Óska eftir að Húsavík verði þjónustuhöfn Drekasvæðis Kristján Már Unnarsson skrifar 13. febrúar 2013 18:46 Olíufélög sem undirbúa leit á Drekasvæðinu hafa óskað eftir því að Húsavík verði þjónustuhöfn fyrir borpalla. Umsókn um lóð hefur verið send til bæjarráðs Norðurþings, sem tekur jákvætt í erindið. Fyrstu tvö sérleyfin voru afhent í byrjun janúar og merki sjást nú um að félögin eru byrjuð að undirbúa leitina. Fulltrúar annars leyfishafans, Íslensks kolvetnis, Faroe Petroleum og Petoro, hafa nú sótt um lóð við Húsavíkurhöfn undir aðstöðu til að þjónusta leitarborpalla. Í fundargerð bæjarráðs Norðurþings frá því í fyrradag kemur fram að óskað er eftir svæði til að geyma pípur og borstangir, svæði fyrir sementstanka og leðjutanka, lóð undir vöruhús og tengingum við vatn, olíu og rafmagn. Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og býður umsækjendum til viðræðna við bæjaryfirvöld, segir í bókun. Þorkell Erlingsson hjá Íslensku kolvetni segir að Húsavík sé eini staðurinn sem hópurinn hafi sótt um og að hún liggi afskaplega vel við. Þar sé að finna margskyns þjónustu eins og hótel, sjúkrahús og flugvöll og stutt sé til Akureyrar. Athygli vekur að félögin taka Húsavík fram yfir staði eins og Vopnafjörð og Þórshöfn, sem liggja nær Drekasvæðinu, og segir Þorkell ástæðuna þá að meiri þjónusta sé í boði á Húsavík. Fjarðabyggð, Seyðisfjörður og Akureyri hafa einnig sóst eftir þjónustuhlutverki en með þessari umsókn er Húsavík orðinn fyrsti valkostur. Vilji menn gera sér í hugarlund hver áhrifin gætu orðið á Húsavík, fari olíuleit af stað, er norski bærinn Sandnessjöen ágætt dæmi en Stöð 2 heimsótti hann í fyrra og sýndi þá þessa frétt. Tengdar fréttir Svona ná þeir olíunni upp innan átta ára Vinnsluskip, í líkingu við það sem tekið var í notkun á Skarfs-olíusvæðinu undan Norður-Noregi nú um áramótin, þykir líklegasta aðferðin til að vinna olíu og gas af Drekasvæðinu. Forstjóri Faroe-olíufélagsins segir að með slíkri lausn megi hefja olíuvinnsluna eftir sjö til átta ár, eða mun fyrr en með eldri aðferðum. Afhending fyrstu sérleyfanna á föstudag markaði upphaf olíustarfseminnar á Drekasvæðinu og áætlanir beggja leyfishafa gera ráð fyrir að næstu ár verði notuð til hljóðbylgjumælinga. 7. janúar 2013 18:45 Vonast til að olíuframleiðslan hefjist eftir 7-8 ár Olíuframleiðsla á landgrunni Íslands gæti hafist eftir sjö til átta ár og fyrsti borpallurinn komið eftir þrjú til fjögur ár. Þetta segir forstjóri skoska olíufélagsins Faroe Petroleum, sem nú er orðinn rétthafi fyrsta olíuvinnsluleyfis í lögsögu Íslands. Olíumálaráðherra Noregs segir leyfisútgáfuna í dag sögulegan viðburð. Norski olíumálaráðherrann Ola Borten Moe mætti í Ráðherrabústaðinn klukkan níu í morgun ásamt fylgdarliði til fundar við Steingrím J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra og áttu fulltrúar ríkjanna klukkustundarlangan fund áður en kom að stóru stundinni. 4. janúar 2013 18:37 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Olíufélög sem undirbúa leit á Drekasvæðinu hafa óskað eftir því að Húsavík verði þjónustuhöfn fyrir borpalla. Umsókn um lóð hefur verið send til bæjarráðs Norðurþings, sem tekur jákvætt í erindið. Fyrstu tvö sérleyfin voru afhent í byrjun janúar og merki sjást nú um að félögin eru byrjuð að undirbúa leitina. Fulltrúar annars leyfishafans, Íslensks kolvetnis, Faroe Petroleum og Petoro, hafa nú sótt um lóð við Húsavíkurhöfn undir aðstöðu til að þjónusta leitarborpalla. Í fundargerð bæjarráðs Norðurþings frá því í fyrradag kemur fram að óskað er eftir svæði til að geyma pípur og borstangir, svæði fyrir sementstanka og leðjutanka, lóð undir vöruhús og tengingum við vatn, olíu og rafmagn. Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og býður umsækjendum til viðræðna við bæjaryfirvöld, segir í bókun. Þorkell Erlingsson hjá Íslensku kolvetni segir að Húsavík sé eini staðurinn sem hópurinn hafi sótt um og að hún liggi afskaplega vel við. Þar sé að finna margskyns þjónustu eins og hótel, sjúkrahús og flugvöll og stutt sé til Akureyrar. Athygli vekur að félögin taka Húsavík fram yfir staði eins og Vopnafjörð og Þórshöfn, sem liggja nær Drekasvæðinu, og segir Þorkell ástæðuna þá að meiri þjónusta sé í boði á Húsavík. Fjarðabyggð, Seyðisfjörður og Akureyri hafa einnig sóst eftir þjónustuhlutverki en með þessari umsókn er Húsavík orðinn fyrsti valkostur. Vilji menn gera sér í hugarlund hver áhrifin gætu orðið á Húsavík, fari olíuleit af stað, er norski bærinn Sandnessjöen ágætt dæmi en Stöð 2 heimsótti hann í fyrra og sýndi þá þessa frétt.
Tengdar fréttir Svona ná þeir olíunni upp innan átta ára Vinnsluskip, í líkingu við það sem tekið var í notkun á Skarfs-olíusvæðinu undan Norður-Noregi nú um áramótin, þykir líklegasta aðferðin til að vinna olíu og gas af Drekasvæðinu. Forstjóri Faroe-olíufélagsins segir að með slíkri lausn megi hefja olíuvinnsluna eftir sjö til átta ár, eða mun fyrr en með eldri aðferðum. Afhending fyrstu sérleyfanna á föstudag markaði upphaf olíustarfseminnar á Drekasvæðinu og áætlanir beggja leyfishafa gera ráð fyrir að næstu ár verði notuð til hljóðbylgjumælinga. 7. janúar 2013 18:45 Vonast til að olíuframleiðslan hefjist eftir 7-8 ár Olíuframleiðsla á landgrunni Íslands gæti hafist eftir sjö til átta ár og fyrsti borpallurinn komið eftir þrjú til fjögur ár. Þetta segir forstjóri skoska olíufélagsins Faroe Petroleum, sem nú er orðinn rétthafi fyrsta olíuvinnsluleyfis í lögsögu Íslands. Olíumálaráðherra Noregs segir leyfisútgáfuna í dag sögulegan viðburð. Norski olíumálaráðherrann Ola Borten Moe mætti í Ráðherrabústaðinn klukkan níu í morgun ásamt fylgdarliði til fundar við Steingrím J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra og áttu fulltrúar ríkjanna klukkustundarlangan fund áður en kom að stóru stundinni. 4. janúar 2013 18:37 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Svona ná þeir olíunni upp innan átta ára Vinnsluskip, í líkingu við það sem tekið var í notkun á Skarfs-olíusvæðinu undan Norður-Noregi nú um áramótin, þykir líklegasta aðferðin til að vinna olíu og gas af Drekasvæðinu. Forstjóri Faroe-olíufélagsins segir að með slíkri lausn megi hefja olíuvinnsluna eftir sjö til átta ár, eða mun fyrr en með eldri aðferðum. Afhending fyrstu sérleyfanna á föstudag markaði upphaf olíustarfseminnar á Drekasvæðinu og áætlanir beggja leyfishafa gera ráð fyrir að næstu ár verði notuð til hljóðbylgjumælinga. 7. janúar 2013 18:45
Vonast til að olíuframleiðslan hefjist eftir 7-8 ár Olíuframleiðsla á landgrunni Íslands gæti hafist eftir sjö til átta ár og fyrsti borpallurinn komið eftir þrjú til fjögur ár. Þetta segir forstjóri skoska olíufélagsins Faroe Petroleum, sem nú er orðinn rétthafi fyrsta olíuvinnsluleyfis í lögsögu Íslands. Olíumálaráðherra Noregs segir leyfisútgáfuna í dag sögulegan viðburð. Norski olíumálaráðherrann Ola Borten Moe mætti í Ráðherrabústaðinn klukkan níu í morgun ásamt fylgdarliði til fundar við Steingrím J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra og áttu fulltrúar ríkjanna klukkustundarlangan fund áður en kom að stóru stundinni. 4. janúar 2013 18:37