Erlent

Bjargvættur Star Trek leikstýrir næstu Star Wars mynd

Abrams tekur við Emmy-verðlaunum fyrir sjónvarpsþættina Lost.
Abrams tekur við Emmy-verðlaunum fyrir sjónvarpsþættina Lost. Nordicphotos/Getty
Bandaríkjamaðurinn J.J. Abrams mun leikstýra næstu Star Wars myndinni. Myndin verður sú sjöunda í röðinni.

Tilkynnt var um ákvörðunina í gær og virðast aðdáendur Star Wars taka fregnunum afar vel. Abrams hlaut mikið lof fyrir elleftu Star Trek myndina árið 2009 sem byggð var á samnefndum sjónvarpsþáttum. Myndin þótti gefa Star Trek löngu tilkominn byr undir báða vængi eftir langa lægð.

Abrams er 46 ára og hefur getið sér gott orð fyrir handritsgerð, leik, leikstjórn og framleiðslu. Hann skrifaði handritið að sjónvarpsþáttunum Alias og Lost, leikstýrði kvikmyndum á borð við Mission Impossible III og Super 8 auk þess að framleiað Cloverfield og Morning Glory.

Reiknað er með því að nýjasta Star Wars myndin verði frumsýnd árið 2015. Nánari fréttir um ráðningu Abrams og viðbrögð má finna á fréttavef Reuters.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×