Pistorius hágrét í réttarsal 15. febrúar 2013 10:29 Pistorius gengur inn í réttarsal í morgun Mynd/AP Spretthlauparinn Oscar Pistorius grét í réttarsal í morgun þegar hann var formlega ákærður fyrir morðið á kærustu sinni á heimili þeirra í gærmorgun. Pistorius var leiddur inn dómsal í handjárnum af lögreglumönnum og huldi hann andlit sitt með jakka og stílabók. Hann grét stöðugt þegar saksóknari las upp ákæruna gegn honum en fram kom í máli hans að spretthlauparinn er ákærður fyrir að hafa myrt Reevu Steenkamp, kærustu sína af yfirlögðu ráði. Samkvæmt frásögn fjölmiðla var andrúmsloftið í dómsalnum í morgun tilfinningaþrungið. Faðir hans hafi haldið í hönd hans allan tímann á meðan spretthlauparinn hágrét. Dómari hafnaði því að láta hann lausan gegn tryggingu og verður hann því áfram í haldi lögreglu. Verjandi hans fór fram á að hann myndi dúsa í fangaklefa á lögreglustöð, en ekki fangelsi, á meðan rannsókn stendur yfir. Dómari féllst á þá kröfu verjandans. Fréttastofan Sky News segir frá því að lík kærustunnar hafi fundist inni á baðherbergi íbúðarhússins og að hún hafi verið skotin fjórum sinnum með 9 millimetra skammbyssu í gegnum baðherbergishurðina. Handtaka Pistorius er mikið áfall fyrir suður-afrísku þjóðina enda er spretthlauparinn álitinn þjóðarhetja eftir afrek sín á íþróttasviðinu síðustu ár. Hann varð fyrsti fatlaði íþróttamaðurinn til að keppa á Ólympíuleikum og sá fyrsti til að vinna gull í 100, 200 og 400 metra hlaupi á Ólympíleikum fatlaðra. Pistorius og Steenkamp byrjuðu saman í nóvember síðastliðnum. Verði hann fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér allt að lífsstíðarfangelsi. Oscar Pistorius Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Spretthlauparinn Oscar Pistorius grét í réttarsal í morgun þegar hann var formlega ákærður fyrir morðið á kærustu sinni á heimili þeirra í gærmorgun. Pistorius var leiddur inn dómsal í handjárnum af lögreglumönnum og huldi hann andlit sitt með jakka og stílabók. Hann grét stöðugt þegar saksóknari las upp ákæruna gegn honum en fram kom í máli hans að spretthlauparinn er ákærður fyrir að hafa myrt Reevu Steenkamp, kærustu sína af yfirlögðu ráði. Samkvæmt frásögn fjölmiðla var andrúmsloftið í dómsalnum í morgun tilfinningaþrungið. Faðir hans hafi haldið í hönd hans allan tímann á meðan spretthlauparinn hágrét. Dómari hafnaði því að láta hann lausan gegn tryggingu og verður hann því áfram í haldi lögreglu. Verjandi hans fór fram á að hann myndi dúsa í fangaklefa á lögreglustöð, en ekki fangelsi, á meðan rannsókn stendur yfir. Dómari féllst á þá kröfu verjandans. Fréttastofan Sky News segir frá því að lík kærustunnar hafi fundist inni á baðherbergi íbúðarhússins og að hún hafi verið skotin fjórum sinnum með 9 millimetra skammbyssu í gegnum baðherbergishurðina. Handtaka Pistorius er mikið áfall fyrir suður-afrísku þjóðina enda er spretthlauparinn álitinn þjóðarhetja eftir afrek sín á íþróttasviðinu síðustu ár. Hann varð fyrsti fatlaði íþróttamaðurinn til að keppa á Ólympíuleikum og sá fyrsti til að vinna gull í 100, 200 og 400 metra hlaupi á Ólympíleikum fatlaðra. Pistorius og Steenkamp byrjuðu saman í nóvember síðastliðnum. Verði hann fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér allt að lífsstíðarfangelsi.
Oscar Pistorius Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira