Tíska og hönnun

Grísk rómantík hjá Chanel

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Hátískulína Chanel fyrir vor – og sumar '13 var sýnd í París í gær. Karl Lagerfeld, yfirhönnuður Chanel til þrjátíu ára, sagði að innblásturinn af línunni hafi komið til hans í draumi, og eigi að vera einhverskonar ,,grískt leikrit í rómantískum skógi", eins og hann orðaði það. Klassíska Chanel dragtin var að sjálfsögðu á sínum stað í fallegum ljósum litum, sem og litli svarti kjólinn sem fylgt hefur tískuhúsinu frá upphafi.

Síðkjólarnir í línunni voru bróderaðir með blómum, en flíkurnar eru allar handgerðar og Lagerfeld hafði sérstakt orð á því að það tæki um tvö þúsund klukkutíma að búa til einn slíkan kjól. Fatnaðurinn var svo paraður við lærishá blúndustígvél. Við skulum skoða afraksturinn.

Chanel.com


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.