Dómnefnd skipuð fagfólki í vefmálum valdi þá vefi sem komust í úrslit en í janúar gafst fyrirtækjum og einstaklingum kostur á að tilnefna til verðlaunanna.
„Vefurinn býður upp á margskonar afþreyingu auk gífurlegs úrval frétta. Vefurinn er léttur og skemmtilegur auk þess sem einfalt og fljótlegt er að finna það efni sem leitað er að," segir í rökstuðningi dómnefndar um Vísi.
Ásamt Vísi voru vefirnir Einkamal.is, Eveonline.com, Tónlist.is og RÚV.is einnig tilnefndir.
Samtök vefiðnaðarins, SVEF, standa að verðlaununum og hafa gert frá árinu 2000. Þau eru jafnframt hugsuð sem uppskeruhátíð vefiðnaðarins og allra þeirra sem í honum starfa.
Hér fyrir neðan má sjá þá vefi sem unnu til verðlauna í kvöld:
Aðgengilegasti vefurinn
skattrann.is
Besti afþreyingar- og/eða fréttavefurinn
visir.is
Athyglisverðasti vefurinn
hugsmidjan.is
Besta markaðsherferðin á netinu
reykjavikruns.us
Frumlegasti vefurinn
reykjavikruns.us
Besti blog/efnistök/myndefni
lemurinn.is
Besti smá- eða handtækjavefurinn
l.is
Besti þjónustu- og upplýsingavefurinn
dohop.is
Besti sölu og kynningarvefurinn (-50)
wow.is
Besti sölu og kynningarvefurinn (50+)
eveonline.com
Besta útlit og viðmót
bluelagoon.com
Besti íslenski vefurinn 2012
bluelagoon.com
