Innlent

"Við höldum veislu“

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Össur Skarphéðinsson og Tim Ward á blaðamannafundi í dag.
Össur Skarphéðinsson og Tim Ward á blaðamannafundi í dag. Mynd/ GVA.
„Við höldum veislu, sagði Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra þegar hann var spurður að því hvað tæki við núna hjá Íslendingum eftir að niðurstaða lá fyrir í Icesave- málinu. Ísland vann fullnaðarsigur í málinu og ekki tekið tillit til krafna ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, Breta og Hollendinga. Dómurinn er endanlegur

„Ég vona að þeir sendi mér heillaóskaskeyti," sagði Össur, þegar hann var spurður að því hvernig hann byggist við því að brugðist yrði við. Hann þakkaði Tim Ward aðalmálflytjanda Íslands og lögfræðiteyminu. Hann þakkaði líka þeim grasrótarsamtökum sem höfðu unnið að málinu.

"„Það sem kemur verulega á óvart í þessari niðurstöðu, fyrir utan það að Ísland er algjörlega sýknað, þá þurfum við ekki að borga þessu herramanni [Tim Ward, aðalsamningamaður Íslands, innsk.blm.] heldur ESA. Það undirstrikar hversu algjör sigur okkar er,“ sagði Össur.

Þá minnti Össur á að staða þrotabúsins væri sterk. „Allt sem við sögðum um styrk og getu þrotabúsins, það stóðst," sagði Össur Skarphéðinsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×