Newey segir frumsýningar gamaldags Birgir Þór Harðarson skrifar 5. febrúar 2013 06:00 Red Bull-liðið kynnti nýja keppnisbílinn sinn í Milton Keynes á sunnudag. Simon Sproule, fulltrúi aðalstyrktaraðila liðsins, Adrian Newey, Christian Horner, liðstjóri, Vettel og Webber, ökumenn, svöruðu spurningum blaðamanna. nordicphotos/afp Adrian Newey, yfirhönnuður Red Bull-liðsins í Formúlu 1 og einhver sigursælasti hönnuður í mótorsporti allra tíma, segir frumsýningar á nútíma Formúlu 1-bílum vera úrelltar. Þetta sagði hann við fjölmiðla eftir að hulunni hafði verið svipt af nýjasta hugarfóstri sínu RB9-bíl Red Bull-liðsins fyrir árið 2013. Ástæðuna fyrir þessari skoðunn sinni segir hann vera þær breytingar sem Formúlu 1-leikurinn hefur gengið í gegnum síðasta áratuginn. "Það sem hefur breyst hvað mest í Formúlu 1 á síðustu 10 árum er hversu títt keppnisbílarnir eru uppfærðir yfir árið," sagði Newey. "Það var sú tíð þegar maður kynnti yfirburðabíl í byrjun tímabilsins og svo lengi sem bíllinn reyndist áreiðanlegur mundi liðið vinna heimsmeistaratitilinn." Newey hefur hannað marga slíka bíla á ferli sínum. Meðal þeirra má nefna Williams-bílana 1992 og 1993 og McLaren-bíl Mika Hakkinen árið 1998, svo bestu dæmin séu tekin. "Svona er þetta ekki lengur því leikurinn snýst meira um stöðugar uppfærslur. Svo lengi sem reglurnar eru stöðugar mætti ímynda sér að fyrir hvern kappakstur komi nýr bíll. Það sem er breytt núna er að á milli síðustu keppni og fyrstu keppni ársins í ár liðu tveir mánuðir en ekki tvær vikur," sagði Newey. Frumsýning Red Bull-liðsins um helgina endurspeglaði þetta viðhorf Newey á margan hátt enda var hún lágstemd. Blaðamenn hinna ýmsu miðla veltu því fyrir sér hvort Adrian Newey hefði skapað enn aðra draumavélina fyrir Sebastian Vettel. Allar myndatökur voru bannaðar í salnum þar sem frumsýningin átti sér stað og blaðamenn fengu ekki aðgang að þráðlausu neti. Myndirnar sem Red Bull-liðið sendi frá sér sýna jafnframt ekki mikið af viðkvæmustu svæðum bílsins og virðast frekar vera til þess ætlaðar að hygla aðalstyrktaraðila liðsins, Infiniti. Newey vill samt ekki meina að þeir séu í meiri feluleik en keppinautarnir og svaraði: "Hin liðin hafa aðeins veitt aðgang að myndum sem sýna takmarkað af bílunum eins og við."Ferrari vél F138-bílsins sem kölluð er Ferrari Type 056nordicphotos/afpFerrari F138nordicphotos/afpLotus E21-bíllinnnordicphotos/afpLotus E21-bíllinnnordicphotos/afpLotus E21-bíllinnnordicphotos/afpSergio Perez og Jenson Button taka dúkinn af McLaren MP4-28-bílnum sem þeir munu aka í ár.nordicphotos/afpButton og Perez stilltu sér upp fyrir myndatöku í höfuðstöðvum McLaren-liðsins í Woking rétt sunnan Lundúna.nordicphotos/afpMcLaren MP4-28nordicphotos/afpFelipe Massa og Fernando Alonso munu aka F138-bílnum í ár.nordicphotos/afpPaul di Resta er eini keppnisökuþór Force India-liðsins en enn hefur ekki verið ráðinn ökuþór til að aka hinum VJM06-bílnum.nordicphotos/afpDi Resta og VJM06-bíllinnnordicphotos/afpDi Resta ók nokkra hringi um Silverstone í bleytu.nordicphotos/afpRed Bull RB9-bíllinn sem Adrian Newey hefur hannað fyrir árið 2013.nordicphotos/afpFerrari F138nordicphotos/afpFerrari baðaði F138-bílinn ljósum þar sem hann stóðu undir hulunni.nordicphotos/afpÖkuþórar Ferrari-liðsins ásamt yfirmönnum sínum.nordicphotos/afpFerrari F138nordicphotos/afpVettel og Webber drógu dúkinn af RB9-bílnum.nordicphotos/afpYfirmenn Red Bull-liðsins og ökuþórar svöruðu spurningum blaðamanna eftir að hulunni hafði verið svipt af keppnisbílnum.nordicphotos/afpRed Bull RB9-bíllinnnordicphotos/afpMark Webber og Sebastian Vettel við RB9-bílinnnordicphotos/afpLewis Hamilton mun aka fyrir Mercedes-liðið í ár en hann hefur ekið fyrir McLaren síðan hann fékk fyrst tækifæri í Formúlu 1 árið 2007.nordicphotos/afpAlonso og Massa stilltu sér upp fyrir ljósmyndara.nordicphotos/afpNico Rosberg mun áfram aka fyrir Mercedes.nordicphotos/afpSauber-liðið kynnti C32-bílinn í höfuðstöðvum liðsins í Hinwill í Sviss. Nico Hulkenberg og Esteban Gutierrez munu aka bílnum í sumar.nordicphotos/afpNico Hulkenberg hætti hjá Force India og fór yfir til höfuðkeppinautanna í Sauber fyrir árið 2013.nordicphotos/afpHið ítalska Toro Rosso, systurlið Red Bull-liðsins, frumsýndi STR8-bílinn sem þeir Jean-Eric Vergne og Daniel Ricciardo munu aka í ár.nordicphotos/afpRicciardo og Vergne stilltu sér upp með hjálmana sína undir arminum.nordicphotos/afpJean-Eric Vergne mun aka bíl númer 18 á keppnisvertíðinni sem senn fer í hönd.nordicphotos/afpNico Hulkenberg og Lewis Hamilton voru einbeittir þegar Mercedes kynnti W04-bílinn í Jerez á Spáni en þar hefjast fyrstu æfingar undirbúiningstímabilsins í dag.nordicphotos/afpHulkenberg og Gutierrez stilltu sér upp við C32-bílinn.nordicphotos/afpÖkumenn Sauber-liðsins svöruðu spurningum blaðamanna ásamt liðstjóranum Monishu Kaltenborn og stofnanda liðsins Peter Sauber.nordicphotos/afpBíll Sauber-liðsinsnordicphotos/afpGutierrez kynnti sér stjórntæki keppnisbílsins en hann er einn af nýliðunum í Formúlu 1 í ár.nordicphotos/afpÖkumenn Toro Rosso-liðsins og STR8-bíllinnnordicphotos/afp Formúla Mest lesið Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Fótbolti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Fótbolti Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Fótbolti „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Handbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Handbolti Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fótbolti Nefna völl eftir nemanda sem lést á golfvelli Sport Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Adrian Newey, yfirhönnuður Red Bull-liðsins í Formúlu 1 og einhver sigursælasti hönnuður í mótorsporti allra tíma, segir frumsýningar á nútíma Formúlu 1-bílum vera úrelltar. Þetta sagði hann við fjölmiðla eftir að hulunni hafði verið svipt af nýjasta hugarfóstri sínu RB9-bíl Red Bull-liðsins fyrir árið 2013. Ástæðuna fyrir þessari skoðunn sinni segir hann vera þær breytingar sem Formúlu 1-leikurinn hefur gengið í gegnum síðasta áratuginn. "Það sem hefur breyst hvað mest í Formúlu 1 á síðustu 10 árum er hversu títt keppnisbílarnir eru uppfærðir yfir árið," sagði Newey. "Það var sú tíð þegar maður kynnti yfirburðabíl í byrjun tímabilsins og svo lengi sem bíllinn reyndist áreiðanlegur mundi liðið vinna heimsmeistaratitilinn." Newey hefur hannað marga slíka bíla á ferli sínum. Meðal þeirra má nefna Williams-bílana 1992 og 1993 og McLaren-bíl Mika Hakkinen árið 1998, svo bestu dæmin séu tekin. "Svona er þetta ekki lengur því leikurinn snýst meira um stöðugar uppfærslur. Svo lengi sem reglurnar eru stöðugar mætti ímynda sér að fyrir hvern kappakstur komi nýr bíll. Það sem er breytt núna er að á milli síðustu keppni og fyrstu keppni ársins í ár liðu tveir mánuðir en ekki tvær vikur," sagði Newey. Frumsýning Red Bull-liðsins um helgina endurspeglaði þetta viðhorf Newey á margan hátt enda var hún lágstemd. Blaðamenn hinna ýmsu miðla veltu því fyrir sér hvort Adrian Newey hefði skapað enn aðra draumavélina fyrir Sebastian Vettel. Allar myndatökur voru bannaðar í salnum þar sem frumsýningin átti sér stað og blaðamenn fengu ekki aðgang að þráðlausu neti. Myndirnar sem Red Bull-liðið sendi frá sér sýna jafnframt ekki mikið af viðkvæmustu svæðum bílsins og virðast frekar vera til þess ætlaðar að hygla aðalstyrktaraðila liðsins, Infiniti. Newey vill samt ekki meina að þeir séu í meiri feluleik en keppinautarnir og svaraði: "Hin liðin hafa aðeins veitt aðgang að myndum sem sýna takmarkað af bílunum eins og við."Ferrari vél F138-bílsins sem kölluð er Ferrari Type 056nordicphotos/afpFerrari F138nordicphotos/afpLotus E21-bíllinnnordicphotos/afpLotus E21-bíllinnnordicphotos/afpLotus E21-bíllinnnordicphotos/afpSergio Perez og Jenson Button taka dúkinn af McLaren MP4-28-bílnum sem þeir munu aka í ár.nordicphotos/afpButton og Perez stilltu sér upp fyrir myndatöku í höfuðstöðvum McLaren-liðsins í Woking rétt sunnan Lundúna.nordicphotos/afpMcLaren MP4-28nordicphotos/afpFelipe Massa og Fernando Alonso munu aka F138-bílnum í ár.nordicphotos/afpPaul di Resta er eini keppnisökuþór Force India-liðsins en enn hefur ekki verið ráðinn ökuþór til að aka hinum VJM06-bílnum.nordicphotos/afpDi Resta og VJM06-bíllinnnordicphotos/afpDi Resta ók nokkra hringi um Silverstone í bleytu.nordicphotos/afpRed Bull RB9-bíllinn sem Adrian Newey hefur hannað fyrir árið 2013.nordicphotos/afpFerrari F138nordicphotos/afpFerrari baðaði F138-bílinn ljósum þar sem hann stóðu undir hulunni.nordicphotos/afpÖkuþórar Ferrari-liðsins ásamt yfirmönnum sínum.nordicphotos/afpFerrari F138nordicphotos/afpVettel og Webber drógu dúkinn af RB9-bílnum.nordicphotos/afpYfirmenn Red Bull-liðsins og ökuþórar svöruðu spurningum blaðamanna eftir að hulunni hafði verið svipt af keppnisbílnum.nordicphotos/afpRed Bull RB9-bíllinnnordicphotos/afpMark Webber og Sebastian Vettel við RB9-bílinnnordicphotos/afpLewis Hamilton mun aka fyrir Mercedes-liðið í ár en hann hefur ekið fyrir McLaren síðan hann fékk fyrst tækifæri í Formúlu 1 árið 2007.nordicphotos/afpAlonso og Massa stilltu sér upp fyrir ljósmyndara.nordicphotos/afpNico Rosberg mun áfram aka fyrir Mercedes.nordicphotos/afpSauber-liðið kynnti C32-bílinn í höfuðstöðvum liðsins í Hinwill í Sviss. Nico Hulkenberg og Esteban Gutierrez munu aka bílnum í sumar.nordicphotos/afpNico Hulkenberg hætti hjá Force India og fór yfir til höfuðkeppinautanna í Sauber fyrir árið 2013.nordicphotos/afpHið ítalska Toro Rosso, systurlið Red Bull-liðsins, frumsýndi STR8-bílinn sem þeir Jean-Eric Vergne og Daniel Ricciardo munu aka í ár.nordicphotos/afpRicciardo og Vergne stilltu sér upp með hjálmana sína undir arminum.nordicphotos/afpJean-Eric Vergne mun aka bíl númer 18 á keppnisvertíðinni sem senn fer í hönd.nordicphotos/afpNico Hulkenberg og Lewis Hamilton voru einbeittir þegar Mercedes kynnti W04-bílinn í Jerez á Spáni en þar hefjast fyrstu æfingar undirbúiningstímabilsins í dag.nordicphotos/afpHulkenberg og Gutierrez stilltu sér upp við C32-bílinn.nordicphotos/afpÖkumenn Sauber-liðsins svöruðu spurningum blaðamanna ásamt liðstjóranum Monishu Kaltenborn og stofnanda liðsins Peter Sauber.nordicphotos/afpBíll Sauber-liðsinsnordicphotos/afpGutierrez kynnti sér stjórntæki keppnisbílsins en hann er einn af nýliðunum í Formúlu 1 í ár.nordicphotos/afpÖkumenn Toro Rosso-liðsins og STR8-bíllinnnordicphotos/afp
Formúla Mest lesið Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Fótbolti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Fótbolti Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Fótbolti „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Handbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Handbolti Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fótbolti Nefna völl eftir nemanda sem lést á golfvelli Sport Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira