Mercedes og Toro Rosso frumsýndu Birgir Þór Harðarson skrifar 4. febrúar 2013 20:30 Bíllinn var frumsýndur við athöfn á Jerez-brautinni. nordicphotos/afp Mercedes-liðið í Formúlu 1 frumsýndi keppnisbíl sinn í Jerez á Spáni í dag. Á morgun hefjast þar fyrstu æfingar keppnistímabilið sem framundan er. Til mikils er vænst af Mercedes-liðinu á þessu tímabili því þeir hafa fengið Lewis Hamilton til liðs við sig og mun hann aka nýja Mercedes W04-bílnum í sumar ásamt Nico Rosberg. Auk þessa var Mercedes-bíll síðasta árs gríðarlega fljótur en óáreiðanlegur og fór illa með dekkin. Ross Brawn, liðstjóri, segir W04-bíllinn vera greinilegt skref fram á við miðað við forvera sinn. "Þúsundir klukkutíma hafa farið í hönnun og smíði bílsins til þess að tryggja betri árangur en í fyrra," sagði hann eftir að Rosberg hafði ekið nýja bílnum nokkra hringi um Jerez-brautina og þeir Hamilton höfðu formlega svipt hulunni af bílnum. Auk Mercedes frumsýndi Toro Rosso-liðið ítalska bílinn sinn á Jerez í dag. STR8-bíllinn sem liðið mun nota árið 2013 er hlaðinn Ferrari-vél og með því að halda sömu liðskipan og í fyrra, með þá Jean-Eric Vergne og Daniel Ricciardo í bílstjórasætinu, ætlar liðið sér sjötta sætið í heimsmeistarakeppni bílasmiða. Toro Rosso þurfti að sætta sig við níunda sætið í stigakeppninni í fyrra en Franz Tost, liðstjóri, hefur fulla trú á að ná takmarki sínu. "Þetta er fyrsti bíllinn okkar sem hannaður er af James Key og Luca Furbatto. Báðir ökumennirnir stóðu sig frábærlega í fyrra og ég er viss um að ef við útvegum góðan bíl munu þeir koma á óvart." Þrjú lið eiga eftir að frumsýna keppnisbíla sína. Það eru Caterham og Marussia sem munu frumsýna í fyrramálið áður en fyrsta æfingalotan hefst og Williams-liðið sem frumsýnir ekki fyrr en 19. febrúar eða þegar fyrstu æfingum er lokið í Jerez og æfingarnar í Barcelona hefjast.Toro Rosso-liðið frumsýndi bílinn sinn Formúla Mest lesið Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn Fleiri fréttir Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Mercedes-liðið í Formúlu 1 frumsýndi keppnisbíl sinn í Jerez á Spáni í dag. Á morgun hefjast þar fyrstu æfingar keppnistímabilið sem framundan er. Til mikils er vænst af Mercedes-liðinu á þessu tímabili því þeir hafa fengið Lewis Hamilton til liðs við sig og mun hann aka nýja Mercedes W04-bílnum í sumar ásamt Nico Rosberg. Auk þessa var Mercedes-bíll síðasta árs gríðarlega fljótur en óáreiðanlegur og fór illa með dekkin. Ross Brawn, liðstjóri, segir W04-bíllinn vera greinilegt skref fram á við miðað við forvera sinn. "Þúsundir klukkutíma hafa farið í hönnun og smíði bílsins til þess að tryggja betri árangur en í fyrra," sagði hann eftir að Rosberg hafði ekið nýja bílnum nokkra hringi um Jerez-brautina og þeir Hamilton höfðu formlega svipt hulunni af bílnum. Auk Mercedes frumsýndi Toro Rosso-liðið ítalska bílinn sinn á Jerez í dag. STR8-bíllinn sem liðið mun nota árið 2013 er hlaðinn Ferrari-vél og með því að halda sömu liðskipan og í fyrra, með þá Jean-Eric Vergne og Daniel Ricciardo í bílstjórasætinu, ætlar liðið sér sjötta sætið í heimsmeistarakeppni bílasmiða. Toro Rosso þurfti að sætta sig við níunda sætið í stigakeppninni í fyrra en Franz Tost, liðstjóri, hefur fulla trú á að ná takmarki sínu. "Þetta er fyrsti bíllinn okkar sem hannaður er af James Key og Luca Furbatto. Báðir ökumennirnir stóðu sig frábærlega í fyrra og ég er viss um að ef við útvegum góðan bíl munu þeir koma á óvart." Þrjú lið eiga eftir að frumsýna keppnisbíla sína. Það eru Caterham og Marussia sem munu frumsýna í fyrramálið áður en fyrsta æfingalotan hefst og Williams-liðið sem frumsýnir ekki fyrr en 19. febrúar eða þegar fyrstu æfingum er lokið í Jerez og æfingarnar í Barcelona hefjast.Toro Rosso-liðið frumsýndi bílinn sinn
Formúla Mest lesið Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn Fleiri fréttir Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira