Menning

Star Trek-leikstjóri tekur við Star Wars

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Leikstjórinn J. J. Abrams verður áfram í geimnum.
Leikstjórinn J. J. Abrams verður áfram í geimnum. Mynd/Getty
Nú er það komið á hreint að það er leikstjórinn J. J. Abrams sem mun stýra sjöundu kvikmyndinni í Stjörnustríðsbálknum víðfræga.

Á dögunum seldi George Lucas fyrirtæki sitt, Lucasfilm, til Disney-samsteypunnar en kaupunum fylgdi hinn eftirsótti kvikmyndaréttur Star Wars. Hyggst Disney framleiða nýja Stjörnustríðsmynd með reglulegu millibili héðan í frá, og er mynd Abrams væntanleg í kvikmyndahús árið 2015.

Leikstjórinn er geimnum kunnugur, enda lauk hann nýverið við gerð myndarinnar Star Trek Into Darkness, og verður hann fyrir vikið fyrsti leikstjórinn til þess að gera bæði myndir í Star Wars- og Star Trek-seríunum.

Enn er allt á huldu varðandi leikhóp nýju Stjörnustríðsmyndarinnar, en flestir sem léku í upprunalegu trílógíu George Lucas eru komnir vel á aldur og þykir því ólíklegt að þeir muni endurtaka leikinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×