Zlatan Ibrahimovic fékk beint rautt spjald þegar að lið hans, PSG, vann 2-1 sigur á Valencia í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.
Zlatan fékk rautt í uppbótartíma leiksins fyrir að brjóta á Andres Guardado og ljóst að hann mun missa af síðari leik liðanna sem fer fram í París.
Ef Zlatan verður dæmdur í þriggja leikja bann er ljóst að hann mun einnig missa af leikjum PSG í fjórðungsúrslitum, komist liðið áfram.
Smelltu á hlekkinn hér fyrir ofan til að sjá myndbrotið.
Fótbolti