Innlent

Hundrað stöðubrot á landsfundi Sjálfstæðisflokksins

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hér má sjá hvernig bílum var lagt ólöglega.
Hér má sjá hvernig bílum var lagt ólöglega.
Um helgina, á meðan landsfundur Sjálfstæðisflokksins fór fram í Laugardalshöll, hafði lögreglan afskipti af um eitt hundrað ökutækjum vegna stöðubrota, en á sama tíma var ónotuð bílstæði að finna annars staðar á svæðinu. Talsvert var lagt á grasbala og graseyjar og er grasið sumstaðar illa farið, að sögn lögreglunnar.

Björn Jón Bragason, sagnfræðingur og lögfræðinemi við Háskólann Í Reykjavík, gerði aðgerðir lögreglunnar að umtalsefni á internetinu þegar hann sá lögreglumann setja sekt á bíl sem var í eigu landsfundargestar um helgina.

„Óþolandi ofbeldi gegn fjölskyldubílnum. Þessir bilar eru ekki fyrir neinum," skrifar Björn Jón á Instagram þar sem hann birti mynd sína.

Þessa mynd tók Björn Jón Bragason og birti á Instagram. Þar sést lögreglumaður sekta bílaeiganda.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×