Innlent

Fundu hrossakjöt í kjötbollum frá Ikea

Tékkneska matvælaeftirlitið hefur fundið hrossakjöt í kjötbollum sem eru framleiddar í Svíþjóð fyrir Ikea. Hrossakjötshneykslið hefur skekið alla Evrópu um mánaðaskeið. Hrossakjöt, sem selt var sem nautakjöt, fannst fyrst í unnum kjötvörum á Bretlandi og á Írlandi. Síðan þá hefur hneykslið borist til annarra landa og hafa meðal annars vörur á Íslandi verið innkallaðar vegna þess.

Frá þessu er greint á vef DR.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×