Menning

Mikkelsen leikur Hannibal Lecter

Danski leikarinn Mads Mikkelsen fer með hlutverk Hannibal Lecter í nýrri sjónvarpsþáttaröð um þessa „ástsælu" mannætu.

Að sögn kvikmyndavefsins Svarthöfða er það sjónvarpsstöðin NBC sem framleiðir þættina og fjalla þeir um Hannibal á yngri árum

Fyrsta sýnishornið var sett í loftið á dögunum, en á móti Mikkelsen leika þau Laurence Fishburne og Gillian Anderson í þáttunum.

Lecter er hugarfóstur rithöfundarins Thomas Harris, og hefur komið fram í fimm kvikmyndum, en sú þekktasta er Silence of the Lambs sem kom út árið 1991. Anthony Hopkins fór þar með hlutverk Lecter og fékk Óskarsverðlaun fyrir ómakið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.