Innlent

Kristján Þór hafði betur

Kristján Þór Júlíusson var í dag endurkjörinn 2. varaformaður Sjálfstæðisflokkisns eftir harða baráttu við Aldísi Hafsteinsdóttur, bæjarstjóra í Hveragerði.

Kristján Þór hlaut 58,6% gildra atkvæða en Aldís hlaut 41%. Kristján notaði tækifærið og lýsti yfir sérstakri ánægju með kjör Bjarna Benediktssonar. Sagði hann nýendurkjörinn formann hafa setið undir linnulausum árásum undanfarið ár.

Þá bað Kristján fundargesti um að klappa fyrir Aldísi mótframbjóðanda sínum.


Tengdar fréttir

Bjarni fékk 79%

Bjarni Benediktsson var í dag endurkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins í Laugardalshöll. Bjarni fékk 939 atkvæði af 1229 eða 78,9%.

Hanna Birna hlaut 95%

Hanna Birna Kristjánsdóttir var í dag kjörinn varaformaður Sjálfstæðisflokksins með 95% gildra atkvæða.

Sjálfstæðismenn kjósa

Kosið verður í stöðu formanns, varaformanns og 2. varaformanns á Landsfundi Sjálfstæðismanna í Laugardagshöll í dag. Fylgst verður með kosningunni hér á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×