"Ekki slást við svín í svínastíunni“ 17. febrúar 2013 16:04 „Ég læt ekki áróðursbull og vitleysu stoppa mig. Það er eins gott að hætta þessu bara ef menn hrekjast undan hælbítum með lélegan málstað. Það kemur bara ekki til greina." Þetta sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar spurði þáttastjórnandi hvort að umræðan um tengsl Bjarna við viðskiptalífið hafi haft neikvæð áhrif á hann sem formann og um leið á fylgi Sjálfstæðisflokkinn. „Það getur vel verið," svaraði Bjarni. „Þetta er tilraun andstæðinga minna - og sérstaklega þeirra sem vilja hnekkja á Sjálfstæðisflokknum - til að finna mál sem draga athygli frá stóru málunum. Þeir sem vilja tala um þetta þora ekki í málefnalega umræðu um hin stóru mál stjórnmálanna." Bjarni ítrekaði að hann hefði aldrei setið í stjórn Vafnings og að hann hefði hvorki talað yfir hönd félagsins né staðið í samningagerð fyrir hönd þess. „Ég kom ekki nálægt þessu félagi á neinn hátt," sagði Bjarni. „Þannig að það er algjörlega fráleitt að vera að bendla mig með óeðlilegum hætti við þetta félag. Enda kom það í ljós í dómsmálinu í desember að saksóknari var á villigötum með því að vera blanda því inn í þetta Milestone-lán." Eins og fram kom í könnun Capacent Gallup, sem gerð var fyrir hönd Samtaka áhugafólks um stjórnmál, á dögunum telja 82 prósent að Hanna Birna Kristjánsdóttir yrði sterkari formaður Sjálfstæðisflokksins en Bjarni. Bjarni segir það vel mega vera að umræðan um tengsl hans við viðskiptalífið hafi haft áhrif á niðurstöðu könnunarinnar. „Þó svo að ég standi einn eftir með að svara fyrir þessi tengsl þá hætti ég því ekki," segir Bjarni. „Ég legg ekki niður vopnin, þó að andstæðingar mínir reyni að klína á mig ósanngjörnum ávirðingum eins og DV-menn hafa gert ítrekað." Þá sagði Bjarni að hann hefði getað höfðað mál á hendur DV fyrir að hafa haldið því fram í forsíðufrétt að hann hefði játað að hafa gerst sekur um skjalafals í Vafningsmálinu. „Hvers konar yfirgangur og bull og vitleysa er þetta?" spyr Bjarni. Sp. blm. En hefurðu hugsað þér að fara í meiðyrðamál? „Ég hef nálgast þetta út frá heilræði sem ég lærði einu sinni í Ameríku: Ekki slást við svín í svínastíunni, báðir verða skítugir upp fyrir haus, en það er bara svínið sem hefur gaman af því." Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan. Vafningsmálið Sjálfstæðisflokkurinn Sprengisandur Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Sjá meira
„Ég læt ekki áróðursbull og vitleysu stoppa mig. Það er eins gott að hætta þessu bara ef menn hrekjast undan hælbítum með lélegan málstað. Það kemur bara ekki til greina." Þetta sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar spurði þáttastjórnandi hvort að umræðan um tengsl Bjarna við viðskiptalífið hafi haft neikvæð áhrif á hann sem formann og um leið á fylgi Sjálfstæðisflokkinn. „Það getur vel verið," svaraði Bjarni. „Þetta er tilraun andstæðinga minna - og sérstaklega þeirra sem vilja hnekkja á Sjálfstæðisflokknum - til að finna mál sem draga athygli frá stóru málunum. Þeir sem vilja tala um þetta þora ekki í málefnalega umræðu um hin stóru mál stjórnmálanna." Bjarni ítrekaði að hann hefði aldrei setið í stjórn Vafnings og að hann hefði hvorki talað yfir hönd félagsins né staðið í samningagerð fyrir hönd þess. „Ég kom ekki nálægt þessu félagi á neinn hátt," sagði Bjarni. „Þannig að það er algjörlega fráleitt að vera að bendla mig með óeðlilegum hætti við þetta félag. Enda kom það í ljós í dómsmálinu í desember að saksóknari var á villigötum með því að vera blanda því inn í þetta Milestone-lán." Eins og fram kom í könnun Capacent Gallup, sem gerð var fyrir hönd Samtaka áhugafólks um stjórnmál, á dögunum telja 82 prósent að Hanna Birna Kristjánsdóttir yrði sterkari formaður Sjálfstæðisflokksins en Bjarni. Bjarni segir það vel mega vera að umræðan um tengsl hans við viðskiptalífið hafi haft áhrif á niðurstöðu könnunarinnar. „Þó svo að ég standi einn eftir með að svara fyrir þessi tengsl þá hætti ég því ekki," segir Bjarni. „Ég legg ekki niður vopnin, þó að andstæðingar mínir reyni að klína á mig ósanngjörnum ávirðingum eins og DV-menn hafa gert ítrekað." Þá sagði Bjarni að hann hefði getað höfðað mál á hendur DV fyrir að hafa haldið því fram í forsíðufrétt að hann hefði játað að hafa gerst sekur um skjalafals í Vafningsmálinu. „Hvers konar yfirgangur og bull og vitleysa er þetta?" spyr Bjarni. Sp. blm. En hefurðu hugsað þér að fara í meiðyrðamál? „Ég hef nálgast þetta út frá heilræði sem ég lærði einu sinni í Ameríku: Ekki slást við svín í svínastíunni, báðir verða skítugir upp fyrir haus, en það er bara svínið sem hefur gaman af því." Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Vafningsmálið Sjálfstæðisflokkurinn Sprengisandur Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Sjá meira