Dularfulla ljósmyndin á sér eðlilega skýringu Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 22. janúar 2013 20:00 Ljósmyndin dularfulla. Á innfelldu myndinni er Bjarni Matthías Sigurðsson nokkrum árum áður en hann hvarf. Mynd/Jón Haukur Jóelsson „Þessi ljósmynd á sér mjög einfalda skýringu og stutta svarið er að maðurinn á myndinni stendur í sól en kletturinn fyrir aftan hann er í skugga," segir ljósmyndarinn Lárus Sigurðarson um ljósmyndina sem tekin var af dularfullum manni fyrir framan bergvegg í námunda við Vatnshelli á Snæfellsnesi. Ljósmyndin var tekin af Jóni Hauki Jóelssyni, en hann var á ferðalagi um Snæfellsnes ásamt vini sínum þegar hann tók mynd af holu í klettavegg við fyrrnefndan helli. Þegar heim var komið og ljósmyndin skoðuð sást glögglega mannvera í forgrunni myndarinnar sem Jón Haukur kannaðist ekki við, en hann ræddi við Vísi í gær. "Ég þekki engan mann með þessa holningu, og allra síst hef ég tekið mynd af manni sem lítur svona út," segir Jón Haukur og þvertekur fyrir að um sjálfan sig eða ferðafélagann sé að ræða. Mikið hefur verið rætt um ljósmyndina í tengslum við sýningu þáttarins Mannshvörf á Stöð 2 í fyrrakvöld, þar sem hvarf hins 79 ára gamla Bjarna Matthíasar Sigurðssonar var til umfjöllunar. Hann fór í berjamó á Snæfellsnesi sumarið 1974 og síðan hefur ekkert til hans spurst. Ljósmyndarinn Lárus segir að jafnvel atvinnumannamyndavélar ráði stundum ekki við jafn mikið bil á birtu og sést á ljósmyndinni og því virðist klettaveggurinn rétt lýstur en maðurinn yfirlýstur, sem gerir það að verkum að hann virðist „glóa". „Að mínu mati er það engin spurning að þetta er ósköp hefðbundin ljósmynd af manni sem stóð þarna á þeim tíma sem myndin var tekin, en auðvitað vil ég ekki fullyrða hundrað prósent um það hvernig hún var tekin, án þess að hafa verið á staðnum sjálfur. En þetta er þó mitt álit og ég er ekki í nokkrum vafa um að maðurinn á ljósmyndinni er raunverulegur." Lárus tók tvær ljósmyndir til að sýna fram á það hvernig sjálfvirkar myndavélar geta hegðað sér, að því virðist, handahófskennt. Sjónarhornið er það sama, sem og ljósopið, en myndirnar eru teknar á mislöngum tíma.Ljósmyndarinn tók tvær myndir frá sama sjónarhorni til útskýringar.Mynd/Lárus SigurðarsonMyndvinnslumaðurinn Hallmar Þorvaldsson var einnig spurður álits, og segist hann í fljótu bragði ekki sjá að fiktað hafi verið í ljósmyndinni í myndvinnsluforriti. Líkt og Lárus, telur hann að um ósköp venjulega yfirlýsta mynd sé að ræða. Magnús Skarphéðinsson, formaður Sálarrannsóknarfélags Reykjavíkur, vildi ekki afskrifa þann möguleika að ljósmyndin væri af raunverulegri afturgöngu og vildi ræða nánar við Jón. „Ég er þeirrar náttúru gerður að ég trúi yfirleitt frásögnum fólks, og ég starfa við að safna dulrænum reynslusögum. Ég trúi Jóni Jóelssyni, en ég þyrfti að ræða betur við hann til þess að útiloka nokkra möguleika." Tengdar fréttir Dularfull ljósmynd vekur upp spurningar um mannshvarf Hann rifjaðist upp fyrir mér þessi löngu týndi maður sem aldrei fannst, segir Jón Haukur Jóelsson, sem rakst á dularfulla ljósmynd þegar hann kom heim úr ferðalagi um Snæfellsnesið í fyrra. 21. janúar 2013 16:55 "Það er eitthvað við myndina sem minnir mig á afa" Auðvitað bregður manni að sjá svona mynd, ég viðurkenni það alveg, segir Kristín Þórðardóttir, barnabarn Bjarna Matthíasar Sigurðssonar sem hvarf á Snæfellsnesi árið 1974. Fjallað var um hvarf hans í þættinum Mannshvörf á Íslandi á Stöð 2 í gær. 21. janúar 2013 19:27 Dularfulla ljósmyndin: Magnús trúir Jóni "Ef það er öruggt mál að enginn gekk fyrir myndavélina þá er þetta yfirnáttúrlegt mál, alveg klárlega,“ segir Magnús Skarphéðinsson, formaður Sálarrannsóknarfélags Reykjavíkur um ljósmynd Jóns Hauks Jóelssonar af dularfullri veru við klettavegg á Snæfellsnesi í fyrrasumar. 22. janúar 2013 14:26 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
„Þessi ljósmynd á sér mjög einfalda skýringu og stutta svarið er að maðurinn á myndinni stendur í sól en kletturinn fyrir aftan hann er í skugga," segir ljósmyndarinn Lárus Sigurðarson um ljósmyndina sem tekin var af dularfullum manni fyrir framan bergvegg í námunda við Vatnshelli á Snæfellsnesi. Ljósmyndin var tekin af Jóni Hauki Jóelssyni, en hann var á ferðalagi um Snæfellsnes ásamt vini sínum þegar hann tók mynd af holu í klettavegg við fyrrnefndan helli. Þegar heim var komið og ljósmyndin skoðuð sást glögglega mannvera í forgrunni myndarinnar sem Jón Haukur kannaðist ekki við, en hann ræddi við Vísi í gær. "Ég þekki engan mann með þessa holningu, og allra síst hef ég tekið mynd af manni sem lítur svona út," segir Jón Haukur og þvertekur fyrir að um sjálfan sig eða ferðafélagann sé að ræða. Mikið hefur verið rætt um ljósmyndina í tengslum við sýningu þáttarins Mannshvörf á Stöð 2 í fyrrakvöld, þar sem hvarf hins 79 ára gamla Bjarna Matthíasar Sigurðssonar var til umfjöllunar. Hann fór í berjamó á Snæfellsnesi sumarið 1974 og síðan hefur ekkert til hans spurst. Ljósmyndarinn Lárus segir að jafnvel atvinnumannamyndavélar ráði stundum ekki við jafn mikið bil á birtu og sést á ljósmyndinni og því virðist klettaveggurinn rétt lýstur en maðurinn yfirlýstur, sem gerir það að verkum að hann virðist „glóa". „Að mínu mati er það engin spurning að þetta er ósköp hefðbundin ljósmynd af manni sem stóð þarna á þeim tíma sem myndin var tekin, en auðvitað vil ég ekki fullyrða hundrað prósent um það hvernig hún var tekin, án þess að hafa verið á staðnum sjálfur. En þetta er þó mitt álit og ég er ekki í nokkrum vafa um að maðurinn á ljósmyndinni er raunverulegur." Lárus tók tvær ljósmyndir til að sýna fram á það hvernig sjálfvirkar myndavélar geta hegðað sér, að því virðist, handahófskennt. Sjónarhornið er það sama, sem og ljósopið, en myndirnar eru teknar á mislöngum tíma.Ljósmyndarinn tók tvær myndir frá sama sjónarhorni til útskýringar.Mynd/Lárus SigurðarsonMyndvinnslumaðurinn Hallmar Þorvaldsson var einnig spurður álits, og segist hann í fljótu bragði ekki sjá að fiktað hafi verið í ljósmyndinni í myndvinnsluforriti. Líkt og Lárus, telur hann að um ósköp venjulega yfirlýsta mynd sé að ræða. Magnús Skarphéðinsson, formaður Sálarrannsóknarfélags Reykjavíkur, vildi ekki afskrifa þann möguleika að ljósmyndin væri af raunverulegri afturgöngu og vildi ræða nánar við Jón. „Ég er þeirrar náttúru gerður að ég trúi yfirleitt frásögnum fólks, og ég starfa við að safna dulrænum reynslusögum. Ég trúi Jóni Jóelssyni, en ég þyrfti að ræða betur við hann til þess að útiloka nokkra möguleika."
Tengdar fréttir Dularfull ljósmynd vekur upp spurningar um mannshvarf Hann rifjaðist upp fyrir mér þessi löngu týndi maður sem aldrei fannst, segir Jón Haukur Jóelsson, sem rakst á dularfulla ljósmynd þegar hann kom heim úr ferðalagi um Snæfellsnesið í fyrra. 21. janúar 2013 16:55 "Það er eitthvað við myndina sem minnir mig á afa" Auðvitað bregður manni að sjá svona mynd, ég viðurkenni það alveg, segir Kristín Þórðardóttir, barnabarn Bjarna Matthíasar Sigurðssonar sem hvarf á Snæfellsnesi árið 1974. Fjallað var um hvarf hans í þættinum Mannshvörf á Íslandi á Stöð 2 í gær. 21. janúar 2013 19:27 Dularfulla ljósmyndin: Magnús trúir Jóni "Ef það er öruggt mál að enginn gekk fyrir myndavélina þá er þetta yfirnáttúrlegt mál, alveg klárlega,“ segir Magnús Skarphéðinsson, formaður Sálarrannsóknarfélags Reykjavíkur um ljósmynd Jóns Hauks Jóelssonar af dularfullri veru við klettavegg á Snæfellsnesi í fyrrasumar. 22. janúar 2013 14:26 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Dularfull ljósmynd vekur upp spurningar um mannshvarf Hann rifjaðist upp fyrir mér þessi löngu týndi maður sem aldrei fannst, segir Jón Haukur Jóelsson, sem rakst á dularfulla ljósmynd þegar hann kom heim úr ferðalagi um Snæfellsnesið í fyrra. 21. janúar 2013 16:55
"Það er eitthvað við myndina sem minnir mig á afa" Auðvitað bregður manni að sjá svona mynd, ég viðurkenni það alveg, segir Kristín Þórðardóttir, barnabarn Bjarna Matthíasar Sigurðssonar sem hvarf á Snæfellsnesi árið 1974. Fjallað var um hvarf hans í þættinum Mannshvörf á Íslandi á Stöð 2 í gær. 21. janúar 2013 19:27
Dularfulla ljósmyndin: Magnús trúir Jóni "Ef það er öruggt mál að enginn gekk fyrir myndavélina þá er þetta yfirnáttúrlegt mál, alveg klárlega,“ segir Magnús Skarphéðinsson, formaður Sálarrannsóknarfélags Reykjavíkur um ljósmynd Jóns Hauks Jóelssonar af dularfullri veru við klettavegg á Snæfellsnesi í fyrrasumar. 22. janúar 2013 14:26