„Ég varð að vernda Reevu“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 19. febrúar 2013 16:52 Suður-Afríski spretthlauparinn Oscar Pistorius mætti fyrir dómara í dag, en hann er grunaður um að hafa myrt kærustu sína, Reevu Steencamp. Það var þungt yfir spretthlauparanum þegar hann lýsti atburðum hinnar afdrifaríku nætur, en saksóknar gefa Pistorius það að sök að hafa skotið Steenkamp fjórum skotum í gegn um baðherbergishurð. "Ég er mjög meðvitaður um að fólk brýst inn til annars fólks í þeim tilgangi að fremja glæpi. Ég hef fengið morðhótanir í gegnum tíðina og sef því með níu millimetra skammbyssu undir rúminu." Þetta er brot úr vitnisburði Pistorius hjá dómaranum, en hann segist hafa farið á fætur til þess að loka rennihurð, en þá heyrt skarkala sem barst frá baðherberginu og því hefði hann talið að einhver hefði brotist inn til hans. "Ég var ekki með gervifæturna áfasta og fannst ég því afar berskjaldaður. Ég varð að vernda Reevu og sjálfa mig," hélt Pistorius áfram. "Ég kveikti ekki ljósið. Ég færði mig í átt að baðherberginu og öskraði í áttina að hurðinni. Ég stóð á stubbunum þegar ég skaut úr byssunni í gegn um baðherbergishurðina og æpti á Reevu og sagði heni að hringja á lögregluna."Aðstandendur Pistorius í dómssalnum."Hún dó í fanginu á mér" Þá segist Pistorius hafa farið aftur inn í svefnherbergi og að þá hafi honum dottið í hug sá möguleiki að það gæti hafa verið Steencamp sem væri inni á baðherberginu. "Þetta var hryllilegt. Ég sparkaði upp hurðinni og hringdi á hjálp. Ég bar hana niður stigann þar sem mér var sagt að bíða ekki eftir sjúkraliðum. Hún dó í fanginu á mér. Eftir á að hyggja, þá tel ég að Reeva hafi farið inn á baðherbergi á meðan ég lokaði rennihurðinni." Saksóknarar leggjast gegn því að Pistorius verði látinn laus gegn tryggingagjalds, en þeir telja að morðið hafi verið af yfirlögðu ráði. Oscar Pistorius Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Suður-Afríski spretthlauparinn Oscar Pistorius mætti fyrir dómara í dag, en hann er grunaður um að hafa myrt kærustu sína, Reevu Steencamp. Það var þungt yfir spretthlauparanum þegar hann lýsti atburðum hinnar afdrifaríku nætur, en saksóknar gefa Pistorius það að sök að hafa skotið Steenkamp fjórum skotum í gegn um baðherbergishurð. "Ég er mjög meðvitaður um að fólk brýst inn til annars fólks í þeim tilgangi að fremja glæpi. Ég hef fengið morðhótanir í gegnum tíðina og sef því með níu millimetra skammbyssu undir rúminu." Þetta er brot úr vitnisburði Pistorius hjá dómaranum, en hann segist hafa farið á fætur til þess að loka rennihurð, en þá heyrt skarkala sem barst frá baðherberginu og því hefði hann talið að einhver hefði brotist inn til hans. "Ég var ekki með gervifæturna áfasta og fannst ég því afar berskjaldaður. Ég varð að vernda Reevu og sjálfa mig," hélt Pistorius áfram. "Ég kveikti ekki ljósið. Ég færði mig í átt að baðherberginu og öskraði í áttina að hurðinni. Ég stóð á stubbunum þegar ég skaut úr byssunni í gegn um baðherbergishurðina og æpti á Reevu og sagði heni að hringja á lögregluna."Aðstandendur Pistorius í dómssalnum."Hún dó í fanginu á mér" Þá segist Pistorius hafa farið aftur inn í svefnherbergi og að þá hafi honum dottið í hug sá möguleiki að það gæti hafa verið Steencamp sem væri inni á baðherberginu. "Þetta var hryllilegt. Ég sparkaði upp hurðinni og hringdi á hjálp. Ég bar hana niður stigann þar sem mér var sagt að bíða ekki eftir sjúkraliðum. Hún dó í fanginu á mér. Eftir á að hyggja, þá tel ég að Reeva hafi farið inn á baðherbergi á meðan ég lokaði rennihurðinni." Saksóknarar leggjast gegn því að Pistorius verði látinn laus gegn tryggingagjalds, en þeir telja að morðið hafi verið af yfirlögðu ráði.
Oscar Pistorius Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira