Sveitahótel Ólafs Laufdals með toppeinkunn - neita að gefast upp Kristján Már Unnarsson skrifar 17. febrúar 2013 21:13 Lúxus-sveitahótel Ólafs Laufdals í Grímsnesi hefur slegið í gegn með hæstu dóma viðskiptavina á alþjóðlegum netsíðum. Fjallað var hótelreksturinn en einnig um lífsferil þessa mesta skemmtanakóngs Íslands fyrr og síðar í þættinum Um land allt á Stöð 2 í kvöld. Þótt lítið hafi borið á Ólafi Laufdal undanfarin ár hefur hann ekki setið auðum höndum heldur byggt upp, ásamt eiginkonu sinni, Kristínu Ketilsdóttur, 64 rúma lúxus-hótel á bökkum Sogsins, Hótel Grímsborgir. Þau eru með gistinguna í sex stórum húsum, hverju húsi er skipt í tvær íbúðir, og það er óhætt að segja að það séu vandfundin veglegri gistihús hérlendis. Hæstu dómar á stærstu ferðasíðum, eins og fimm stjörnur á Trip-advisor og yfir níu á Booking, valda því að gestirnir streyma til þeirra. Smekkfullt var um jól og áramót, febrúar er búinn að vera eins og sumarmánuður, marsmánuður lofar góðu, bókanir framundan eru þrefalt meiri en í fyrra, og sumarið stefnir í að verða fullbókað. Í þættinum ræddu þau Ólafur og Kristín einnig um árin þegar hann var ókrýndur skemmtanakóngur Íslands með 600 manns í vinnu, þegar hann rak skemmtistaðina Hollywood, Broadway og Hótel Ísland, og einnig Sjallann og Hótel Borg, þegar fólkið stóð í biðröðum eftir að komast inn. Ólafur Laufdal stóð fyrir stórsýningum með íslenskum tónlistarmönnum og flutti inn milli 70 og 80 heimsfræga skemmtikrafta, og margir þeirra komu heim til þeirra hjóna í veglegt einbýlishúsið á Arnarnesi, stjörnur eins og Fats Domino og Tom Jones. Þau ræddu einnig opinskátt um fjárhagsáföll, fyrst þegar bankinn yfirtók Hótel Ísland og svo þegar ævisparnaðurinn tapaðist í hruninu 2008. Ólafur segir að eiginkonan stappi í hann stálinu. „Ég neita að gefast upp," segir Kristín. Sjá má þáttinn í heild sinni hér að ofan. Ferðamennska á Íslandi Grímsnes- og Grafningshreppur Um land allt Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Sjá meira
Lúxus-sveitahótel Ólafs Laufdals í Grímsnesi hefur slegið í gegn með hæstu dóma viðskiptavina á alþjóðlegum netsíðum. Fjallað var hótelreksturinn en einnig um lífsferil þessa mesta skemmtanakóngs Íslands fyrr og síðar í þættinum Um land allt á Stöð 2 í kvöld. Þótt lítið hafi borið á Ólafi Laufdal undanfarin ár hefur hann ekki setið auðum höndum heldur byggt upp, ásamt eiginkonu sinni, Kristínu Ketilsdóttur, 64 rúma lúxus-hótel á bökkum Sogsins, Hótel Grímsborgir. Þau eru með gistinguna í sex stórum húsum, hverju húsi er skipt í tvær íbúðir, og það er óhætt að segja að það séu vandfundin veglegri gistihús hérlendis. Hæstu dómar á stærstu ferðasíðum, eins og fimm stjörnur á Trip-advisor og yfir níu á Booking, valda því að gestirnir streyma til þeirra. Smekkfullt var um jól og áramót, febrúar er búinn að vera eins og sumarmánuður, marsmánuður lofar góðu, bókanir framundan eru þrefalt meiri en í fyrra, og sumarið stefnir í að verða fullbókað. Í þættinum ræddu þau Ólafur og Kristín einnig um árin þegar hann var ókrýndur skemmtanakóngur Íslands með 600 manns í vinnu, þegar hann rak skemmtistaðina Hollywood, Broadway og Hótel Ísland, og einnig Sjallann og Hótel Borg, þegar fólkið stóð í biðröðum eftir að komast inn. Ólafur Laufdal stóð fyrir stórsýningum með íslenskum tónlistarmönnum og flutti inn milli 70 og 80 heimsfræga skemmtikrafta, og margir þeirra komu heim til þeirra hjóna í veglegt einbýlishúsið á Arnarnesi, stjörnur eins og Fats Domino og Tom Jones. Þau ræddu einnig opinskátt um fjárhagsáföll, fyrst þegar bankinn yfirtók Hótel Ísland og svo þegar ævisparnaðurinn tapaðist í hruninu 2008. Ólafur segir að eiginkonan stappi í hann stálinu. „Ég neita að gefast upp," segir Kristín. Sjá má þáttinn í heild sinni hér að ofan.
Ferðamennska á Íslandi Grímsnes- og Grafningshreppur Um land allt Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Sjá meira