Innlent

Ekkert hrossakjöt í vörum Findus á Íslandi

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Comigel í Lúxemborg.
Comigel í Lúxemborg. MYND/AFP
Ljóst er að umræðan um hrossakjöt í nokkrum tilbúnum réttum Findus, sem komst í hámæli á dögunum, á ekki við um Ísland.

Samkvæmt upplýsingum frá Findus Group, sem staðsett er í Svíþjóð, fannst hrossakjötið aðeins í Lasagna-kjötréttum sem framleiddir voru í verksmiðju matvælafyrirtækisins Comigel í Lúxemborg.

Vörur Eggerts Kristjánssonar hf., umboðsaðila Findus hér á landi, komu ekki frá þeirri verksmiðju. Þannig sé útilokað að hrossakjöt sé í kjötréttum Findus á Íslandi.

Málið hefur vakið gríðarlega athygli í Evrópu enda hafa kjötréttirnir ratað í hillur verslana víða í álfunni. Findus Group undirbýr nú málshöfðun gegn Comigel vegna málsins.

Hægt er að nálgast yfirlýsingu Findus Group hér fyrir neðan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×