Sport

Fimm fá hærri A-styrk úr Afrekssjóði ÍSÍ

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ásdís Hjálmsdóttir.
Ásdís Hjálmsdóttir.
ÍSÍ hefur tilkynnt úthlutun úr Afrekssjóði ÍSÍ fyrir árið 2013 en alls nema fjárveitingar úr sjóðnum 71 milljón króna.

Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í dag en alls eru fimm íþróttamenn sem fá A-styrk, sem hækkar úr 160 þúsund krónum á mánuði í 200 þúsund krónur. Þetta eru Auðunn Jónsson, Ásdís Hjálmsdóttir, Ásgeir Sigurgeirsson, Eygló Ósk Gústafsdóttir og Jón Margeir Sverrisson.

Auk styrkja úr Afrekssjóðnum verða tíu milljónir veittar úr Styrktarsjóði ungra og framúrskarandi efnilegra íþróttamanna.

Nánar verður fjallað um úthlutnina í Fréttablaðinu á morgun:

B-styrkur: Hrafnhildur Lúthersdóttir, sund.

C-styrkur:

Anton Sveinn McKee, sund

Einar Daði Lárusson, frjálsar

Helgi Sveinsson, íþróttir fatlaðra

Kári Steinn Karlsson, frjálsar

Óðinn Björn Þorsteinsson, frjálsar

Þormóður Árni Jónsson, júdó

Aðalheiður Rósa Harðardóttir, karate

María Guðsteinsdóttir, karftlyftingar

Júlían J.K. Jóhannsson, kraftlyftingar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×