SMÁÍS gafst upp á Facebook eftir fjóra daga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. febrúar 2013 22:00 „Sumar athugasemdirnar voru þannig að þær voru eiginlega ekki birtingarhæfar. Það kemur ekki rosalega mikið á óvart en okkur þótti samt þess virði að prófa þetta," segir Snæbjörn Steingrímsson framkvæmdastjóri SMÁÍS. SMÁÍS, samtök myndrétthafa á Íslandi, opnuðu Facebook-síðu samtakanna á föstudagskvöldið. Fjórum dögum síðar hefur síðunni verið lokað. Samtökin birtu kveðju til lesenda sinna á síðunni í kvöld fyrir lokun (kveðjuna má sjá neðst í fréttinni). „Þetta var bara svona áhugaverð tilraun. Við höfum verið svolítið milli tannanna á fólki vegna fréttar í Viðskiptablaðinu. Þetta var tilraun til þess að athuga hvort við gætum nálgast netverja á þessum annars frábæra miðli. Vera með umræðuvettvang fyrir hitt og þetta," segir Snæbjörn í samtali við Vísi. Snæbjörn segist hafa litist ágætlega á blikuna í fyrstu en svo hafi þetta orðið erfitt. Sérstaklega í ljósi þess að hann sé eini starfsmaður SMÁÍS í fullu starfi og fleiri hundruð manns hafi sótt síðuna heim.Síðasta kveðja SMÁÍS á Facebook, í bili að minnsta kosti.SkjáskotSnæbjörn segir fjölmarga hafa komið með áhugaverð innlegg á síðunni en ekki þurfi marga til þess að gera vettvanginn erfiðan. Lítið hafi farið fyrir umræðum um SMÁÍS og hlutverk samtakanna. Umræður hafi verið á persónulegri nótunum „Hægt og rólega fór þetta að beinast að mér sem persónu. Skemmtilegar athugasemdir um hvort maður væri fífl og fáviti eða hvort maður væri drukkinn. Það býður ekki upp á mjög málefnalega umræðu í kjölfarið," segir Snæbjörn. Snæbjörn er framkvæmdastjóri SMÁÍS sem eru félagasamtök Samfélagsins, Senu, Myndforms, 365 Miðla, Rúv og Skjásins. Fyrirtækin standa kostnað af rekstri samtakanna. Snæbjörn telur langt í land að sumir netverjar taki samtökin í sátt. Hann hafi hægt og rólega séð hvernig skýin voru farin að dökkna yfir helgina og í dag. „Þetta varð grófara og grófara," segir Snæbjörn en með stofnun Facebook-síðunnar var meiningin að rétta fram hönd til þess að fá frekari samræður um SMÁÍS og starfsemi þess. Til þess að geta staðið vaktina í umræðunum á Facebook þyrfti að ráða fleiri til vinnu hjá samtökunum. „Það er lágmark að það verði tveir starfsmenn til að hægt verði að fara í það verkefni," segir Snæbjörn og hlær. Honum leist greinilega ekki á blikuna eftir því sem umræðunum fjölgaði. „Satt að segja eftir að hafa opnað á föstudagskvöldið var ég farinn að horfa á það að geta lagst í rekkju áhyggjulaus. Að vera ekki í stöðugri hættu um hvað sé verið að setja inn á einhvern vegg á Facebook." Kveðja Smáís til Facebook-notenda í kvöldKæru netverjarÞví miður þá sýnist mér þessi tilraun okkar til að vera inná Facebook ekki vera að ganga að svo stöddu. Hér eru of margir sem aðeins vilja reyna að koma höggi á okkur frekar en eiga í samskiptum og deila skoðunum með okkur.Við viljum samt þakka öllum fyrir innlitið og þeim fjölmörgu sem sýndu áhuga á að skiptast á skoðunum. Það er greinilegt að SMÁÍS á sinn stað í hjarta margra netverja og með ólíkindum að sjá hvað mörg innlit hafa komið á þeim stutta tíma sem þessi tilraun hefur staðið yfir.Það er alls ekki það að við óttumst umræðu eða að takast á, en það er greinilegt að við þurfum að ráða starfsfólk á vöktum til að geta sinnt þessu verkefni vel. Það er áhugavert hvað sumum frelsisboðurum finnst aðeins að sumar raddir eiga heima inná Facebook en það kemur svo sem ekkert á óvart. Þessi tilraun var þó ekki til einskis og við lærðum heilmargt sem þarf að huga að áður en við reynum aftur ;)kveðja,Snæbjörn Steingrímsson Tengdar fréttir SMÁÍS hafnar ásökunum um stuld Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri SMÁÍS, segir það af og frá að samtökin noti hugbúnað í leyfisleysi, en Viðskiptablaðið greinir frá því í dag að ekki hafi verið staðið við samning milli samtakanna og NICAM í Hollandi. 31. janúar 2013 14:09 Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Fleiri fréttir Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Sjá meira
„Sumar athugasemdirnar voru þannig að þær voru eiginlega ekki birtingarhæfar. Það kemur ekki rosalega mikið á óvart en okkur þótti samt þess virði að prófa þetta," segir Snæbjörn Steingrímsson framkvæmdastjóri SMÁÍS. SMÁÍS, samtök myndrétthafa á Íslandi, opnuðu Facebook-síðu samtakanna á föstudagskvöldið. Fjórum dögum síðar hefur síðunni verið lokað. Samtökin birtu kveðju til lesenda sinna á síðunni í kvöld fyrir lokun (kveðjuna má sjá neðst í fréttinni). „Þetta var bara svona áhugaverð tilraun. Við höfum verið svolítið milli tannanna á fólki vegna fréttar í Viðskiptablaðinu. Þetta var tilraun til þess að athuga hvort við gætum nálgast netverja á þessum annars frábæra miðli. Vera með umræðuvettvang fyrir hitt og þetta," segir Snæbjörn í samtali við Vísi. Snæbjörn segist hafa litist ágætlega á blikuna í fyrstu en svo hafi þetta orðið erfitt. Sérstaklega í ljósi þess að hann sé eini starfsmaður SMÁÍS í fullu starfi og fleiri hundruð manns hafi sótt síðuna heim.Síðasta kveðja SMÁÍS á Facebook, í bili að minnsta kosti.SkjáskotSnæbjörn segir fjölmarga hafa komið með áhugaverð innlegg á síðunni en ekki þurfi marga til þess að gera vettvanginn erfiðan. Lítið hafi farið fyrir umræðum um SMÁÍS og hlutverk samtakanna. Umræður hafi verið á persónulegri nótunum „Hægt og rólega fór þetta að beinast að mér sem persónu. Skemmtilegar athugasemdir um hvort maður væri fífl og fáviti eða hvort maður væri drukkinn. Það býður ekki upp á mjög málefnalega umræðu í kjölfarið," segir Snæbjörn. Snæbjörn er framkvæmdastjóri SMÁÍS sem eru félagasamtök Samfélagsins, Senu, Myndforms, 365 Miðla, Rúv og Skjásins. Fyrirtækin standa kostnað af rekstri samtakanna. Snæbjörn telur langt í land að sumir netverjar taki samtökin í sátt. Hann hafi hægt og rólega séð hvernig skýin voru farin að dökkna yfir helgina og í dag. „Þetta varð grófara og grófara," segir Snæbjörn en með stofnun Facebook-síðunnar var meiningin að rétta fram hönd til þess að fá frekari samræður um SMÁÍS og starfsemi þess. Til þess að geta staðið vaktina í umræðunum á Facebook þyrfti að ráða fleiri til vinnu hjá samtökunum. „Það er lágmark að það verði tveir starfsmenn til að hægt verði að fara í það verkefni," segir Snæbjörn og hlær. Honum leist greinilega ekki á blikuna eftir því sem umræðunum fjölgaði. „Satt að segja eftir að hafa opnað á föstudagskvöldið var ég farinn að horfa á það að geta lagst í rekkju áhyggjulaus. Að vera ekki í stöðugri hættu um hvað sé verið að setja inn á einhvern vegg á Facebook." Kveðja Smáís til Facebook-notenda í kvöldKæru netverjarÞví miður þá sýnist mér þessi tilraun okkar til að vera inná Facebook ekki vera að ganga að svo stöddu. Hér eru of margir sem aðeins vilja reyna að koma höggi á okkur frekar en eiga í samskiptum og deila skoðunum með okkur.Við viljum samt þakka öllum fyrir innlitið og þeim fjölmörgu sem sýndu áhuga á að skiptast á skoðunum. Það er greinilegt að SMÁÍS á sinn stað í hjarta margra netverja og með ólíkindum að sjá hvað mörg innlit hafa komið á þeim stutta tíma sem þessi tilraun hefur staðið yfir.Það er alls ekki það að við óttumst umræðu eða að takast á, en það er greinilegt að við þurfum að ráða starfsfólk á vöktum til að geta sinnt þessu verkefni vel. Það er áhugavert hvað sumum frelsisboðurum finnst aðeins að sumar raddir eiga heima inná Facebook en það kemur svo sem ekkert á óvart. Þessi tilraun var þó ekki til einskis og við lærðum heilmargt sem þarf að huga að áður en við reynum aftur ;)kveðja,Snæbjörn Steingrímsson
Tengdar fréttir SMÁÍS hafnar ásökunum um stuld Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri SMÁÍS, segir það af og frá að samtökin noti hugbúnað í leyfisleysi, en Viðskiptablaðið greinir frá því í dag að ekki hafi verið staðið við samning milli samtakanna og NICAM í Hollandi. 31. janúar 2013 14:09 Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Fleiri fréttir Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Sjá meira
SMÁÍS hafnar ásökunum um stuld Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri SMÁÍS, segir það af og frá að samtökin noti hugbúnað í leyfisleysi, en Viðskiptablaðið greinir frá því í dag að ekki hafi verið staðið við samning milli samtakanna og NICAM í Hollandi. 31. janúar 2013 14:09