Sport

Alex Smith fer til Kansas City

Smith í sínum síðasta leik með Niners.
Smith í sínum síðasta leik með Niners.
Leikstjórnandinn Alex Smith er á förum frá San Francisco 49ers eins og búist var við. Bandarískir fjölmiðlar greina frá því í dag að hann fari til Kansas City Chiefs.

Smith hefur verið orðaður við Chiefs lengi og virðist það mál vera klappað og klárt. Andy Reid, nýráðinn þjálfari Chiefs, ætlar sér að byggja upp nýtt lið með Smith sem sinn aðalmann.

Smith hefur verið að leika vel fyrir 49ers undanfarin ár. Hann lenti svo í því að fá heilahristing á síðasta tímabili sem þýddi að hann varð að hvíla í einn leik.

Þá steig Colin Kaepernick fram á sjónarsviðið. Fór á kostum og sá til þess að Smith spilaði ekki meira. Niners ætla að treysta á Kaepernick næstu árin enda fór hann með liðið alla leið í Super Bowl.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×