Innlent

Samið um gerð Vaðlaheiðarganga

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Mynd úr safni.
Skrifað var undir samninga í gær um gerð Vaðlaheiðarganga á milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals. ÍAV, áður Íslenskir aðalverktakar, og svissneska verktakafyrirtækið Matri áttu lægsta tilboð í verkið, jafnvirði 11,5 milljarða króna en stefnt er að því að taka Vaðlaheiðargöng í notkun árið 2016. Göngin stytta hringveginn um 16 km.

Meðal viðstaddra við undirritunina í menningarhúsinu Hofi á Akureyri voru Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra og Kristján L. Möller alþingismaður. Báðir eru þingmenn Norðausturkjördæmis og hafa barist ötullega fyrir því að framkvæmdin fái brautargengi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×