Sveitahótel Ólafs Laufdals með toppeinkunn - neita að gefast upp Kristján Már Unnarsson skrifar 17. febrúar 2013 21:13 Lúxus-sveitahótel Ólafs Laufdals í Grímsnesi hefur slegið í gegn með hæstu dóma viðskiptavina á alþjóðlegum netsíðum. Fjallað var hótelreksturinn en einnig um lífsferil þessa mesta skemmtanakóngs Íslands fyrr og síðar í þættinum Um land allt á Stöð 2 í kvöld. Þótt lítið hafi borið á Ólafi Laufdal undanfarin ár hefur hann ekki setið auðum höndum heldur byggt upp, ásamt eiginkonu sinni, Kristínu Ketilsdóttur, 64 rúma lúxus-hótel á bökkum Sogsins, Hótel Grímsborgir. Þau eru með gistinguna í sex stórum húsum, hverju húsi er skipt í tvær íbúðir, og það er óhætt að segja að það séu vandfundin veglegri gistihús hérlendis. Hæstu dómar á stærstu ferðasíðum, eins og fimm stjörnur á Trip-advisor og yfir níu á Booking, valda því að gestirnir streyma til þeirra. Smekkfullt var um jól og áramót, febrúar er búinn að vera eins og sumarmánuður, marsmánuður lofar góðu, bókanir framundan eru þrefalt meiri en í fyrra, og sumarið stefnir í að verða fullbókað. Í þættinum ræddu þau Ólafur og Kristín einnig um árin þegar hann var ókrýndur skemmtanakóngur Íslands með 600 manns í vinnu, þegar hann rak skemmtistaðina Hollywood, Broadway og Hótel Ísland, og einnig Sjallann og Hótel Borg, þegar fólkið stóð í biðröðum eftir að komast inn. Ólafur Laufdal stóð fyrir stórsýningum með íslenskum tónlistarmönnum og flutti inn milli 70 og 80 heimsfræga skemmtikrafta, og margir þeirra komu heim til þeirra hjóna í veglegt einbýlishúsið á Arnarnesi, stjörnur eins og Fats Domino og Tom Jones. Þau ræddu einnig opinskátt um fjárhagsáföll, fyrst þegar bankinn yfirtók Hótel Ísland og svo þegar ævisparnaðurinn tapaðist í hruninu 2008. Ólafur segir að eiginkonan stappi í hann stálinu. „Ég neita að gefast upp," segir Kristín. Sjá má þáttinn í heild sinni hér að ofan. Ferðamennska á Íslandi Grímsnes- og Grafningshreppur Um land allt Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Sjá meira
Lúxus-sveitahótel Ólafs Laufdals í Grímsnesi hefur slegið í gegn með hæstu dóma viðskiptavina á alþjóðlegum netsíðum. Fjallað var hótelreksturinn en einnig um lífsferil þessa mesta skemmtanakóngs Íslands fyrr og síðar í þættinum Um land allt á Stöð 2 í kvöld. Þótt lítið hafi borið á Ólafi Laufdal undanfarin ár hefur hann ekki setið auðum höndum heldur byggt upp, ásamt eiginkonu sinni, Kristínu Ketilsdóttur, 64 rúma lúxus-hótel á bökkum Sogsins, Hótel Grímsborgir. Þau eru með gistinguna í sex stórum húsum, hverju húsi er skipt í tvær íbúðir, og það er óhætt að segja að það séu vandfundin veglegri gistihús hérlendis. Hæstu dómar á stærstu ferðasíðum, eins og fimm stjörnur á Trip-advisor og yfir níu á Booking, valda því að gestirnir streyma til þeirra. Smekkfullt var um jól og áramót, febrúar er búinn að vera eins og sumarmánuður, marsmánuður lofar góðu, bókanir framundan eru þrefalt meiri en í fyrra, og sumarið stefnir í að verða fullbókað. Í þættinum ræddu þau Ólafur og Kristín einnig um árin þegar hann var ókrýndur skemmtanakóngur Íslands með 600 manns í vinnu, þegar hann rak skemmtistaðina Hollywood, Broadway og Hótel Ísland, og einnig Sjallann og Hótel Borg, þegar fólkið stóð í biðröðum eftir að komast inn. Ólafur Laufdal stóð fyrir stórsýningum með íslenskum tónlistarmönnum og flutti inn milli 70 og 80 heimsfræga skemmtikrafta, og margir þeirra komu heim til þeirra hjóna í veglegt einbýlishúsið á Arnarnesi, stjörnur eins og Fats Domino og Tom Jones. Þau ræddu einnig opinskátt um fjárhagsáföll, fyrst þegar bankinn yfirtók Hótel Ísland og svo þegar ævisparnaðurinn tapaðist í hruninu 2008. Ólafur segir að eiginkonan stappi í hann stálinu. „Ég neita að gefast upp," segir Kristín. Sjá má þáttinn í heild sinni hér að ofan.
Ferðamennska á Íslandi Grímsnes- og Grafningshreppur Um land allt Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Sjá meira