fyrirtæki eins og Orkuveituna að búa við jafn mikinn óstöðugleika á gjaldeyrismarkaði og er á Íslandi, og það er slæmt að vera með þannig gjaldmiðilinn að hann sveiflast mikið, og það á við um öll fyrirtæki held ég [...] Ef að krónan veikist, þá hækka skuldir Orkuveitunnar í krónum, og fyrirtækið má síst við því."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×