Wikileaks kærir piltinn sem var yfirheyrður af FBI fyrir fjárdrátt Karen Kjartansdóttir skrifar 6. febrúar 2013 18:40 Tölvuhakkarinn ungi sem yfirheyrður var af FBI mönnum hér á landi hefur verið kærður fyrir fjársvik og þjófnaði og er meðal annars sakaður um að hafa svikið út tekjur af Wikileaks-bolum sem seldir voru í fjáröflunarskyni. Ungi maðurinn sem um ræðir er fæddur 1992 og verður því 21 árs í ár. Hann kynntist Julian Assange árið 2010 og sóttist í að veita Wikileaks liðsinni og gerðist sjálfboðaliði. Hann hefur látið að því liggja að hann hafi haft veigamiklastöðu innan samtakanna og verið náinn samstarfsmaður Assange. Fullyrt var fyrir skömmu að hann hefði verið yfir starfsmannamálum hjá fyrirtækinu en meðfylgjandi myndir af piltinum og Assange styðja þá frásögn. Talsmaður Wikileaks, segir piltinn hafa beðið um að fá myndir af sér með Julian eins og fjölmargir aðrir sjálfboðaliðar samtakanna. „Þarna eru um að ræða ungan Íslending sem vann nokkur viðvik fyrir samtökin á nokkra mánaða tímabili frá 2011 og fram að hausti 2011 og kom meðal annars til Englands og hitti Julian Assange og fleiri sem tengdust samtökunum eins og reyndar var algegnt með sjálfboðaliða á þessum tíma," segir kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks. Kristinn segir helsta verkefni unga mannsins hafi verið að sinna fjáröflun fyrir samtökin sem meðal annars fólust í sölu á bolum. Síðar hafi komið í ljós að fjármunir vegna þessa skiluðu sér ekki á reikning Wikileaks. „Hann beitti síðan blekkingum og fölsunum til að láta féð renna inn á eigin persónulega reikning en ekki samtakanna. Vegna aðstæðna og beiðni frá samtökunum var honum gefinn kostur á að endurgreiða þetta fé á nokkurra mánaða tímabili. Þegar það skilaði sér ekki var málið kært til lögreglu, líklega í mars eða apríl í fyrra og þar er það statt," segir Kristinn. Grunur leikur á að hann hafi haft fimm til sex milljónir af samtökunum. Efnahagsbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fer með rannsókn málsins sem tengt er Wikileaks en manninum hefur enn ekki verið birt ákæra. Samkvæmt heimildum Stöðvar 2 hefur ungi maðurinn oft komið við sögu lögreglu meðal annars vegna fjárdráttar og þjófnaðar. „Staðan hans virðist vera ákaflega bagaleg og þessar blekkingar og svik, virðast jarða við að vera sprottin af alvarlegum veikindum," segir Kristinn um þennan unga mann. Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Tölvuhakkarinn ungi sem yfirheyrður var af FBI mönnum hér á landi hefur verið kærður fyrir fjársvik og þjófnaði og er meðal annars sakaður um að hafa svikið út tekjur af Wikileaks-bolum sem seldir voru í fjáröflunarskyni. Ungi maðurinn sem um ræðir er fæddur 1992 og verður því 21 árs í ár. Hann kynntist Julian Assange árið 2010 og sóttist í að veita Wikileaks liðsinni og gerðist sjálfboðaliði. Hann hefur látið að því liggja að hann hafi haft veigamiklastöðu innan samtakanna og verið náinn samstarfsmaður Assange. Fullyrt var fyrir skömmu að hann hefði verið yfir starfsmannamálum hjá fyrirtækinu en meðfylgjandi myndir af piltinum og Assange styðja þá frásögn. Talsmaður Wikileaks, segir piltinn hafa beðið um að fá myndir af sér með Julian eins og fjölmargir aðrir sjálfboðaliðar samtakanna. „Þarna eru um að ræða ungan Íslending sem vann nokkur viðvik fyrir samtökin á nokkra mánaða tímabili frá 2011 og fram að hausti 2011 og kom meðal annars til Englands og hitti Julian Assange og fleiri sem tengdust samtökunum eins og reyndar var algegnt með sjálfboðaliða á þessum tíma," segir kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks. Kristinn segir helsta verkefni unga mannsins hafi verið að sinna fjáröflun fyrir samtökin sem meðal annars fólust í sölu á bolum. Síðar hafi komið í ljós að fjármunir vegna þessa skiluðu sér ekki á reikning Wikileaks. „Hann beitti síðan blekkingum og fölsunum til að láta féð renna inn á eigin persónulega reikning en ekki samtakanna. Vegna aðstæðna og beiðni frá samtökunum var honum gefinn kostur á að endurgreiða þetta fé á nokkurra mánaða tímabili. Þegar það skilaði sér ekki var málið kært til lögreglu, líklega í mars eða apríl í fyrra og þar er það statt," segir Kristinn. Grunur leikur á að hann hafi haft fimm til sex milljónir af samtökunum. Efnahagsbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fer með rannsókn málsins sem tengt er Wikileaks en manninum hefur enn ekki verið birt ákæra. Samkvæmt heimildum Stöðvar 2 hefur ungi maðurinn oft komið við sögu lögreglu meðal annars vegna fjárdráttar og þjófnaðar. „Staðan hans virðist vera ákaflega bagaleg og þessar blekkingar og svik, virðast jarða við að vera sprottin af alvarlegum veikindum," segir Kristinn um þennan unga mann.
Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira