Ferrari og Force India frumsýndu í dag Birgir Þór Harðarson skrifar 1. febrúar 2013 21:30 Nýi Ferrari-bíllinn heitir F138. nordicphotos/afp Ferrari-liðið svipti hulunni af nýja keppnisbíl liðsins sem þeir Fernando Alonso og Felipe Massa munu aka í sumar. Bílinn kalla þeir F138 og er hann þróaður út frá hönnun bílsins sem notaður var í fyrra. Afturendi bílsins hefur verið endurhannaður til þess að hægt væri að útfæra pústkerfið á annan hátt en gert var í fyrra. Þá hefur loftinntökunum verið breytt til þess að auka virkni loftflæðisins yfir bílinn. Ferrari-liðið notaði vindgöng Toyota í Köln í Þýskalandi til þess að fikra sig áfram í tengslum við loftaflið en verið er að betrumbæta vindgöng liðsins í Maranello á Ítalíu. Force India-liðið frumsýndi einnig bílinn sinn í dag. Þá hafa fjögur lið frumsýnt bíla sína og eru tilbúin til að hefja æfingar á þriðjudaginn í næstu viku. Enn er óvíst hver mun aka við hlið Paul di Resta í sumar. Bílar Ferrari og Force India eiga það sameiginlegt að hafa ekki tröppu fyrir aftan framtrjónu bílanna. Bæði lið notuðu þá útfærslu í fyrra en hún fór illa í aðdáendur Formúlu 1. Lotus-liðið er eitt þeirra liða sem þegar hafa frumsýnt keppnisbíla sína fyrir árið 2013 sem halda sig við tröppuna. Það að trappan sé horfin á bílum Ferrari og Force India þýðir aðeins að yfirbygging bílsins hefur verið lækkuð. McLaren var eitt þeirra liða, utan Marussia, sem hafði ekki tröppu á bíl sínum í fyrra. Þeir hækkuðu aftur á móti yfirbyggingu MP4-28 bílsins án þess þó að þurfa að nota tröppuna.Di Resta mun aka fyrir Force India í sumar en ekki er víst hver mun aka við hlið hans.nordicphotos/afpFerrari-bíll ársins er glæsilegur. Formúla Mest lesið Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Fótbolti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Fótbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Fótbolti Nefna völl eftir nemanda sem lést á golfvelli Sport Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fótbolti Landsliðin spila í Adidas næstu árin Handbolti Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Ferrari-liðið svipti hulunni af nýja keppnisbíl liðsins sem þeir Fernando Alonso og Felipe Massa munu aka í sumar. Bílinn kalla þeir F138 og er hann þróaður út frá hönnun bílsins sem notaður var í fyrra. Afturendi bílsins hefur verið endurhannaður til þess að hægt væri að útfæra pústkerfið á annan hátt en gert var í fyrra. Þá hefur loftinntökunum verið breytt til þess að auka virkni loftflæðisins yfir bílinn. Ferrari-liðið notaði vindgöng Toyota í Köln í Þýskalandi til þess að fikra sig áfram í tengslum við loftaflið en verið er að betrumbæta vindgöng liðsins í Maranello á Ítalíu. Force India-liðið frumsýndi einnig bílinn sinn í dag. Þá hafa fjögur lið frumsýnt bíla sína og eru tilbúin til að hefja æfingar á þriðjudaginn í næstu viku. Enn er óvíst hver mun aka við hlið Paul di Resta í sumar. Bílar Ferrari og Force India eiga það sameiginlegt að hafa ekki tröppu fyrir aftan framtrjónu bílanna. Bæði lið notuðu þá útfærslu í fyrra en hún fór illa í aðdáendur Formúlu 1. Lotus-liðið er eitt þeirra liða sem þegar hafa frumsýnt keppnisbíla sína fyrir árið 2013 sem halda sig við tröppuna. Það að trappan sé horfin á bílum Ferrari og Force India þýðir aðeins að yfirbygging bílsins hefur verið lækkuð. McLaren var eitt þeirra liða, utan Marussia, sem hafði ekki tröppu á bíl sínum í fyrra. Þeir hækkuðu aftur á móti yfirbyggingu MP4-28 bílsins án þess þó að þurfa að nota tröppuna.Di Resta mun aka fyrir Force India í sumar en ekki er víst hver mun aka við hlið hans.nordicphotos/afpFerrari-bíll ársins er glæsilegur.
Formúla Mest lesið Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Fótbolti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Fótbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Fótbolti Nefna völl eftir nemanda sem lést á golfvelli Sport Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fótbolti Landsliðin spila í Adidas næstu árin Handbolti Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira