NFL: Ótrúlegur sigur Baltimore í Denver | Kaepernick kláraði Packers Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. janúar 2013 11:38 Ray Lewis og Peyton Manning heilsast eftir leikinn í nótt. Mynd/AP Baltimore Ravens og San Francisco 49ers tryggðu sér í nótt sæti í undanúrslitum úrslitakeppni NFL-deildarinnar vestanhafs en tveir magnaðir leikir voru á dagskrá í nótt. Baltimore hafði afar óvænt betur gegn Denver Broncos, 38-35, í tvíframlengdum leik. Denver hafði unnið ellefu leiki í röð og náði besta árangri allra liða í deildakeppninni í vetur. Veðurfarið gerði leikmönnum einnig erfitt fyrir en tólf gráðu frost var á meðan leikurinn fór fram. Varnarmaðurinn Ray Lewis spilar því að minnsta kosti einn leik í viðbót en hann tilkynnti fyrir nokkru að hann myndi hætta eftir tímabilið eftir sautján ára feril með Baltimore Ravens. Allt stefndi í sigur Denver, meira að segja þegar að Baltimore fékk boltann þegar rúm mínúta var til leiksloka. En leikstjórnandinn Joe Flacco átti ótrúlega sendingu á Jacoby Jones sem skoraði 70 jarda snertimark þegar hálf mínúta var eftir af venjulegum leiktíma. Staðan var þá 35-35 og þurfti að framlengja leikinn. Hvorugt lið skoraði í fyrstu framlengingunni en Baltimore fékk boltann á góðum stað í lokin þegar varnarmaðurinn Corey Graham komst inn í sendingu Peyton Manning, hins magnaða leikstjórnanda Denver. Baltimore náði sér að koma í góða stöðu fyrir sparkarann Justin Tucker sem tryggði sínum mönnum sigurinn með vallarmarki snemma í síðari framlengingunni. Baltimore mun nú mæta sigurvegaranum úr leik New England Patriots og Houston Texans í kvöld í úrslitum Ameríkudeildarinnar um næstu helgi.Í síðari leik kvöldsins sýndi hinn ungi Colin Kapernick, leikstjórnandi San Francisco, að hann er einn besti leikmaður deildarinnar í þessari krefjandi leikstöðu. Kaepernick átti hreint magnaðan leik í sigri San Francisco á Green Bay Packers, 45-31. Hann hljóp sjálfur með boltann 181 jarda og er það met hjá leikstjórnanda í NFL-deildinni. Aldrei áður hefur leikstjórnandi hlaupið jafn mikið með boltann og Kaepernick gerði það í sínum fyrsta leik í úrslitakeppni. Hann skoraði sjálfur tvö snertimörk og gaf svo tvær snertimarkssendingar þar að auki. Hann kastaði boltanum samtals 263 jarda í leiknum og átti sterk vörn Green Bay-liðsins einfaldlega engin svör gegn magnaðri frammistöðu Kaepernick. Seattle og Atlanta mætast svo í kvöld og mætir sigurvegarnum úr þeim leik liði San Francisco í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar um næstu helgi.Leiki kvöldsins má sjá á ESPN America (rás 43 á fjölvarpinu): 18.00 Atlanta - Seattle 21.30 New England - HoustonUpphitun hefst á ESPN America klukkan 15.00. NFL Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira
Baltimore Ravens og San Francisco 49ers tryggðu sér í nótt sæti í undanúrslitum úrslitakeppni NFL-deildarinnar vestanhafs en tveir magnaðir leikir voru á dagskrá í nótt. Baltimore hafði afar óvænt betur gegn Denver Broncos, 38-35, í tvíframlengdum leik. Denver hafði unnið ellefu leiki í röð og náði besta árangri allra liða í deildakeppninni í vetur. Veðurfarið gerði leikmönnum einnig erfitt fyrir en tólf gráðu frost var á meðan leikurinn fór fram. Varnarmaðurinn Ray Lewis spilar því að minnsta kosti einn leik í viðbót en hann tilkynnti fyrir nokkru að hann myndi hætta eftir tímabilið eftir sautján ára feril með Baltimore Ravens. Allt stefndi í sigur Denver, meira að segja þegar að Baltimore fékk boltann þegar rúm mínúta var til leiksloka. En leikstjórnandinn Joe Flacco átti ótrúlega sendingu á Jacoby Jones sem skoraði 70 jarda snertimark þegar hálf mínúta var eftir af venjulegum leiktíma. Staðan var þá 35-35 og þurfti að framlengja leikinn. Hvorugt lið skoraði í fyrstu framlengingunni en Baltimore fékk boltann á góðum stað í lokin þegar varnarmaðurinn Corey Graham komst inn í sendingu Peyton Manning, hins magnaða leikstjórnanda Denver. Baltimore náði sér að koma í góða stöðu fyrir sparkarann Justin Tucker sem tryggði sínum mönnum sigurinn með vallarmarki snemma í síðari framlengingunni. Baltimore mun nú mæta sigurvegaranum úr leik New England Patriots og Houston Texans í kvöld í úrslitum Ameríkudeildarinnar um næstu helgi.Í síðari leik kvöldsins sýndi hinn ungi Colin Kapernick, leikstjórnandi San Francisco, að hann er einn besti leikmaður deildarinnar í þessari krefjandi leikstöðu. Kaepernick átti hreint magnaðan leik í sigri San Francisco á Green Bay Packers, 45-31. Hann hljóp sjálfur með boltann 181 jarda og er það met hjá leikstjórnanda í NFL-deildinni. Aldrei áður hefur leikstjórnandi hlaupið jafn mikið með boltann og Kaepernick gerði það í sínum fyrsta leik í úrslitakeppni. Hann skoraði sjálfur tvö snertimörk og gaf svo tvær snertimarkssendingar þar að auki. Hann kastaði boltanum samtals 263 jarda í leiknum og átti sterk vörn Green Bay-liðsins einfaldlega engin svör gegn magnaðri frammistöðu Kaepernick. Seattle og Atlanta mætast svo í kvöld og mætir sigurvegarnum úr þeim leik liði San Francisco í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar um næstu helgi.Leiki kvöldsins má sjá á ESPN America (rás 43 á fjölvarpinu): 18.00 Atlanta - Seattle 21.30 New England - HoustonUpphitun hefst á ESPN America klukkan 15.00.
NFL Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira