FBI tók piltinn með sér til Washington VG skrifar 5. febrúar 2013 11:50 Pilturinn gekk inn í sendiráðið og sagðist hafa upplýsingar um yfirvofandi tölvuárás. Maðurinn sem FBI yfirheyrði var fluttur af landi brott eftir að innanríkisráðuneytið tjáði fulltrúum alríkislögreglunnar að þeir væru ekki velkomnir hér á landi. Hann var svo yfirheyrður í fjóra daga til viðbótar í Washington samkvæmt heimildum Vísis. Kristinn Hrafnsson greindi frá því í Kastljósi í síðustu viku að fulltrúar alríkislögreglunnar hefðu verið hér á landi við rannsóknir á WikiLeaks í ágúst 2011. Innanríkisráðherra staðfesti það í samtali við Vísi sama dag og sagði þá að þegar hann varð áskynja þess að fulltrúarnir væru hér á landi hefði öllu samstarfi við þá verið slitið. Í sameiginlegri tilkynningu frá ríkislögreglustjóra og ríkissaksóknara, sem send var á fjölmiðla í gær, kom fram að ástæðan fyrir veru alríkislögreglunnar hér á landi hefði verið yfirvofandi tölvuárás á íslenska stjórnarráðið. Þá kom ennfremur fram í tilkynningunni að maður hefði gefið sig fram í bandaríska sendiráðið vegna upplýsinga um WikiLeaks og tölvuárásarinnar. Fulltrúar FBI yfirheyrðu manninn, sem er tvítugur samkvæmt heimildum Vísis, í fimm daga eftir að innanríkisráðuneytið hafði hafnað svokallaðri réttarbeiðni um samstarf á milli FBI og íslenskra löggæslustofnanna. Yfirheyrslurnar munu hafa farið fram á hótelum víða um Reykjavík en aldrei í bandaríska sendiráðinu. Þann 30 ágúst upplýstu FBI fulltrúarnir ríkislögreglustjóra og ríkissaksóknara að utanríkis- og innanríkisráðuneytið hefði tjáð sér þá ósk að FBI ræddi ekki frekar við piltinn hér á landi auk þess sem vera þeirra hér á landi væri talin óæskileg. Í framhaldinu yfirgáfu þeir landið. Aftur á móti tóku þeir piltinn með sér og flugu með hann til Washington þar sem hann var yfirheyrður í fjóra daga til viðbótar. Pilturinn mun hafa farið með þeim af fúsum og frjálsum vilja. Eftir að yfirheyrslum var lokið var piltinum sleppt lausum og honum flogið heim til Íslands. Össur Skarphéðinsson segir í samtali við Fréttablaðið í dag að vera FBI hefði verið ólögleg. Hann segir markmið ráðuneytanna hafa verið að vernda piltinn sem þeir töldu að áttaði sig ekki á afleiðingum þess sem hann gerði. Og Össur bætti við: „Þess vegna töldum við í utanríkisráðuneytinu að það bæri að koma í veg fyrir þessi samtöl, meðal annars til að vernda þennan íslenska borgara, af því samtölin áttu sér stað utan við það sem gátu talist eðlilegar heimildir. Okkur var ekki kunnugt um neina slíka beiðni, um að ræða við þennan mann." Ekki hefur enn náðst í Ögmund Jónasson innanríkisráðherra vegna málsins en hann er staddur í Kína. Þaðan er þó að vænta greinargerðar um málið samvæmt Katrínu Jakobsdóttur, sitjandi innanríkisráðherra" Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Maðurinn sem FBI yfirheyrði var fluttur af landi brott eftir að innanríkisráðuneytið tjáði fulltrúum alríkislögreglunnar að þeir væru ekki velkomnir hér á landi. Hann var svo yfirheyrður í fjóra daga til viðbótar í Washington samkvæmt heimildum Vísis. Kristinn Hrafnsson greindi frá því í Kastljósi í síðustu viku að fulltrúar alríkislögreglunnar hefðu verið hér á landi við rannsóknir á WikiLeaks í ágúst 2011. Innanríkisráðherra staðfesti það í samtali við Vísi sama dag og sagði þá að þegar hann varð áskynja þess að fulltrúarnir væru hér á landi hefði öllu samstarfi við þá verið slitið. Í sameiginlegri tilkynningu frá ríkislögreglustjóra og ríkissaksóknara, sem send var á fjölmiðla í gær, kom fram að ástæðan fyrir veru alríkislögreglunnar hér á landi hefði verið yfirvofandi tölvuárás á íslenska stjórnarráðið. Þá kom ennfremur fram í tilkynningunni að maður hefði gefið sig fram í bandaríska sendiráðið vegna upplýsinga um WikiLeaks og tölvuárásarinnar. Fulltrúar FBI yfirheyrðu manninn, sem er tvítugur samkvæmt heimildum Vísis, í fimm daga eftir að innanríkisráðuneytið hafði hafnað svokallaðri réttarbeiðni um samstarf á milli FBI og íslenskra löggæslustofnanna. Yfirheyrslurnar munu hafa farið fram á hótelum víða um Reykjavík en aldrei í bandaríska sendiráðinu. Þann 30 ágúst upplýstu FBI fulltrúarnir ríkislögreglustjóra og ríkissaksóknara að utanríkis- og innanríkisráðuneytið hefði tjáð sér þá ósk að FBI ræddi ekki frekar við piltinn hér á landi auk þess sem vera þeirra hér á landi væri talin óæskileg. Í framhaldinu yfirgáfu þeir landið. Aftur á móti tóku þeir piltinn með sér og flugu með hann til Washington þar sem hann var yfirheyrður í fjóra daga til viðbótar. Pilturinn mun hafa farið með þeim af fúsum og frjálsum vilja. Eftir að yfirheyrslum var lokið var piltinum sleppt lausum og honum flogið heim til Íslands. Össur Skarphéðinsson segir í samtali við Fréttablaðið í dag að vera FBI hefði verið ólögleg. Hann segir markmið ráðuneytanna hafa verið að vernda piltinn sem þeir töldu að áttaði sig ekki á afleiðingum þess sem hann gerði. Og Össur bætti við: „Þess vegna töldum við í utanríkisráðuneytinu að það bæri að koma í veg fyrir þessi samtöl, meðal annars til að vernda þennan íslenska borgara, af því samtölin áttu sér stað utan við það sem gátu talist eðlilegar heimildir. Okkur var ekki kunnugt um neina slíka beiðni, um að ræða við þennan mann." Ekki hefur enn náðst í Ögmund Jónasson innanríkisráðherra vegna málsins en hann er staddur í Kína. Þaðan er þó að vænta greinargerðar um málið samvæmt Katrínu Jakobsdóttur, sitjandi innanríkisráðherra"
Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira