De la Rosa vill vera formaður GPDA áfram Birgir Þór Harðarson skrifar 13. febrúar 2013 08:00 Pedro de la Rosa, tilraunaökuþór Ferrari-liðsins, vill vera formaður samtaka Grand Prix-ökumanna (GPDA) áfram árið 2013. Þessi 41 árs Spánverji hefur sinnt formannsverkum fyrir samtökin síðan í fyrra þegar hann ók fyrir HRT-liðið. Tók hann þá við af Rubens Barrichello sem þurfti að segja af sér eftir að hafa misst keppnissæti sitt hjá Williams-liðinu. De la Rosa gat hins vegar ekki sinnt skyldum sínum fyrir samtökin nógu vel því HRT-liðið virtist taka nokkuð mikið af hans tíma. Árið í ár verður að öllum líkindum rólegra fyrir hann svo hann telur sig reiðubúinn að takast á við verkefnin framundan. „Ef ökumennirnir vilja hafa mig áfram þá verð ég glaður að sinna verkefnunum." Áætlað er að halda kosningar í efstu stöður samtakanna þegar fyrsta mót ársins fer fram í Ástralíu þann 17. mars. Meðstjórnendur í samtökunum eru þeir Felipe Massa og Sebastian Vettel. Óvíst er hvort þeir muni gefa kost á sér á ný en þeir hafa sinnt þeim störfum síðan 2011. Hlutverk GPDASamtök Grand Prix-ökumanna eru einskonar stéttarfélag ökumanna í Formúlu 1. Þeirra helsta baráttumál í gegnum tíðina hefur verið að auka öryggi ökumanna, liðsmanna og áhorfenda í formúlunni og unnið stórvirki í þeim efnum. Félagið stofnað árið 1961 með það að markmiði að auka og viðhalda öryggiskröfunum í íþróttinni. Bæði mótshaldarar og liðin áttu það til að fella öryggiskröfurnar til þess að spara peninga, með hörmulegum afleiðingum. Félagið var leyst upp árið 1982 í kjölfar deilna og nýrra samninga milli FIA og FOCA (Formula One Constructors Association). Helgin í maí 1994 reyndist afdrifarík. Þar fórust Roland Ratzenberger og Ayrton Senna í fyrstu banaslysunum í Formúlu 1 í 18 ár. Strax í næsta móti, í Mónakó sama ár, voru samtökin endurvakin og Michael Schumacher skipaður formaður. Samtökin hafa formlegt vægi í Bretlandi sem hlutafélag en skrifstofur samtakanna eru í Mónakó. Hér að ofan má finna myndband af upphafi kappaksturins í Imola árið 1994 og sjá banaslys Ayrton Senna sem varð til þess að GPDA var stofnað á nýjan leik. Viðkvæmir eru varaðir við myndunum.Flak Williams-bílsins sem Senna ók í kappakstrinum örlagaríka í maí 1994. Formúla Mest lesið Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Fótbolti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Fótbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Fótbolti Nefna völl eftir nemanda sem lést á golfvelli Sport Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fótbolti Landsliðin spila í Adidas næstu árin Handbolti Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Pedro de la Rosa, tilraunaökuþór Ferrari-liðsins, vill vera formaður samtaka Grand Prix-ökumanna (GPDA) áfram árið 2013. Þessi 41 árs Spánverji hefur sinnt formannsverkum fyrir samtökin síðan í fyrra þegar hann ók fyrir HRT-liðið. Tók hann þá við af Rubens Barrichello sem þurfti að segja af sér eftir að hafa misst keppnissæti sitt hjá Williams-liðinu. De la Rosa gat hins vegar ekki sinnt skyldum sínum fyrir samtökin nógu vel því HRT-liðið virtist taka nokkuð mikið af hans tíma. Árið í ár verður að öllum líkindum rólegra fyrir hann svo hann telur sig reiðubúinn að takast á við verkefnin framundan. „Ef ökumennirnir vilja hafa mig áfram þá verð ég glaður að sinna verkefnunum." Áætlað er að halda kosningar í efstu stöður samtakanna þegar fyrsta mót ársins fer fram í Ástralíu þann 17. mars. Meðstjórnendur í samtökunum eru þeir Felipe Massa og Sebastian Vettel. Óvíst er hvort þeir muni gefa kost á sér á ný en þeir hafa sinnt þeim störfum síðan 2011. Hlutverk GPDASamtök Grand Prix-ökumanna eru einskonar stéttarfélag ökumanna í Formúlu 1. Þeirra helsta baráttumál í gegnum tíðina hefur verið að auka öryggi ökumanna, liðsmanna og áhorfenda í formúlunni og unnið stórvirki í þeim efnum. Félagið stofnað árið 1961 með það að markmiði að auka og viðhalda öryggiskröfunum í íþróttinni. Bæði mótshaldarar og liðin áttu það til að fella öryggiskröfurnar til þess að spara peninga, með hörmulegum afleiðingum. Félagið var leyst upp árið 1982 í kjölfar deilna og nýrra samninga milli FIA og FOCA (Formula One Constructors Association). Helgin í maí 1994 reyndist afdrifarík. Þar fórust Roland Ratzenberger og Ayrton Senna í fyrstu banaslysunum í Formúlu 1 í 18 ár. Strax í næsta móti, í Mónakó sama ár, voru samtökin endurvakin og Michael Schumacher skipaður formaður. Samtökin hafa formlegt vægi í Bretlandi sem hlutafélag en skrifstofur samtakanna eru í Mónakó. Hér að ofan má finna myndband af upphafi kappaksturins í Imola árið 1994 og sjá banaslys Ayrton Senna sem varð til þess að GPDA var stofnað á nýjan leik. Viðkvæmir eru varaðir við myndunum.Flak Williams-bílsins sem Senna ók í kappakstrinum örlagaríka í maí 1994.
Formúla Mest lesið Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Fótbolti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Fótbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Fótbolti Nefna völl eftir nemanda sem lést á golfvelli Sport Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fótbolti Landsliðin spila í Adidas næstu árin Handbolti Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira