Dularfulla ljósmyndin: Magnús trúir Jóni Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 22. janúar 2013 14:26 Ljósmyndin sem Jón Haukur tók af bergveggnum. Mynd/Jón Haukur Jóelsson „Ef það er öruggt mál að enginn gekk fyrir myndavélina þá er þetta yfirnáttúrlegt mál, alveg klárlega," segir Magnús Skarphéðinsson, formaður Sálarrannsóknarfélags Reykjavíkur um ljósmynd Jóns Hauks Jóelssonar af dularfullri veru við klettavegg á Snæfellsnesi í fyrrasumar. Jón gekk ásamt félaga sínum að Vatnshelli í Purkhólahrauni og tók nokkrar myndir af umhverfinu við hellinn. Þegar heim var komið sá Jón óþekkta mannveru á einni myndanna og staðhæfir að um hvorki hann sjálfan né ferðafélagann sé að ræða. Magnús fær árlega til sín tugi ljósmynda þar sem hann er beðinn að skera úr um hvort draugar séu á ferð eða ekki. Eftir að hafa skoðað ljósmynd Jóns telur Magnús að hann þurfi að ræða betur við ljósmyndarann áður en farið sé út í getgátur. „Ég er þeirrar náttúru gerður að ég trúi yfirleitt frásögnum fólks, og ég starfa við að safna dulrænum reynslusögum. Ég trúi Jóni Jóelssyni, en ég þyrfti að ræða betur við hann til þess að útiloka nokkra möguleika."Magnús Skarphéðinsson fær sendar tugi ljósmynda árlega þar sem talið er að framliðnir séu á ferð.Mynd/SKSpurður hvort hann telji að um vofu Bjarna Matthíasar Sigurðssonar sé að ræða segir Magnús ekkert benda sérstaklega til þess. „Mér finnst það ólíklegt því að það er um svo ofboðslega stóran garð að ræða þegar kemur að því hvar framliðnir geta verið á ferðinni. Ég myndi segja að það væru tíu til tuttugu prósent líkur á að þetta sé Bjarni." Hvarf Bjarna var til umfjöllunar í þættinum Mannshvörf sem sýndur var á Stöð 2 í fyrrakvöld, en hann fór í berjamó á Snæfellsnesi sumarið 1974 og sneri aldrei til baka Kristín Þórðardóttir, barnabarn Bjarna, sagði í samtali við Vísi að henni fyndist maðurinn á myndinni svipa til afa síns. „Hann var alltaf með sixpensara og gleraugu. Það er samt erfitt að segja en þegar ég sá myndina þá brá mér - það er eitthvað við hana sem minnir mig á afa." Tengdar fréttir Dularfull ljósmynd vekur upp spurningar um mannshvarf Hann rifjaðist upp fyrir mér þessi löngu týndi maður sem aldrei fannst, segir Jón Haukur Jóelsson, sem rakst á dularfulla ljósmynd þegar hann kom heim úr ferðalagi um Snæfellsnesið í fyrra. 21. janúar 2013 16:55 "Það er eitthvað við myndina sem minnir mig á afa" Auðvitað bregður manni að sjá svona mynd, ég viðurkenni það alveg, segir Kristín Þórðardóttir, barnabarn Bjarna Matthíasar Sigurðssonar sem hvarf á Snæfellsnesi árið 1974. Fjallað var um hvarf hans í þættinum Mannshvörf á Íslandi á Stöð 2 í gær. 21. janúar 2013 19:27 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
„Ef það er öruggt mál að enginn gekk fyrir myndavélina þá er þetta yfirnáttúrlegt mál, alveg klárlega," segir Magnús Skarphéðinsson, formaður Sálarrannsóknarfélags Reykjavíkur um ljósmynd Jóns Hauks Jóelssonar af dularfullri veru við klettavegg á Snæfellsnesi í fyrrasumar. Jón gekk ásamt félaga sínum að Vatnshelli í Purkhólahrauni og tók nokkrar myndir af umhverfinu við hellinn. Þegar heim var komið sá Jón óþekkta mannveru á einni myndanna og staðhæfir að um hvorki hann sjálfan né ferðafélagann sé að ræða. Magnús fær árlega til sín tugi ljósmynda þar sem hann er beðinn að skera úr um hvort draugar séu á ferð eða ekki. Eftir að hafa skoðað ljósmynd Jóns telur Magnús að hann þurfi að ræða betur við ljósmyndarann áður en farið sé út í getgátur. „Ég er þeirrar náttúru gerður að ég trúi yfirleitt frásögnum fólks, og ég starfa við að safna dulrænum reynslusögum. Ég trúi Jóni Jóelssyni, en ég þyrfti að ræða betur við hann til þess að útiloka nokkra möguleika."Magnús Skarphéðinsson fær sendar tugi ljósmynda árlega þar sem talið er að framliðnir séu á ferð.Mynd/SKSpurður hvort hann telji að um vofu Bjarna Matthíasar Sigurðssonar sé að ræða segir Magnús ekkert benda sérstaklega til þess. „Mér finnst það ólíklegt því að það er um svo ofboðslega stóran garð að ræða þegar kemur að því hvar framliðnir geta verið á ferðinni. Ég myndi segja að það væru tíu til tuttugu prósent líkur á að þetta sé Bjarni." Hvarf Bjarna var til umfjöllunar í þættinum Mannshvörf sem sýndur var á Stöð 2 í fyrrakvöld, en hann fór í berjamó á Snæfellsnesi sumarið 1974 og sneri aldrei til baka Kristín Þórðardóttir, barnabarn Bjarna, sagði í samtali við Vísi að henni fyndist maðurinn á myndinni svipa til afa síns. „Hann var alltaf með sixpensara og gleraugu. Það er samt erfitt að segja en þegar ég sá myndina þá brá mér - það er eitthvað við hana sem minnir mig á afa."
Tengdar fréttir Dularfull ljósmynd vekur upp spurningar um mannshvarf Hann rifjaðist upp fyrir mér þessi löngu týndi maður sem aldrei fannst, segir Jón Haukur Jóelsson, sem rakst á dularfulla ljósmynd þegar hann kom heim úr ferðalagi um Snæfellsnesið í fyrra. 21. janúar 2013 16:55 "Það er eitthvað við myndina sem minnir mig á afa" Auðvitað bregður manni að sjá svona mynd, ég viðurkenni það alveg, segir Kristín Þórðardóttir, barnabarn Bjarna Matthíasar Sigurðssonar sem hvarf á Snæfellsnesi árið 1974. Fjallað var um hvarf hans í þættinum Mannshvörf á Íslandi á Stöð 2 í gær. 21. janúar 2013 19:27 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Dularfull ljósmynd vekur upp spurningar um mannshvarf Hann rifjaðist upp fyrir mér þessi löngu týndi maður sem aldrei fannst, segir Jón Haukur Jóelsson, sem rakst á dularfulla ljósmynd þegar hann kom heim úr ferðalagi um Snæfellsnesið í fyrra. 21. janúar 2013 16:55
"Það er eitthvað við myndina sem minnir mig á afa" Auðvitað bregður manni að sjá svona mynd, ég viðurkenni það alveg, segir Kristín Þórðardóttir, barnabarn Bjarna Matthíasar Sigurðssonar sem hvarf á Snæfellsnesi árið 1974. Fjallað var um hvarf hans í þættinum Mannshvörf á Íslandi á Stöð 2 í gær. 21. janúar 2013 19:27