Tekist á um vitnalista í máli Gunnars Þ. Andersen 12. febrúar 2013 10:05 Gunnar Þ. Andersen. Tekist verður á um vitnalista í máli Gunnars Þ. Andersen, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins í dag en munnlegur málflutningur fer fram í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur. Gunnar, ásamt starfsmanni Landsbankans, eru ákærðir fyrir brot á bankaleynd og brot í opinberu starfi. Gunnar á að hafa lekið upplýsingum um félag tengt þingmanni Sjálfstæðisflokksins, Guðlaugi Þór Þórðarsyni, til DV, sem fjallaði svo um upplýsingarnar sem þeir fengu í hendur. Gunnar hefur reyndar einnig kært þingmanninn, auk Ágústu Johnson eiginkonu hans, og Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, til embættis sérstaks saksóknara, eins og greint var frá í DV í nóvember á síðasta ári. Nú vill hann einnig að þau þrjú beri vitni í málinu og það snýst málflutningurinn samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins. Meðal þess sem Gunnar sakar þau um eru mútur, umboðssvik og aðild að málum sem tengjast eignarhaldsfélaginu Bogamanninum. Rannsókn er ekki hafin í þessu máli samkvæmt heimildum Vísis. Þetta er í þriðja skiptið sem munnlegur málflutningur fer fram í máli Gunnars. Hann krafðist þess að saksóknarinn, Helgi Magnús Gunnarsson, viki, þar sem hann sótti eitt sinn um starf forstjóra FME. Því var hafnað. Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði svo kröfu Gunnars í nóvember síðastliðnum um að lagt yrði fyrir saksóknara að afla upplýsinga um gögn og viðskipti Landsbanka Íslands við eignarhaldsfélagið Bogamanninn. Skömmu síðar kærði Gunnar málið til Sérstaks saksóknara og birtist þá frétt DV um málið, örfáum dögum fyrir prófkjör Sjálfstæðismanna í Reykjavík, þar sem Guðlaugur bauð sig fram. Upphaf átaka á milli Guðlaugs Þórs og Gunnars má rekja til umfjöllunar Kastljóss fyrir um ári síðan. Gunnar fullyrti skömmu eftir að stjórn FME kærði hann til lögreglu að Guðlaugur Þór hefði lekið upplýsingum um sig í Kastljósið. Munnlegum málflutningi lýkur um hádegið. Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Tekist verður á um vitnalista í máli Gunnars Þ. Andersen, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins í dag en munnlegur málflutningur fer fram í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur. Gunnar, ásamt starfsmanni Landsbankans, eru ákærðir fyrir brot á bankaleynd og brot í opinberu starfi. Gunnar á að hafa lekið upplýsingum um félag tengt þingmanni Sjálfstæðisflokksins, Guðlaugi Þór Þórðarsyni, til DV, sem fjallaði svo um upplýsingarnar sem þeir fengu í hendur. Gunnar hefur reyndar einnig kært þingmanninn, auk Ágústu Johnson eiginkonu hans, og Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, til embættis sérstaks saksóknara, eins og greint var frá í DV í nóvember á síðasta ári. Nú vill hann einnig að þau þrjú beri vitni í málinu og það snýst málflutningurinn samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins. Meðal þess sem Gunnar sakar þau um eru mútur, umboðssvik og aðild að málum sem tengjast eignarhaldsfélaginu Bogamanninum. Rannsókn er ekki hafin í þessu máli samkvæmt heimildum Vísis. Þetta er í þriðja skiptið sem munnlegur málflutningur fer fram í máli Gunnars. Hann krafðist þess að saksóknarinn, Helgi Magnús Gunnarsson, viki, þar sem hann sótti eitt sinn um starf forstjóra FME. Því var hafnað. Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði svo kröfu Gunnars í nóvember síðastliðnum um að lagt yrði fyrir saksóknara að afla upplýsinga um gögn og viðskipti Landsbanka Íslands við eignarhaldsfélagið Bogamanninn. Skömmu síðar kærði Gunnar málið til Sérstaks saksóknara og birtist þá frétt DV um málið, örfáum dögum fyrir prófkjör Sjálfstæðismanna í Reykjavík, þar sem Guðlaugur bauð sig fram. Upphaf átaka á milli Guðlaugs Þórs og Gunnars má rekja til umfjöllunar Kastljóss fyrir um ári síðan. Gunnar fullyrti skömmu eftir að stjórn FME kærði hann til lögreglu að Guðlaugur Þór hefði lekið upplýsingum um sig í Kastljósið. Munnlegum málflutningi lýkur um hádegið.
Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira