Erlent

Spretthlauparinn Pistorius leiddur fyrir dómara í dag

Suður-afríski spretthlauparinn Oscar Pistorius verður færður fyrir dómara í dag en hann er talinn hafa myrt kærustu sína, Reevu Steenkamp, í fyrrinótt.

Pistorius eyddi nóttinni í fangaklefa en í dag tekur dómari afstöðu til þess hvort sleppa eigi spretthlauparanum úr haldi gegn tryggingu. Lögreglan í borginni Pretoriu er mótfallin því að sleppa Pistorius úr haldi.

Steenkamp varð fyrir fjórum skotum og telur lögreglan að Pistorius hafi myrt hana af ásetningi en ekki fyrir mistök eins og fyrstu fréttir af morðinu gáfu til kynna.

Lögreglan hefur áður verið kölluð að heimili spretthlauparans vegna heimilisofbeldis hans í garð kærustunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×