Tíska og hönnun

Sýnikennsla - kvenlegur hanakambur

Theodóra Mjöll - bloggari á Trendnet og höfundur einni af vinsælustu bókum síðasta árs, Hárið, sýnir hér hversu auðvelt er að gera frumlega greiðslu í hárið sem mundi sóma sér vel á árshátíðinni jafn sem á rauða dreglinum.

Skiptu hárinu í tvennt, þvert yfir hvirfil. Settu teygju í sitthvorn partinn. Ég setti þær skakkt í svo kamburinn kæmi aðeins á ská niður með enninu.
Túberaðu létt yfir hárið. Fer eftir smekk.
Rúllaðu hárinu úr aftara taglinu upp á óreglulegan hátt og spenntu hárið niður í kringum teygjuna.
Þegar aftari parturinn er tilbúinn og vel spenntur niður, gerðu þá það sama við fremra taglið.
Sjá fleiri greiðslur á blogginu hennar Theodóru á Trendnet.

Þá lítur þetta svona út! Fullkomin greiðsla til að fara með út á lífið.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×