"Þá getum við fagnað almennilega" Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. febrúar 2013 13:15 Mæðgurnar í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Björk Eiðsdóttir, móðir Blævar Bjarkardóttur Rúnarsdóttur, var kampakát með fréttir þess efnis að dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Bjarkar gegn íslenska ríkinu yrði ekki áfrýjað. „En gaman að heyra. Þetta eru frábærar fréttir," sagði Björk ánægð með tíðindi dagsins. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra staðfesti við fréttastofu fyrr í dag að dómnum yrði ekki áfrýjað. Þá þyrfti að taka þyrfti lög um mannanafnanefnd til endurskoðunar að hans mati. „Þá getum við fagnað almennilega. Þá er þetta fullnaðarsigur," segir Björk. Hún segist hafa haft á bak við eyrað í gær, þegar dómnum var fagnað, að áfrýjun gæti tafið málið í allt að ár til viðbótar. „Ég var einmitt að hugsa hvort það væri ekki fínt ef fullt af fólki færi og skírði dætur sínar Blær svo það væri erfiðara að snúa dóminum við," segir Björk og hlær. Mæðgurnar hafa ekki enn haft tíma til þess að gera sér ferð í Þjóðskrá Íslands og fá nafninu breytt. Í dag er hún skráð Stúlka Bjarkardóttir Rúnarsdóttir en nú er breytingin handan við hornið. Björk segir fjölmarga hafa haft samband við sig enda beri nokkrar stúlkur nafnið Blær hér á landi. Einn hafi spurt Björk hvort niðurstaðan í gær gilti ekki einnig um dóttur sína sem ber millinafnið Blær. „Auðvitað mega allar stelpur núna heita Blær, ekki bara mín," segir Björk greinilega í skýjunum með atburðarásina undanfarin sólarhring. Hún telur a.m.k. níu stelpur bera nafnið Blær sem millinafn í Íslendingabók. Hinar sömu bera millinafnið ekki í Þjóðskrá enda hafi ekki fengist leyfi til þess fyrr en með dómnum í gær. „Þær stelpur hafa haft fyrir því að hringja í Íslendingabók og biðja þau um að breyta þessu. Þannig að þær eru pottþétt fleiri," segir Björk. Hún veit til þess að foreldri stúlku, sem ber millinafnið Blær, hafi haft samband við Þjóðskrá og óskað eftir breytingu á skráningu í kjölfar dómsins. „Þau (starfsfólk Þjóðskrár) vissu ekki hvernig þau áttu að taka á málinu," segir Björk sem ætlar að að sækja starfsmenn Þjóðskrár heim á næstunni og hafa dóminn meðferðis. Aðspurð hvort ekki sé tilefni til þess að hóa í allar stelpur sem beri nafnið Blær og slá upp veislu segir Björk: „Nákvæmlega. Ég var einmitt að hugsa það í morgun. Það væri tilvalið að hittast og fagna saman." Tengdar fréttir "Loksins komin með Blæ í vegabréfið mitt" "Ég var að búast við því að vinna, ég var alltaf jákvæð," sagði Blær Bjarkardóttir við fjölmiðla nokkrum mínútum eftir að dómari úrskurðaði að heimilt sé fyrir konur að heita nafninu Blær. Mannanafnanefnd hafði áður úrskurðað að nafnið væri karlkyns. 31. janúar 2013 11:26 Dómnum verður ekki áfrýjað Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir að taka þurfi lög um mannanafnanefnd til endurskoðunar. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í gær leyfilegt væri að nefna stúlkur Blær á Íslandi. 1. febrúar 2013 12:15 Sýnist að dómurinn geti haft áhrif á störf mannanafnanefndar Trausti Fannar Valsson lögfræðingur, sem sæti á í mannanafnanefnd, telur að dómur sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag í máli Bjarkar Eiðsdóttur, fyrir hönd dóttur sinnar gegn íslenska ríkinu, muni hafa áhrif á störf nefndarinnar. 31. janúar 2013 16:46 Blær má heita nafninu sínu 1. febrúar 2013 00:01 Héraðsdómur heimilar nafnið Blær Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur úrskurðaði nú fyrir stundu að leyfilegt er að nefna stúlkur nafninu Blær. Mannanafnanefnd hafði áður komist að því að nafnið sé karlmannsnafn. Úrskurðurinn var kveðinn upp að viðstöddu fjölmenni. 31. janúar 2013 10:53 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira
Björk Eiðsdóttir, móðir Blævar Bjarkardóttur Rúnarsdóttur, var kampakát með fréttir þess efnis að dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Bjarkar gegn íslenska ríkinu yrði ekki áfrýjað. „En gaman að heyra. Þetta eru frábærar fréttir," sagði Björk ánægð með tíðindi dagsins. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra staðfesti við fréttastofu fyrr í dag að dómnum yrði ekki áfrýjað. Þá þyrfti að taka þyrfti lög um mannanafnanefnd til endurskoðunar að hans mati. „Þá getum við fagnað almennilega. Þá er þetta fullnaðarsigur," segir Björk. Hún segist hafa haft á bak við eyrað í gær, þegar dómnum var fagnað, að áfrýjun gæti tafið málið í allt að ár til viðbótar. „Ég var einmitt að hugsa hvort það væri ekki fínt ef fullt af fólki færi og skírði dætur sínar Blær svo það væri erfiðara að snúa dóminum við," segir Björk og hlær. Mæðgurnar hafa ekki enn haft tíma til þess að gera sér ferð í Þjóðskrá Íslands og fá nafninu breytt. Í dag er hún skráð Stúlka Bjarkardóttir Rúnarsdóttir en nú er breytingin handan við hornið. Björk segir fjölmarga hafa haft samband við sig enda beri nokkrar stúlkur nafnið Blær hér á landi. Einn hafi spurt Björk hvort niðurstaðan í gær gilti ekki einnig um dóttur sína sem ber millinafnið Blær. „Auðvitað mega allar stelpur núna heita Blær, ekki bara mín," segir Björk greinilega í skýjunum með atburðarásina undanfarin sólarhring. Hún telur a.m.k. níu stelpur bera nafnið Blær sem millinafn í Íslendingabók. Hinar sömu bera millinafnið ekki í Þjóðskrá enda hafi ekki fengist leyfi til þess fyrr en með dómnum í gær. „Þær stelpur hafa haft fyrir því að hringja í Íslendingabók og biðja þau um að breyta þessu. Þannig að þær eru pottþétt fleiri," segir Björk. Hún veit til þess að foreldri stúlku, sem ber millinafnið Blær, hafi haft samband við Þjóðskrá og óskað eftir breytingu á skráningu í kjölfar dómsins. „Þau (starfsfólk Þjóðskrár) vissu ekki hvernig þau áttu að taka á málinu," segir Björk sem ætlar að að sækja starfsmenn Þjóðskrár heim á næstunni og hafa dóminn meðferðis. Aðspurð hvort ekki sé tilefni til þess að hóa í allar stelpur sem beri nafnið Blær og slá upp veislu segir Björk: „Nákvæmlega. Ég var einmitt að hugsa það í morgun. Það væri tilvalið að hittast og fagna saman."
Tengdar fréttir "Loksins komin með Blæ í vegabréfið mitt" "Ég var að búast við því að vinna, ég var alltaf jákvæð," sagði Blær Bjarkardóttir við fjölmiðla nokkrum mínútum eftir að dómari úrskurðaði að heimilt sé fyrir konur að heita nafninu Blær. Mannanafnanefnd hafði áður úrskurðað að nafnið væri karlkyns. 31. janúar 2013 11:26 Dómnum verður ekki áfrýjað Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir að taka þurfi lög um mannanafnanefnd til endurskoðunar. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í gær leyfilegt væri að nefna stúlkur Blær á Íslandi. 1. febrúar 2013 12:15 Sýnist að dómurinn geti haft áhrif á störf mannanafnanefndar Trausti Fannar Valsson lögfræðingur, sem sæti á í mannanafnanefnd, telur að dómur sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag í máli Bjarkar Eiðsdóttur, fyrir hönd dóttur sinnar gegn íslenska ríkinu, muni hafa áhrif á störf nefndarinnar. 31. janúar 2013 16:46 Blær má heita nafninu sínu 1. febrúar 2013 00:01 Héraðsdómur heimilar nafnið Blær Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur úrskurðaði nú fyrir stundu að leyfilegt er að nefna stúlkur nafninu Blær. Mannanafnanefnd hafði áður komist að því að nafnið sé karlmannsnafn. Úrskurðurinn var kveðinn upp að viðstöddu fjölmenni. 31. janúar 2013 10:53 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira
"Loksins komin með Blæ í vegabréfið mitt" "Ég var að búast við því að vinna, ég var alltaf jákvæð," sagði Blær Bjarkardóttir við fjölmiðla nokkrum mínútum eftir að dómari úrskurðaði að heimilt sé fyrir konur að heita nafninu Blær. Mannanafnanefnd hafði áður úrskurðað að nafnið væri karlkyns. 31. janúar 2013 11:26
Dómnum verður ekki áfrýjað Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir að taka þurfi lög um mannanafnanefnd til endurskoðunar. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í gær leyfilegt væri að nefna stúlkur Blær á Íslandi. 1. febrúar 2013 12:15
Sýnist að dómurinn geti haft áhrif á störf mannanafnanefndar Trausti Fannar Valsson lögfræðingur, sem sæti á í mannanafnanefnd, telur að dómur sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag í máli Bjarkar Eiðsdóttur, fyrir hönd dóttur sinnar gegn íslenska ríkinu, muni hafa áhrif á störf nefndarinnar. 31. janúar 2013 16:46
Héraðsdómur heimilar nafnið Blær Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur úrskurðaði nú fyrir stundu að leyfilegt er að nefna stúlkur nafninu Blær. Mannanafnanefnd hafði áður komist að því að nafnið sé karlmannsnafn. Úrskurðurinn var kveðinn upp að viðstöddu fjölmenni. 31. janúar 2013 10:53